Biden sækist formlega eftir endurkjöri Kjartan Kjartansson skrifar 25. apríl 2023 10:29 Joe Biden vill vera forseti Bandaríkjanna í fjögur ár til viðbótar. AP/Andrew Harnik Joe Biden Bandaríkjaforseti tilkynnti í morgun að hann sækist formlega eftir endurkjöri í kosningum á næsta ári. Hann biður kjósendur um að gefa honum meiri tíma til að ljúka verkefninu sem hann hóf þegar hann tók við embætti fyrir rúmum tveimur árum. „Ég sagði að við værum í baráttu um sál Bandaríkjanna og við erum það ennþá. Spurning sem við stöndum frammi fyrir er hvort við höfum meira eða minna frelsi á næstu árum. Fleiri réttindi eða færri,“ sagði Biden í þriggja mínútna myndbandi sem hann birti í morgun. Every generation has a moment where they have had to stand up for democracy. To stand up for their fundamental freedoms. I believe this is ours.That s why I m running for reelection as President of the United States. Join us. Let s finish the job. https://t.co/V9Mzpw8Sqy pic.twitter.com/Y4NXR6B8ly— Joe Biden (@JoeBiden) April 25, 2023 Biden er elsti forseti í sögu Bandaríkjanna. Nái hann endurkjöri árið 2024 yrði hann 86 ára gamall við lok seinna kjörtímabils síns. Hann hefur sagt áhyggjur kjósenda Demókrataflokksins af aldri sínum algerlega lögmætar. Hann ræddi aldur sinn þó ekki í framboðsmyndbandinu. AP-fréttastofan segir að framboð Biden ætli að leggja áherslu á afrek hans í embætti. Kórónuveirufaraldurinn setti svip sinn á fyrstu tvö ár hans í embætti en hann hefur komið í gegn nokkrum stórum málum. Þar á meðal er meiriháttar innviðauppbygging sem þingmenn beggja flokka greiddu atkvæði með og umfangsmestu loftslagsaðgerðir sem Bandaríkjastjórn hefur ráðist í. Forsetinn kemst ekki lengra með meiriháttar stefnumál það sem eftir er kjörtímabilinu þar sem repúblikanar fara nú með meirihluta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Á öðru kjörtímabili vill Biden koma í gegn fleiri málum, þar á meðal banni við árásarrifflum, verðlækkun á lyfsseðilsskyldum lyfjum og lögfestingu á rétti til þungunarrofs. Þröng staða í könnunum en óvenjugóður árangur í þingkosningum Biden vann góðan sigur á Donald Trump í forsetakosningunum árið 2020. Hann varð meðal annars fyrsti demókratinn til þess að vinna sigur í Georgíu í 28 ár og í Arizona í 24 ár. Á kjörtímabilinu hefur stuðningur við Biden þó verið sambærilegur við Trump. Um þessar mundir hafa rúm 42 prósent velþóknun á störfum hans en tæp 53 prósent vanþóknun samkvæmt kosningaspásíðunni Five Thirty Eight. Þrátt fyrir það kom Demókrataflokkurinn mun betur út úr þingkosningum á miðju kjörtímabilinu í haust en búist var við. Þekkt lögmál bandarískra stjórnmála er að flokkur forseta tapi í slíkum kosningum, oft stórt. Repúblikanar unnu meirihluta í fulltrúadeildinni en mun þrengri en lengi var útlit fyrir. Demókratar bættu við sig þingmönnum í öldungadeildinni. Margir stjórnmálaskýrendur röktu það til áframhaldandi samsæriskenninga Donalds Trump og bandamanna hans um að stórfelld kosningasvik hefðu kostað hann sigur gegn Biden árið 2020. Stór hluti frambjóðenda repúblikana í þingkosningunum í fyrra hélt slíkum málflutningi á lofti. Bandaríkin Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Sjá meira
„Ég sagði að við værum í baráttu um sál Bandaríkjanna og við erum það ennþá. Spurning sem við stöndum frammi fyrir er hvort við höfum meira eða minna frelsi á næstu árum. Fleiri réttindi eða færri,“ sagði Biden í þriggja mínútna myndbandi sem hann birti í morgun. Every generation has a moment where they have had to stand up for democracy. To stand up for their fundamental freedoms. I believe this is ours.That s why I m running for reelection as President of the United States. Join us. Let s finish the job. https://t.co/V9Mzpw8Sqy pic.twitter.com/Y4NXR6B8ly— Joe Biden (@JoeBiden) April 25, 2023 Biden er elsti forseti í sögu Bandaríkjanna. Nái hann endurkjöri árið 2024 yrði hann 86 ára gamall við lok seinna kjörtímabils síns. Hann hefur sagt áhyggjur kjósenda Demókrataflokksins af aldri sínum algerlega lögmætar. Hann ræddi aldur sinn þó ekki í framboðsmyndbandinu. AP-fréttastofan segir að framboð Biden ætli að leggja áherslu á afrek hans í embætti. Kórónuveirufaraldurinn setti svip sinn á fyrstu tvö ár hans í embætti en hann hefur komið í gegn nokkrum stórum málum. Þar á meðal er meiriháttar innviðauppbygging sem þingmenn beggja flokka greiddu atkvæði með og umfangsmestu loftslagsaðgerðir sem Bandaríkjastjórn hefur ráðist í. Forsetinn kemst ekki lengra með meiriháttar stefnumál það sem eftir er kjörtímabilinu þar sem repúblikanar fara nú með meirihluta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Á öðru kjörtímabili vill Biden koma í gegn fleiri málum, þar á meðal banni við árásarrifflum, verðlækkun á lyfsseðilsskyldum lyfjum og lögfestingu á rétti til þungunarrofs. Þröng staða í könnunum en óvenjugóður árangur í þingkosningum Biden vann góðan sigur á Donald Trump í forsetakosningunum árið 2020. Hann varð meðal annars fyrsti demókratinn til þess að vinna sigur í Georgíu í 28 ár og í Arizona í 24 ár. Á kjörtímabilinu hefur stuðningur við Biden þó verið sambærilegur við Trump. Um þessar mundir hafa rúm 42 prósent velþóknun á störfum hans en tæp 53 prósent vanþóknun samkvæmt kosningaspásíðunni Five Thirty Eight. Þrátt fyrir það kom Demókrataflokkurinn mun betur út úr þingkosningum á miðju kjörtímabilinu í haust en búist var við. Þekkt lögmál bandarískra stjórnmála er að flokkur forseta tapi í slíkum kosningum, oft stórt. Repúblikanar unnu meirihluta í fulltrúadeildinni en mun þrengri en lengi var útlit fyrir. Demókratar bættu við sig þingmönnum í öldungadeildinni. Margir stjórnmálaskýrendur röktu það til áframhaldandi samsæriskenninga Donalds Trump og bandamanna hans um að stórfelld kosningasvik hefðu kostað hann sigur gegn Biden árið 2020. Stór hluti frambjóðenda repúblikana í þingkosningunum í fyrra hélt slíkum málflutningi á lofti.
Bandaríkin Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Sjá meira