Skoðaði fjölskyldumyndir þegar hún var að missa vonina í rússneska fangelsinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. apríl 2023 12:01 Brittney Griner ræðir við fjölmiðlamenn í gær en hún sýndi miklar tilfinningar á fundinum. AP/Matt York Bandaríska körfuboltakonan Brittney Griner sem dúsaði í fangelsi í Rússlandi í tíu mánuði ræddi upplifun sína á blaðamannafundi í gær. Griner losnaði loksins í desember eftir að Bandaríkjamenn gerðu fangaskipti við Rússa. Hún hafði verið tekin með smávægis magn af hassolíu við komu sína til Moskvu, olíu sem hún notaði í rafrettu sína. Fyrir vikið var hún á endanum dæmd í níu ára fangelsi. Griner fór til Rússlands til að spila körfubolta en WNBA-stórstjörnur drýgja oft tekjur sína með því að spila með evrópskum stórliðum þegar WNBA-deildin er í fríi. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) Griner slapp loksins heim til Bandaríkjanna og var staðráðin að spila aftur í WNBA-deildinni. Hún gerði nýjan samning við Phoenix Mercury, liðið sem hefur hún hefur spilað frá því að hún var valin númer eitt í nýliðavalinu árið 2013. Griner ræddi upplifun sína af fangelsinu, óvissunni og hvernig það hefur gengið að spila aftur körfubolta eftir þennan tíma. „Ég þekki vel erfiða tíma. Þú lendir í mótlæti í lífinu og þetta var af stærri gerðinni. Ég treysti bara á vinnusemi mína, að komast í gegnum þetta. Þú finnur leið til að komast í gegnum svona. Þegar ég var að missa vonina þá kom hún aftur þegar ég skoðaði myndir af fjölskyldunni minni. Þú ert að bíða eftir að sjá fjölskylduna, hitta ástvinina á ný og komast á örggan stað,“ sagði Brittney Griner. Það var samt ekki auðvelt að byrja aftur eftir svona langan tíma í fangelsi. „Ég hef alltaf trúað á hæfileika mína. En ef ég er raunsæ þá er ég ekki alveg þar sem ég vildi vera en ég er á réttri leið. Fyrstu tvær vikurnar af æfingum eftir að ég byrjaði í körfubolta aftur voru mjög erfiðar. Ég hugsaði: Vil ég virkilega byrja aftur svona snemma. Þetta var samt þess virði,“ sagði Griner. Hún ræddi líka ástæðu þess að hún fór til Rússlands en vegna þess að launin eru ekki mjög há í WNBA-deildinni þá var þetta tækifæri til að drýgja þau. „Ég mun aldrei spila aftur erlendis nema ef ég að keppa með bandaríska landsliðinu á Ólympíuleikunum. Aðalástæðan fyrir því að við erum að fara þangað er launabilið, við förum þangað til að framfleyta fjölskyldum okkar og okkur sjálfum. Ég þekki engan leikmann sem vill fara erlendis og spila. Ég vona að deildin okkar haldi áfram að vaxa og að fleyti fyrirtæki fjárfesti í okkar stétt,“ sagði Griner. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) Mál Brittney Griner NBA Mest lesið Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Körfubolti Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Enski boltinn United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM Handbolti Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Körfubolti Dagskráin í dag: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin og VARsjáin Sport Hareide með krabbamein í heila Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Sjá meira
Griner losnaði loksins í desember eftir að Bandaríkjamenn gerðu fangaskipti við Rússa. Hún hafði verið tekin með smávægis magn af hassolíu við komu sína til Moskvu, olíu sem hún notaði í rafrettu sína. Fyrir vikið var hún á endanum dæmd í níu ára fangelsi. Griner fór til Rússlands til að spila körfubolta en WNBA-stórstjörnur drýgja oft tekjur sína með því að spila með evrópskum stórliðum þegar WNBA-deildin er í fríi. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) Griner slapp loksins heim til Bandaríkjanna og var staðráðin að spila aftur í WNBA-deildinni. Hún gerði nýjan samning við Phoenix Mercury, liðið sem hefur hún hefur spilað frá því að hún var valin númer eitt í nýliðavalinu árið 2013. Griner ræddi upplifun sína af fangelsinu, óvissunni og hvernig það hefur gengið að spila aftur körfubolta eftir þennan tíma. „Ég þekki vel erfiða tíma. Þú lendir í mótlæti í lífinu og þetta var af stærri gerðinni. Ég treysti bara á vinnusemi mína, að komast í gegnum þetta. Þú finnur leið til að komast í gegnum svona. Þegar ég var að missa vonina þá kom hún aftur þegar ég skoðaði myndir af fjölskyldunni minni. Þú ert að bíða eftir að sjá fjölskylduna, hitta ástvinina á ný og komast á örggan stað,“ sagði Brittney Griner. Það var samt ekki auðvelt að byrja aftur eftir svona langan tíma í fangelsi. „Ég hef alltaf trúað á hæfileika mína. En ef ég er raunsæ þá er ég ekki alveg þar sem ég vildi vera en ég er á réttri leið. Fyrstu tvær vikurnar af æfingum eftir að ég byrjaði í körfubolta aftur voru mjög erfiðar. Ég hugsaði: Vil ég virkilega byrja aftur svona snemma. Þetta var samt þess virði,“ sagði Griner. Hún ræddi líka ástæðu þess að hún fór til Rússlands en vegna þess að launin eru ekki mjög há í WNBA-deildinni þá var þetta tækifæri til að drýgja þau. „Ég mun aldrei spila aftur erlendis nema ef ég að keppa með bandaríska landsliðinu á Ólympíuleikunum. Aðalástæðan fyrir því að við erum að fara þangað er launabilið, við förum þangað til að framfleyta fjölskyldum okkar og okkur sjálfum. Ég þekki engan leikmann sem vill fara erlendis og spila. Ég vona að deildin okkar haldi áfram að vaxa og að fleyti fyrirtæki fjárfesti í okkar stétt,“ sagði Griner. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn)
Mál Brittney Griner NBA Mest lesið Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Körfubolti Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Enski boltinn United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM Handbolti Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Körfubolti Dagskráin í dag: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin og VARsjáin Sport Hareide með krabbamein í heila Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Sjá meira