Var með lista yfir nemendur sem hann vildi skjóta Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. maí 2023 14:04 Tveir nemendur liggja þungt haldnir á sjúkrahúsi og fimm til viðbótar verið lagðir inn með skotsár, þar af einn kennari. AP Photo/Darko Vojinovic Fjórtán ára gamall drengur, sem skaut níu til bana í grunnskóla í miðborg Belgrad í Serbíu í morgun, skipulagði árásina í heilan mánuð að sögn lögreglu. Þá var drengurinn með lista af nemendum sem hann vildi beina spjótum sínum að og búinn að ákveða hvaða skólastofum hann myndi byrja á. Frá þessu hefur lögreglan í Belgrad greint. Drengurinn skaut kennara sinn, samnemendur og öryggiverði í Vladislav Ribnikar grunnskólanum í morgun. Af þeim létust níu, átta nemendur og öryggisvörður. Kennari og sex börn voru flutt á sjúkrahús. Drengurinn var handtekinn á vettvangi. Samkvæmt nýjum upplýsingum frá lögreglunni hafði drengurinn teiknað yfirborðsmynd af skólanum, hvar mætti finna inn- og útganga og hvert hann ætlaði að halda fyrst. Teikningin fannst í skrifborði drengsins. Þá er grunur um að hann hafi verið búinn að útbúa fjóra Molotov-kokteila. Menntamálaráðherra landsins hefur sagt að drengurinn hafi verið lagður í einelti af jafnöldrum sínum. Af börnunum sem létust voru sjö stúlkur og einn drengur. Sá yngsti var fæddur árið 2009. Fjórir drengir og tvær stúlkur særðust þá í árásinni. Ein stúlknanna er í lífshættu en hún hlaut alvarlegan höfuðáverka samkvæmt upplýsingum BBC. Þá liggur einn drengjanna þungt haldinn. Hann var skotinn í hálsinn og brjóstið og hlaut hann mænuáverka. Þá var hinn drengurinn skotinn í fótinn og ein stúlknanna skotin í magann og báða handleggi. Kennarinn var skotinn í magann og báða handleggi. Hald hefur verið lagt á tvær skammbyssur sem drengurinn beitti í árásinni og talið að hann hafi tekið skotvopnin af heimili föður síns. Faðirinn hefur einnig verið handtekinn. Þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í Serbíu, frá 5. til 7. maí. Serbía Tengdar fréttir Níu látnir og sjö særðir eftir skotárás í skóla í Belgrad Fjórtán ára drengur skaut á kennara sinn, samnemendur og öryggisverði í Vladislav Ribnikar-grunnskólanum í Belgrad í Serbíu í morgun. Níu eru látnir, átta nemendur og öryggisvörður. 3. maí 2023 09:25 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Fleiri fréttir Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Sjá meira
Frá þessu hefur lögreglan í Belgrad greint. Drengurinn skaut kennara sinn, samnemendur og öryggiverði í Vladislav Ribnikar grunnskólanum í morgun. Af þeim létust níu, átta nemendur og öryggisvörður. Kennari og sex börn voru flutt á sjúkrahús. Drengurinn var handtekinn á vettvangi. Samkvæmt nýjum upplýsingum frá lögreglunni hafði drengurinn teiknað yfirborðsmynd af skólanum, hvar mætti finna inn- og útganga og hvert hann ætlaði að halda fyrst. Teikningin fannst í skrifborði drengsins. Þá er grunur um að hann hafi verið búinn að útbúa fjóra Molotov-kokteila. Menntamálaráðherra landsins hefur sagt að drengurinn hafi verið lagður í einelti af jafnöldrum sínum. Af börnunum sem létust voru sjö stúlkur og einn drengur. Sá yngsti var fæddur árið 2009. Fjórir drengir og tvær stúlkur særðust þá í árásinni. Ein stúlknanna er í lífshættu en hún hlaut alvarlegan höfuðáverka samkvæmt upplýsingum BBC. Þá liggur einn drengjanna þungt haldinn. Hann var skotinn í hálsinn og brjóstið og hlaut hann mænuáverka. Þá var hinn drengurinn skotinn í fótinn og ein stúlknanna skotin í magann og báða handleggi. Kennarinn var skotinn í magann og báða handleggi. Hald hefur verið lagt á tvær skammbyssur sem drengurinn beitti í árásinni og talið að hann hafi tekið skotvopnin af heimili föður síns. Faðirinn hefur einnig verið handtekinn. Þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í Serbíu, frá 5. til 7. maí.
Serbía Tengdar fréttir Níu látnir og sjö særðir eftir skotárás í skóla í Belgrad Fjórtán ára drengur skaut á kennara sinn, samnemendur og öryggisverði í Vladislav Ribnikar-grunnskólanum í Belgrad í Serbíu í morgun. Níu eru látnir, átta nemendur og öryggisvörður. 3. maí 2023 09:25 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Fleiri fréttir Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Sjá meira
Níu látnir og sjö særðir eftir skotárás í skóla í Belgrad Fjórtán ára drengur skaut á kennara sinn, samnemendur og öryggisverði í Vladislav Ribnikar-grunnskólanum í Belgrad í Serbíu í morgun. Níu eru látnir, átta nemendur og öryggisvörður. 3. maí 2023 09:25