Átti sér sögu um rasisma og ofbeldistal fyrir lekann Kjartan Kjartansson skrifar 27. apríl 2023 08:49 Teixeira (í rauðum stuttbuxum) leiddur út í járnum af heimili sínu í Worcester í Massachusetts 13. apríl. AP/WCVB-TV Ungur maður sem er sakaður um að leka leynilegum skjölum bandaríska varnarmálaráðuneytisins er sagður eiga sér sögu um rasisma og ofbeldistal. Saksóknarar segja að hann hafi reynt að hindra rannsókn á lekanum af veikum mætti. Alríkisdómstóll í Massachusetts tekur afstöðu til þess í dag hvort að Jack Teixeira, 21 árs gamall flughermaður, sæti áfram gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á hvort að hann hafi lekið fjölda leynilegra skjala til félaga sinna í samskiptaforritinu Discord, meðal annars um gang stríðsins í Úkraínu. Saksóknarar krefjast þess að Teixeira verði ótímabundið í varðhaldi vegna þess að veruleg hætt sé á að hann reyni að flýja. Hann gæti enn búið yfir upplýsingum sem væru fjandríkjum Bandaríkjanna afar verðmæt. Í greinargerð saksóknaranna fullyrða þeir að Teixeira hafi stungið nefinu ofan í mun fleiri leyniskjöl en fram hefur komið opinberlega. Það ógnaði þjóðaröryggi Bandaríkjanna að sleppa honum, að sögn AP-fréttastofunnar. Dökk mynd er dregin upp af Teixeira í greinargerðinni, að sögn New York Times. Hann var rekinn úr framhaldsskóla vegna ógnvekjandi ummæla hans um eldsprengjur og önnur vopn og hótanir sem tengdust kynþætti árið 2018. Hann hafi leitað á netinu að upplýsingum um fjöldaskotárásir. Þá hafi hann ítrekað rætt um ofbeldi og morð með vinum sínum í Discord-hópnum. Skotvopn og herbúnaður voru við rúmið hans heima hjá foreldrum hans. Þegar Teixeira sótti um skotvopnaleyfi er þessi hegðun hans sögð hafa vakið eftirtekt staðarlögreglunnar. New York Times segir þetta vekja enn frekari spurningar um hvernig Teixeira var treyst fyrir aðgangi að leyniskjölum í gegnum störf sín í herstöð í Massachusetts. Eyðilagði tölvur og bað félaga um að eyða skilaboðum Þegar hringurinn tók að þrengjast í kringum Teixiera reyndi hann í örvæntingu og á klaufalegan hátt að fela spor sín. Þannig sagði hann félögum sínum í Discord-hópnum að eyða öllum skilaboðum. Hann bað einn þeirra um að segja ekki orð við rannsakendur. Eins reyndi Teixeira að eyða sönnunargögnum. Saksóknararnir lögðu fram myndir af spjaldtölvu og Xbox-leikjatölvu sem flughermaðurinn braut í flýti og henti í ruslagám nærri heimili sínu skömmu áður en hann var handtekinn fyrr í þessum mánuði. Vitni sagði yfirvöldum að Teixeira hefði hent síma sínum út um glugga bíls á ferð. Teixeira er ákærður fyrir misferli með leyniskjöl á grundvelli njósnalaga. Saksóknarar segja að hann gæti átt yfir höfði sér tuttugu og fimm ára fangelsisvist og jafnvel mun meira verði hann sakfelldur. Ungi maðurinn hefur ekki tekið afstöðu til sakarefnisins. Bandaríkin Hernaður Tengdar fréttir Byrjaði að leka nánast um leið og innrásin hófst Ungur bandarískur flughermaður sem er sakaður um að misfara með leynilegar hernaðarupplýsingar var byrjaður að leka gögnum fyrr en áður var vitað. Hann er talinn hafa deilt gögnum í spjallhópi með hundruð manna innan við tveimur sólarhringum eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst. 22. apríl 2023 13:15 Stendur frammi fyrir áralangri fangelsisvist fyrir lekann Jack Teixeira, sem grunaður er um að hafa lekið leynilegum upplýsingum á netið, hefur verið ákærður. Ákærurnar eru tvær en önnur þeirra snýr að því að hann hafi náð í leynilegar upplýsingar án heimildar og að hann hafi tekið þær án heimildar. 14. apríl 2023 16:45 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Alríkisdómstóll í Massachusetts tekur afstöðu til þess í dag hvort að Jack Teixeira, 21 árs gamall flughermaður, sæti áfram gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á hvort að hann hafi lekið fjölda leynilegra skjala til félaga sinna í samskiptaforritinu Discord, meðal annars um gang stríðsins í Úkraínu. Saksóknarar krefjast þess að Teixeira verði ótímabundið í varðhaldi vegna þess að veruleg hætt sé á að hann reyni að flýja. Hann gæti enn búið yfir upplýsingum sem væru fjandríkjum Bandaríkjanna afar verðmæt. Í greinargerð saksóknaranna fullyrða þeir að Teixeira hafi stungið nefinu ofan í mun fleiri leyniskjöl en fram hefur komið opinberlega. Það ógnaði þjóðaröryggi Bandaríkjanna að sleppa honum, að sögn AP-fréttastofunnar. Dökk mynd er dregin upp af Teixeira í greinargerðinni, að sögn New York Times. Hann var rekinn úr framhaldsskóla vegna ógnvekjandi ummæla hans um eldsprengjur og önnur vopn og hótanir sem tengdust kynþætti árið 2018. Hann hafi leitað á netinu að upplýsingum um fjöldaskotárásir. Þá hafi hann ítrekað rætt um ofbeldi og morð með vinum sínum í Discord-hópnum. Skotvopn og herbúnaður voru við rúmið hans heima hjá foreldrum hans. Þegar Teixeira sótti um skotvopnaleyfi er þessi hegðun hans sögð hafa vakið eftirtekt staðarlögreglunnar. New York Times segir þetta vekja enn frekari spurningar um hvernig Teixeira var treyst fyrir aðgangi að leyniskjölum í gegnum störf sín í herstöð í Massachusetts. Eyðilagði tölvur og bað félaga um að eyða skilaboðum Þegar hringurinn tók að þrengjast í kringum Teixiera reyndi hann í örvæntingu og á klaufalegan hátt að fela spor sín. Þannig sagði hann félögum sínum í Discord-hópnum að eyða öllum skilaboðum. Hann bað einn þeirra um að segja ekki orð við rannsakendur. Eins reyndi Teixeira að eyða sönnunargögnum. Saksóknararnir lögðu fram myndir af spjaldtölvu og Xbox-leikjatölvu sem flughermaðurinn braut í flýti og henti í ruslagám nærri heimili sínu skömmu áður en hann var handtekinn fyrr í þessum mánuði. Vitni sagði yfirvöldum að Teixeira hefði hent síma sínum út um glugga bíls á ferð. Teixeira er ákærður fyrir misferli með leyniskjöl á grundvelli njósnalaga. Saksóknarar segja að hann gæti átt yfir höfði sér tuttugu og fimm ára fangelsisvist og jafnvel mun meira verði hann sakfelldur. Ungi maðurinn hefur ekki tekið afstöðu til sakarefnisins.
Bandaríkin Hernaður Tengdar fréttir Byrjaði að leka nánast um leið og innrásin hófst Ungur bandarískur flughermaður sem er sakaður um að misfara með leynilegar hernaðarupplýsingar var byrjaður að leka gögnum fyrr en áður var vitað. Hann er talinn hafa deilt gögnum í spjallhópi með hundruð manna innan við tveimur sólarhringum eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst. 22. apríl 2023 13:15 Stendur frammi fyrir áralangri fangelsisvist fyrir lekann Jack Teixeira, sem grunaður er um að hafa lekið leynilegum upplýsingum á netið, hefur verið ákærður. Ákærurnar eru tvær en önnur þeirra snýr að því að hann hafi náð í leynilegar upplýsingar án heimildar og að hann hafi tekið þær án heimildar. 14. apríl 2023 16:45 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Byrjaði að leka nánast um leið og innrásin hófst Ungur bandarískur flughermaður sem er sakaður um að misfara með leynilegar hernaðarupplýsingar var byrjaður að leka gögnum fyrr en áður var vitað. Hann er talinn hafa deilt gögnum í spjallhópi með hundruð manna innan við tveimur sólarhringum eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst. 22. apríl 2023 13:15
Stendur frammi fyrir áralangri fangelsisvist fyrir lekann Jack Teixeira, sem grunaður er um að hafa lekið leynilegum upplýsingum á netið, hefur verið ákærður. Ákærurnar eru tvær en önnur þeirra snýr að því að hann hafi náð í leynilegar upplýsingar án heimildar og að hann hafi tekið þær án heimildar. 14. apríl 2023 16:45