Ótrúlegt vetrarríki á Hellu og Selfossi í dag Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. apríl 2023 20:25 Það var ekkert smávegis mikill snjór á Hellu í dag. Þar þurfti fólk að moka bíla út úr innkeyrslum sínum. Skjáskot/Aðsent Vetur konungur hrifsaði aftur til sín völdin á suður- og suðvesturlandi í morgun. Snjóþyngslin eru afar óvenjuleg fyrir þennan árstíma - og létu einna helst finna fyrir sér á Selfossi og Hellu, þar sem gríðarlegir skaflar mynduðust Það var sannkallað vetrarríki sem tók á móti höfuðborgarbúum í morgunsárið. Fréttastofa fór á rúntinn upp í Breiðholt og ræddi við íbúa sem kipptu sér mismikið upp við snjóinn, þar á meðal Wiktoria sem hefur búið á Íslandi í tvö ár og var nýbúin að fá fjölskyldu sína í heimsókn. „Við vorum búin að skipuleggja ferð í dag og þetta kom okkur mjög á óvart. En þetta er samt voða fínt, þetta er fyrsta ferð fjölskyldu minnar til Íslands. Þau geta notið vetur og vors á sama tíma,“ sagði Wiktoria. Þetta er aðeins í fimmta sinn á sjötíu og fimm árum sem snjódýpt mælist tíu sentímetrar eða meiri í höfuðborginni eftir miðjan apríl. Snjórinn innan borgarmarkanna getur þó varla talist annað en létt föl miðað við skaflana sem mynduðust á Selfossi í dag. Þar þurftu snjómokstursmenn að hafa hraðar hendur í morgun, eins og sést í meðfylgjandi myndbandi. Sama var uppi á teningnum á Hellu, þar sem sannarlega var ekki að sjá að sumardeginum fyrsta hefði verið fagnað fyrir réttri viku. Myndefnið frá Hellu tók Bjarki Eiríksson. Viðtöl við íbúa í Breiðholti og ótrúlegar myndir af snjónum í borginni og á Suðurlandi má sjá í innslaginu hér fyrir ofan. Veður Rangárþing ytra Árborg Reykjavík Tengdar fréttir „Mjög sjaldgæfir“ tíu sentímetrar mældust í morgun Hvít jörð tók á móti íbúum á suðvesturhorninu og víðar í morgun, mörgum til talsverðs ama. Veðurfræðingur segir þetta harla óvenjulegt; þetta er í fimmta sinn sem snjór mælist tíu sentímetrar eða meiri í höfuðborginni eftir miðjan apríl. 27. apríl 2023 12:08 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Fleiri fréttir Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Sjá meira
Það var sannkallað vetrarríki sem tók á móti höfuðborgarbúum í morgunsárið. Fréttastofa fór á rúntinn upp í Breiðholt og ræddi við íbúa sem kipptu sér mismikið upp við snjóinn, þar á meðal Wiktoria sem hefur búið á Íslandi í tvö ár og var nýbúin að fá fjölskyldu sína í heimsókn. „Við vorum búin að skipuleggja ferð í dag og þetta kom okkur mjög á óvart. En þetta er samt voða fínt, þetta er fyrsta ferð fjölskyldu minnar til Íslands. Þau geta notið vetur og vors á sama tíma,“ sagði Wiktoria. Þetta er aðeins í fimmta sinn á sjötíu og fimm árum sem snjódýpt mælist tíu sentímetrar eða meiri í höfuðborginni eftir miðjan apríl. Snjórinn innan borgarmarkanna getur þó varla talist annað en létt föl miðað við skaflana sem mynduðust á Selfossi í dag. Þar þurftu snjómokstursmenn að hafa hraðar hendur í morgun, eins og sést í meðfylgjandi myndbandi. Sama var uppi á teningnum á Hellu, þar sem sannarlega var ekki að sjá að sumardeginum fyrsta hefði verið fagnað fyrir réttri viku. Myndefnið frá Hellu tók Bjarki Eiríksson. Viðtöl við íbúa í Breiðholti og ótrúlegar myndir af snjónum í borginni og á Suðurlandi má sjá í innslaginu hér fyrir ofan.
Veður Rangárþing ytra Árborg Reykjavík Tengdar fréttir „Mjög sjaldgæfir“ tíu sentímetrar mældust í morgun Hvít jörð tók á móti íbúum á suðvesturhorninu og víðar í morgun, mörgum til talsverðs ama. Veðurfræðingur segir þetta harla óvenjulegt; þetta er í fimmta sinn sem snjór mælist tíu sentímetrar eða meiri í höfuðborginni eftir miðjan apríl. 27. apríl 2023 12:08 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Fleiri fréttir Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Sjá meira
„Mjög sjaldgæfir“ tíu sentímetrar mældust í morgun Hvít jörð tók á móti íbúum á suðvesturhorninu og víðar í morgun, mörgum til talsverðs ama. Veðurfræðingur segir þetta harla óvenjulegt; þetta er í fimmta sinn sem snjór mælist tíu sentímetrar eða meiri í höfuðborginni eftir miðjan apríl. 27. apríl 2023 12:08