Það verður ekki annað sagt en aðstaðan sé hin glæsilegasta. Ekki er þekkt að lið í WNBA deildinni séu með aðstöðu sem þessa. Það virðist þó sem tímarnir séu að breytast og nú hefur þegar verið ákveðið að lengja tímabilið í WNBA deildinni sem og að fjölga leikjum í úrslitakeppninni. Það þýðir meiri peningur í kassann og hver veit, mögulega verða fleiri lið með aðstöðu sem þessa eftir nokkur ár.
Inside the Las Vegas Aces historic new headquarters:
— Front Office Sports (@FOS) April 29, 2023
Two full courts
Locker room
Team shop
Weight room
Cold & Hot Plunge Pools
HydroWorx
Infrared Sauna
Cryo Chamber
Nutrition Bar
Film Room pic.twitter.com/bsjb4nG2DZ
Aðstaðan í nýju húsi Las Vegas Aces ein og sér ætti að gera liðið líklegra til að verja titil sinn en liðið lagði Connecticut Sun 3-1 í úrslitum á síðustu leiktíð. Becky Hammon, þjálfari liðsins, hefur síðan verið orðuð við aðalþjálfara starf Toronto Raptors í NBA deildinni.
Hvað aðstöðu Aces varðar þá er þar allt til alls. Til að mynda:
- Tveir vellir í fullri stærð
- Glæsilegir búningsklefar
- Lyftingasalur
- Kaldar og heitar laugar
- Infa rauð sauna
- Kæliklefi
- Næringarstöð
- Kvikmyndaherbergi
- Búð sem selur varning tengdan félaginu
Hér að neðan má sjá myndband af svæðinu en það verður að viðurkennast að það er einkar glæsilegt.
— Las Vegas Aces (@LVAces) April 28, 2023
Presenting the Las Vegas Aces Headquarters. pic.twitter.com/iB57abUcu3