Sýknaður af líkamsárás í jólahlaðborði með vinnunni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. apríl 2023 17:45 Maðurinn var í jólahlaðborði með vinnunni þetta kvöld. Getty Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað karlmann af líkamsárás en hann var ákærður fyrir að hafa veist að öryggisverði á hóteli og kýlt hann í andlitið. Öryggisvörðurinn hlaut mar yfir kinnbeini og vægan heilahristing í kjölfarið. Hin meinta árás gerðist föstudagskvöldið 29. nóvember 2019 inni á hóteli í Reykjavík og er maðurinn sagður hafa ráðist á öryggisvörðinn, þar se hann var við störf, kýlt hann í andlitið vinstra megin í kinnbein og gagnauga. Öryggisvörðurinn fór fram á 600 þúsund krónur í bætur. Samkvæmt dómnum var jólahlaðborð á hótelinu þetta kvöld og maðurinn ásamt vinnufélögum úti á reykingarsvæði þar sem þeir voru að áreita fólk sem þar var. Öryggisverðir hafi meinað mönnunum aðgang aftur inn á hlaðborðið, sem annar þeirra var afar ósáttur með og endaði með atlögunni. Atvikið náðist á upptöku öryggismyndavéla í fordyri hótelsins og segir í lýsingu dómsins að sjá megi hvernig maðurinn „reisti hægri hönd sína á loft og klukkan 23:44 megi sjá að ákærði hélt enn á farsíma í hægri hendi og fór hægri hönd ákærða í vinstri hlið á andliti brotaþola.“ Þá sjáist hvernig líkami öryggisvarðarins fór aftur á bak og lenti á hurðarstafnum. Í skýrslutöku hjá lögreglu sagðist maðurinn ekki muna eftir að hafa kýlt öryggisvörðinn þó þeir hafi vissulega tekist á. Þá var vitni í málinu sem sagðist hafa séð manninn slá í öryggisvörðinn þó hann hafi ekki séð hvar höggið lenti. Dómurinn mat svo að framburður bæði mannsins og öryggisvarðarins hafi verið trúverðugur. Óvíst sé þó hvort hann hafi viljandi barið í öryggisvörðinn eða hvort höggið hafi verið tilviljanakennt, þar sem sjá hafi mátt af upptökum að maðurinn baðaði frá sér höndum. Segir í dómnum að maðurinn verði því að fá að njóta vafans og er sýknaður af ákæru. Reykjavík Dómsmál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Sjá meira
Hin meinta árás gerðist föstudagskvöldið 29. nóvember 2019 inni á hóteli í Reykjavík og er maðurinn sagður hafa ráðist á öryggisvörðinn, þar se hann var við störf, kýlt hann í andlitið vinstra megin í kinnbein og gagnauga. Öryggisvörðurinn fór fram á 600 þúsund krónur í bætur. Samkvæmt dómnum var jólahlaðborð á hótelinu þetta kvöld og maðurinn ásamt vinnufélögum úti á reykingarsvæði þar sem þeir voru að áreita fólk sem þar var. Öryggisverðir hafi meinað mönnunum aðgang aftur inn á hlaðborðið, sem annar þeirra var afar ósáttur með og endaði með atlögunni. Atvikið náðist á upptöku öryggismyndavéla í fordyri hótelsins og segir í lýsingu dómsins að sjá megi hvernig maðurinn „reisti hægri hönd sína á loft og klukkan 23:44 megi sjá að ákærði hélt enn á farsíma í hægri hendi og fór hægri hönd ákærða í vinstri hlið á andliti brotaþola.“ Þá sjáist hvernig líkami öryggisvarðarins fór aftur á bak og lenti á hurðarstafnum. Í skýrslutöku hjá lögreglu sagðist maðurinn ekki muna eftir að hafa kýlt öryggisvörðinn þó þeir hafi vissulega tekist á. Þá var vitni í málinu sem sagðist hafa séð manninn slá í öryggisvörðinn þó hann hafi ekki séð hvar höggið lenti. Dómurinn mat svo að framburður bæði mannsins og öryggisvarðarins hafi verið trúverðugur. Óvíst sé þó hvort hann hafi viljandi barið í öryggisvörðinn eða hvort höggið hafi verið tilviljanakennt, þar sem sjá hafi mátt af upptökum að maðurinn baðaði frá sér höndum. Segir í dómnum að maðurinn verði því að fá að njóta vafans og er sýknaður af ákæru.
Reykjavík Dómsmál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Sjá meira