Þrír dæmdir í lífstíðarfangelsi fyrir morð á tólf ára stúlku Kristinn Haukur Guðnason skrifar 26. apríl 2023 10:08 Mennirnir eru meðlimir klíku sem starfar í suðurhluta Stokkhólms. Klíkuleiðtogi að nafni Maykil Yokhanna og tveir aðrir félagar hans hafa verið dæmdir í lífstíðarfangelsi í Svíþjóð fyrir morð á tólf ára stúlku. Stúlkan var skotin í Norsborg, suður af Stokkhólmi, árið 2020. Árásinni var ekki beint gegn stúlkunni, sem hét Adriana, heldur var þetta uppgjör á milli tveggja glæpagengja. Átti hún sér stað við bensínstöð í ágústmánuði árið 2020. Skotvopn voru notuð í árásinni, þar á meðal hríðskotariffill, og heyrðu nágrannar að minnsta kosti tuttugu skothljóð. Adriana fékk tvö skot í sig og lést í kjölfarið á sjúkrahúsi. „Þetta var árás þar sem hríðskotavopn voru notuð með kærulausum hætti á stað þar sem óbreyttir borgarar voru og einn af þeim lést. Þess vegna getur refsingin ekki verið neitt annað en lífstíðarfangelsi,“ sagði dómsformaðurinn Tore Gissin í fréttatilkynningu með dómnum. Klíkustríð Samkvæmt SVT er Maykil Yokhanna leiðtogi glæpaklíku sem starfar í suðurhluta Stokkhólms. Hann hefur fangelsisdóma á bakinu, meðal annars fyrir vopnalagabrot. Í janúar árið 2020 lenti Yokhanna sjálfur í skotárás óvinaklíku þar sem félagi hans dó og eiginkona særðist. Yokhanna var hins vegar skotmarkið í þeirri árás. Klíka Yokhanna átti í útistöðum við klíku sem starfar í Botkyra, úthverfi Stokkhólms. SVT greinir frá því að hinir tveir sem dæmdir voru fyrir morðið á Adriönu, Benjamin Mahdi og Hassan Mohammad, séu í lægri stöðu í glæpaklíkunni en Yokhanna. Auk þess að vera dæmdir fyrir morðið voru þeir dæmdir fyrir sjö manndrápstilraunir. Svíþjóð Erlend sakamál Tengdar fréttir Tólf ára stúlka skotin til bana í Svíþjóð Lögregla rannsakar nú skotárás sem átti sér stað í Norsborg, suður af Stokkhólmi, í nótt. 2. ágúst 2020 16:14 Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira
Árásinni var ekki beint gegn stúlkunni, sem hét Adriana, heldur var þetta uppgjör á milli tveggja glæpagengja. Átti hún sér stað við bensínstöð í ágústmánuði árið 2020. Skotvopn voru notuð í árásinni, þar á meðal hríðskotariffill, og heyrðu nágrannar að minnsta kosti tuttugu skothljóð. Adriana fékk tvö skot í sig og lést í kjölfarið á sjúkrahúsi. „Þetta var árás þar sem hríðskotavopn voru notuð með kærulausum hætti á stað þar sem óbreyttir borgarar voru og einn af þeim lést. Þess vegna getur refsingin ekki verið neitt annað en lífstíðarfangelsi,“ sagði dómsformaðurinn Tore Gissin í fréttatilkynningu með dómnum. Klíkustríð Samkvæmt SVT er Maykil Yokhanna leiðtogi glæpaklíku sem starfar í suðurhluta Stokkhólms. Hann hefur fangelsisdóma á bakinu, meðal annars fyrir vopnalagabrot. Í janúar árið 2020 lenti Yokhanna sjálfur í skotárás óvinaklíku þar sem félagi hans dó og eiginkona særðist. Yokhanna var hins vegar skotmarkið í þeirri árás. Klíka Yokhanna átti í útistöðum við klíku sem starfar í Botkyra, úthverfi Stokkhólms. SVT greinir frá því að hinir tveir sem dæmdir voru fyrir morðið á Adriönu, Benjamin Mahdi og Hassan Mohammad, séu í lægri stöðu í glæpaklíkunni en Yokhanna. Auk þess að vera dæmdir fyrir morðið voru þeir dæmdir fyrir sjö manndrápstilraunir.
Svíþjóð Erlend sakamál Tengdar fréttir Tólf ára stúlka skotin til bana í Svíþjóð Lögregla rannsakar nú skotárás sem átti sér stað í Norsborg, suður af Stokkhólmi, í nótt. 2. ágúst 2020 16:14 Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira
Tólf ára stúlka skotin til bana í Svíþjóð Lögregla rannsakar nú skotárás sem átti sér stað í Norsborg, suður af Stokkhólmi, í nótt. 2. ágúst 2020 16:14