Stöndum öll saman Gylfi Þór Gíslason skrifar 1. maí 2023 08:31 Í ár eru 100 ár frá því fyrsta kröfuganga 1. maí var farin á Íslandi. Barátta launafólks á Íslandi er búin að vera löng og ströng. Verkalýðurinn sameinaðist með stofnun ASI árið 1916 og á sama tíma var Alþýðuflokkurinn stofnaður. Flokkurinn marg klofnaði á síðustu öld, en jafnaðarmenn sameinuðust undir merkjum Samfylkingarinnar í lok síðustu aldar. Verkalýðshreyfingin á Íslandi hefur unnið, með blóði svita og tárum, að umbótum fyrir launafólk í landinu. Þau eru ekki sjálfgefin, þau kjör sem fólk býr við í dag. Launafólki tókst að byggja upp samfélag jöfnuðar en síðustu áratugi hefur þróast samfélag ójafnaðar. Frá árinu 1990 hefur hallað undan fæti í velferðarkerfi landsins þannig að það er löngu komið út fyrir þolmörk og verðum við að spyrna við fótum áður en það er keyrt í kaf og einkavæðing eina lausnin sem verður í boði. Frjálshyggjan hefur vaðið uppi með álögur á hinn venjulega vinnadi mann og hlífa þeim betur settu. Með lægri skatta á hátekjuhópa, en hærri skatta á lág- og millitekjuhópa. Nýfrjálshyggjstefnan lagði niður félagslega húsnæðiskerfið í lok síðustu aldar. Kerfi sem byggt hafði verið upp af verkalýðshreyfingunni. Við höfum verið að súpa seyðið af því, og sjaldan eins áþreifanlega og nú, þegar ungu fólki er engan veginn gert kleift að koma sér þaki yfir höfuðið. Það er fast í klóm leigufélaga sem eru í eigu aðila auðvaldsins. Í verkalýðshreyfingunni á Íslandi hefur oft gengið á ýmsu innan hreyfingarinnar. Menn hafa tekist á um aðferðir og völd. En þegar hreyfingunni hefur tekist að koma fram af samstöðu, hefur vel tekist til. Nú undanfarin misseri hefur ólga verið í hreyfingunni og samstöðuleysi. Það er vatn á myllu auðvaldsins í landinu. Það hlakkar í auðvaldinu þegar samstöðuleysið er sem mest á meðal launþega. Á aukaþíngi ASÍ sem haldið var s.l. viku náðust vonandi sáttir og hreyfingin getur farið samstíga inn í næstu kjarasamninga sem verða á komandi vetri. Félagar! Snúum bökum saman og mætum sameinuð til leiks í kröfugöngum dagsins og stefnum áfram í baráttunni. Höfundur er formaður Verkalýðsmálaráðs Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Verkalýðsdagurinn Samfylkingin Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Í ár eru 100 ár frá því fyrsta kröfuganga 1. maí var farin á Íslandi. Barátta launafólks á Íslandi er búin að vera löng og ströng. Verkalýðurinn sameinaðist með stofnun ASI árið 1916 og á sama tíma var Alþýðuflokkurinn stofnaður. Flokkurinn marg klofnaði á síðustu öld, en jafnaðarmenn sameinuðust undir merkjum Samfylkingarinnar í lok síðustu aldar. Verkalýðshreyfingin á Íslandi hefur unnið, með blóði svita og tárum, að umbótum fyrir launafólk í landinu. Þau eru ekki sjálfgefin, þau kjör sem fólk býr við í dag. Launafólki tókst að byggja upp samfélag jöfnuðar en síðustu áratugi hefur þróast samfélag ójafnaðar. Frá árinu 1990 hefur hallað undan fæti í velferðarkerfi landsins þannig að það er löngu komið út fyrir þolmörk og verðum við að spyrna við fótum áður en það er keyrt í kaf og einkavæðing eina lausnin sem verður í boði. Frjálshyggjan hefur vaðið uppi með álögur á hinn venjulega vinnadi mann og hlífa þeim betur settu. Með lægri skatta á hátekjuhópa, en hærri skatta á lág- og millitekjuhópa. Nýfrjálshyggjstefnan lagði niður félagslega húsnæðiskerfið í lok síðustu aldar. Kerfi sem byggt hafði verið upp af verkalýðshreyfingunni. Við höfum verið að súpa seyðið af því, og sjaldan eins áþreifanlega og nú, þegar ungu fólki er engan veginn gert kleift að koma sér þaki yfir höfuðið. Það er fast í klóm leigufélaga sem eru í eigu aðila auðvaldsins. Í verkalýðshreyfingunni á Íslandi hefur oft gengið á ýmsu innan hreyfingarinnar. Menn hafa tekist á um aðferðir og völd. En þegar hreyfingunni hefur tekist að koma fram af samstöðu, hefur vel tekist til. Nú undanfarin misseri hefur ólga verið í hreyfingunni og samstöðuleysi. Það er vatn á myllu auðvaldsins í landinu. Það hlakkar í auðvaldinu þegar samstöðuleysið er sem mest á meðal launþega. Á aukaþíngi ASÍ sem haldið var s.l. viku náðust vonandi sáttir og hreyfingin getur farið samstíga inn í næstu kjarasamninga sem verða á komandi vetri. Félagar! Snúum bökum saman og mætum sameinuð til leiks í kröfugöngum dagsins og stefnum áfram í baráttunni. Höfundur er formaður Verkalýðsmálaráðs Samfylkingarinnar.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar