„Þeim að þakka að við erum að spila í undanúrslitum í staðinn fyrir í 1. deildinni næsta vetur“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. maí 2023 23:01 Lárus Jónsson, þjálfari Þórs, var stoltur af sínum mönnum þrátt fyrir að liðið hafi fallið úr leik í kvöld. Vísir/Bára „Það hefði verið algjört kraftaverk ef við hefðum náð þessu. Það stefndi í það en við vorum búnir að grafa okkur holu. En ég er hrikalega stoltur af því hvernig strákarnir börðust og sýndu gríðarlega karakter. Karakter sem liðið er búið að sýna í allan vetur og ég rosalega stoltur af liðunu,“ sagði Lárus Jónsson, þjálfari Þórs eftir að hans lið datt út úr undanúrslitunum gegn Valsmönnum í kvöld. Eftir að hafa komist í 2-0 í einvíginu komust Þórsarar hreinlega ekki lengra. Við báðum Lárus um að gera tímabilið aðeins upp, kannski ósanngjörn krafa svona strax eftir tap, en Lárus setti það ekki fyrir sig og vippaði upp langri og ítarlegri greiningu á tímabilinu. „Þetta er búið að vera held ég mjög mikilvægt tímabil fyrir Þór Þorlákshöfn. Fyrir það fyrsta þá fórum við í fyrsta skipti í sögunni í Evrópukeppni. Fyrsta liðið frá Íslandi sem gerir það í mörg mörg ár. Við vorum mjög stórhuga en svo byrjuðum við mjög illa í deildinni og þurftum að gera mjög drastískar breytingar.“ „Vorum í fallsæti í janúar en mér fannst strákarnir, þá sérstaklega kjarninn í liðinu, aldrei missa trúna. Það var ofboðslega mikilvægt því það er svo auðvelt að leggja niður laupana þegar illa gengur. Þeir höfðu alltaf trúa á því að við gætum farið alla leið. Ég myndi segja að þetta tímabil hafi verið rosalega lærdómsríkt. Bæði útaf Evrópukeppninni og lenda í svona brekku. Fórum yfir hvaða breytingar við þurftum að gera og lærðum hvað við vildum standa fyrir sem lið.“ „Við sáum það líka í vetur hversu rosalega mikilvægur þessi heimakjarni er. Bræðurnir auðvitað hrikalega góðir, en langar líka að minnast á Dabba og Emil. Þeir voru hjartað í þessu. Þegar það var 5-0 í deildinni þá fannst þeim það ekkert mál. Alltaf bara áfram gakk og tökum næsta leik, þýðir ekkert annað. Ekkert væl, bara finna lausnir. Ég held að það hafi verið þeim að þakka að við erum að spila í undanúrslitum, förum í leik fimm á móti Íslandsmeisturum, í staðinn fyrir að spila í 1. deildinni næsta vetur.“ Aðspurður um framhaldið í Þorlákshöfn næsta vetur var Lárus bjartsýnn. Meira af því sama á dagskránni, og hver veit nema Styrmir Snær Þrastarson taki eitt tímabil enn heima áður en hann heldur út í atvinnumennskuna. „Við erum með þennan kjarna og þeir eru allir á samningum. Við sjáum bara til. Auðvitað vonum við að Styrmir komist að í atvinnumennsku, annars er hann með eitt ár í viðbót á samning hjá okkur. Ég myndi alveg þiggja það en hann er bara það góður að hann á að fara lengra í þessu. Við ætlum að gera bara svipað, byggja á okkar heimakjarna, lærðum það. Koma bara sterkir næsta vetur. Takk fyrir okkur og til hamingju Valur!“ Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Þór Þorlákshöfn 102-95 | Íslandsmeistararnir í úrslit annað árið í röð Íslandsmeistarar Vals eru á leið í úrslitaeinvígi Subway-deildar karla í körfubolta eftir sjö stiga sigur gegn Þór frá Þorlákshöfn í oddaleik í kvöld, 102-95. Valsmenn mæta Tindastól í úrslitum og við fáum því endurtekningu á úrslitaeinvígi síðasta árs. 2. maí 2023 22:08 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Leikur tvö í Garðabænum Körfubolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Leik lokið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Leikur tvö í Garðabænum KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Sjá meira
Eftir að hafa komist í 2-0 í einvíginu komust Þórsarar hreinlega ekki lengra. Við báðum Lárus um að gera tímabilið aðeins upp, kannski ósanngjörn krafa svona strax eftir tap, en Lárus setti það ekki fyrir sig og vippaði upp langri og ítarlegri greiningu á tímabilinu. „Þetta er búið að vera held ég mjög mikilvægt tímabil fyrir Þór Þorlákshöfn. Fyrir það fyrsta þá fórum við í fyrsta skipti í sögunni í Evrópukeppni. Fyrsta liðið frá Íslandi sem gerir það í mörg mörg ár. Við vorum mjög stórhuga en svo byrjuðum við mjög illa í deildinni og þurftum að gera mjög drastískar breytingar.“ „Vorum í fallsæti í janúar en mér fannst strákarnir, þá sérstaklega kjarninn í liðinu, aldrei missa trúna. Það var ofboðslega mikilvægt því það er svo auðvelt að leggja niður laupana þegar illa gengur. Þeir höfðu alltaf trúa á því að við gætum farið alla leið. Ég myndi segja að þetta tímabil hafi verið rosalega lærdómsríkt. Bæði útaf Evrópukeppninni og lenda í svona brekku. Fórum yfir hvaða breytingar við þurftum að gera og lærðum hvað við vildum standa fyrir sem lið.“ „Við sáum það líka í vetur hversu rosalega mikilvægur þessi heimakjarni er. Bræðurnir auðvitað hrikalega góðir, en langar líka að minnast á Dabba og Emil. Þeir voru hjartað í þessu. Þegar það var 5-0 í deildinni þá fannst þeim það ekkert mál. Alltaf bara áfram gakk og tökum næsta leik, þýðir ekkert annað. Ekkert væl, bara finna lausnir. Ég held að það hafi verið þeim að þakka að við erum að spila í undanúrslitum, förum í leik fimm á móti Íslandsmeisturum, í staðinn fyrir að spila í 1. deildinni næsta vetur.“ Aðspurður um framhaldið í Þorlákshöfn næsta vetur var Lárus bjartsýnn. Meira af því sama á dagskránni, og hver veit nema Styrmir Snær Þrastarson taki eitt tímabil enn heima áður en hann heldur út í atvinnumennskuna. „Við erum með þennan kjarna og þeir eru allir á samningum. Við sjáum bara til. Auðvitað vonum við að Styrmir komist að í atvinnumennsku, annars er hann með eitt ár í viðbót á samning hjá okkur. Ég myndi alveg þiggja það en hann er bara það góður að hann á að fara lengra í þessu. Við ætlum að gera bara svipað, byggja á okkar heimakjarna, lærðum það. Koma bara sterkir næsta vetur. Takk fyrir okkur og til hamingju Valur!“
Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Þór Þorlákshöfn 102-95 | Íslandsmeistararnir í úrslit annað árið í röð Íslandsmeistarar Vals eru á leið í úrslitaeinvígi Subway-deildar karla í körfubolta eftir sjö stiga sigur gegn Þór frá Þorlákshöfn í oddaleik í kvöld, 102-95. Valsmenn mæta Tindastól í úrslitum og við fáum því endurtekningu á úrslitaeinvígi síðasta árs. 2. maí 2023 22:08 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Leikur tvö í Garðabænum Körfubolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Leik lokið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Leikur tvö í Garðabænum KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Sjá meira
Leik lokið: Valur - Þór Þorlákshöfn 102-95 | Íslandsmeistararnir í úrslit annað árið í röð Íslandsmeistarar Vals eru á leið í úrslitaeinvígi Subway-deildar karla í körfubolta eftir sjö stiga sigur gegn Þór frá Þorlákshöfn í oddaleik í kvöld, 102-95. Valsmenn mæta Tindastól í úrslitum og við fáum því endurtekningu á úrslitaeinvígi síðasta árs. 2. maí 2023 22:08
Leik lokið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn
Leik lokið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn