„Úr þessu sjónarhorni finnst mér mjög sérstakt hvernig hann er að koma sér í burtu“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. maí 2023 10:15 Hér má sjá Kristófer Acox koma sér frá Jordan Semple í þriðja leik Vals og Þórs í undanúrslitum Subway-deildar karla. Semple fór úr axlarlið og hefur ekki getað beitt sér síðan. Vísir/Stöð 2 Jordan Semple var heillum horfinn þegar Þór Þorlákshöfn tók á móti Val í fjórða leik liðanna í undanúrslitum Subway-deildar karla í körfubolta í gær. Semple fór úr axlarlið eftir samskipti sín við Kristófer Acox í þriðja leik liðanna og gat augljóslega ekki beitt sér af fullum krafti í leik gærdagsins. „Það er búið að kippa honum út. Menn hræddir við samkeppni, búið að kippa honum úr liðnum. Þessum leikmanni hjá Val er búið að takast sitt ætlunarverk, að fá aðeins að vaða uppi. Íslenskir dómarar verða aðeins að skoða það,“ sagði Lárus Jónsson, þjálfari Þórs, eftir leikinn í gær. Hann átti þar við Kristófer Acox og bætti við að dómaranefnd FIBA hafi metið þetta sem brottrekstrarvert atvik. „Dómaranefnd mat þetta ekki svo alvarlegt. En það er víst annað hjá FIBA dómaranefndinni, þeir telja að þetta sé alvarlegt atvik og hann hefði átt að fá brottvísun.“ Sérfræðingar Körfuboltakvölds ræddu þetta atvik bæði fyrir og eftir leik í Þorlákshöfn í gær. Hermann Hauksson sagði að hann teldi atvikið ekki kalla á brottvísun, en viðurkenndi þó að þetta liti skringilega út. „Ég skil Lalla mjög vel. Þetta er stórt atriði að missa þennan mann út og ég ítreka það sem ég sagði fyrir leikinn að úr þessu sjónarhorni finnst mér mjög sérstakt hvernig hann er að koma sér í burtu með því að toga þarna í hann,“ sagði Hermann eftir leikinn. „Hitt sjónarhornið, þá sé ég ekkert eitthvað óvenjulega gróft atriði. Það er smá klemma þarna og þarna fer hann. Ég næ þessu ekki, en ég skil alveg gremjuna í Lalla og hann talar um að dómarar þurfi að stíga upp.“ „Ég sé þetta ekki sem brottrekstur, bara því miður. Ég sé það ekki alveg og mér finnst þetta allt of grá lína um það að það þurfi að setja hann í brottrekstur fyrir þetta. Maður hefur séð margt grófara en þetta, en ég ítreka að mér finnst myndbrotin sýna tvennt. Þó þetta sé sama atriðið þá sýna þau tvennt,“ sagði Hermann. Eins og áður segir var þetta atvik til umræðu bæði fyrir og eftir leik og má sjá umræðuna í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Kristó vs Semple Sigur Vals í gær þýðir að staðan í undanúrslitaeinvígi liðanna er jöfn, 2-2, og framundan er oddaleikur um sæti í úrslitum. Liðin mætast í Origo-höllinni annað kvöld klukkan 20:15 og verður leikurinn að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Subway-deild karla Körfuboltakvöld Þór Þorlákshöfn Valur Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Þór Þorlákshöfn - Valur 94-103 | Íslandsmeistararnir knúðu fram oddaleik Eftir frábæra byrjun Þórsara unnu Íslandsmeistarar Vals nokkuð sanngjarnan endurkomusigur er liðin mættust í fjórða leik undanúrslitaeinvígis Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 94-103 og við erum á leið í oddaleik. 30. apríl 2023 22:40 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Fleiri fréttir Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Sjá meira
„Það er búið að kippa honum út. Menn hræddir við samkeppni, búið að kippa honum úr liðnum. Þessum leikmanni hjá Val er búið að takast sitt ætlunarverk, að fá aðeins að vaða uppi. Íslenskir dómarar verða aðeins að skoða það,“ sagði Lárus Jónsson, þjálfari Þórs, eftir leikinn í gær. Hann átti þar við Kristófer Acox og bætti við að dómaranefnd FIBA hafi metið þetta sem brottrekstrarvert atvik. „Dómaranefnd mat þetta ekki svo alvarlegt. En það er víst annað hjá FIBA dómaranefndinni, þeir telja að þetta sé alvarlegt atvik og hann hefði átt að fá brottvísun.“ Sérfræðingar Körfuboltakvölds ræddu þetta atvik bæði fyrir og eftir leik í Þorlákshöfn í gær. Hermann Hauksson sagði að hann teldi atvikið ekki kalla á brottvísun, en viðurkenndi þó að þetta liti skringilega út. „Ég skil Lalla mjög vel. Þetta er stórt atriði að missa þennan mann út og ég ítreka það sem ég sagði fyrir leikinn að úr þessu sjónarhorni finnst mér mjög sérstakt hvernig hann er að koma sér í burtu með því að toga þarna í hann,“ sagði Hermann eftir leikinn. „Hitt sjónarhornið, þá sé ég ekkert eitthvað óvenjulega gróft atriði. Það er smá klemma þarna og þarna fer hann. Ég næ þessu ekki, en ég skil alveg gremjuna í Lalla og hann talar um að dómarar þurfi að stíga upp.“ „Ég sé þetta ekki sem brottrekstur, bara því miður. Ég sé það ekki alveg og mér finnst þetta allt of grá lína um það að það þurfi að setja hann í brottrekstur fyrir þetta. Maður hefur séð margt grófara en þetta, en ég ítreka að mér finnst myndbrotin sýna tvennt. Þó þetta sé sama atriðið þá sýna þau tvennt,“ sagði Hermann. Eins og áður segir var þetta atvik til umræðu bæði fyrir og eftir leik og má sjá umræðuna í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Kristó vs Semple Sigur Vals í gær þýðir að staðan í undanúrslitaeinvígi liðanna er jöfn, 2-2, og framundan er oddaleikur um sæti í úrslitum. Liðin mætast í Origo-höllinni annað kvöld klukkan 20:15 og verður leikurinn að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Subway-deild karla Körfuboltakvöld Þór Þorlákshöfn Valur Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Þór Þorlákshöfn - Valur 94-103 | Íslandsmeistararnir knúðu fram oddaleik Eftir frábæra byrjun Þórsara unnu Íslandsmeistarar Vals nokkuð sanngjarnan endurkomusigur er liðin mættust í fjórða leik undanúrslitaeinvígis Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 94-103 og við erum á leið í oddaleik. 30. apríl 2023 22:40 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Fleiri fréttir Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Þór Þorlákshöfn - Valur 94-103 | Íslandsmeistararnir knúðu fram oddaleik Eftir frábæra byrjun Þórsara unnu Íslandsmeistarar Vals nokkuð sanngjarnan endurkomusigur er liðin mættust í fjórða leik undanúrslitaeinvígis Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 94-103 og við erum á leið í oddaleik. 30. apríl 2023 22:40