Umfjöllun,viðtöl og myndir: Valur - Þór Þ. 75-83 | Þórsarar taka forystuna gegn meisturunum Andri Már Eggertsson skrifar 21. apríl 2023 21:55 Vincent Shahid var eins og svo oft áður stigahæsti maður Þórsara. Vísir/Bára Dröfn Þór frá Þorlákshöfn vann góðan átta stiga sigur gegn ríkjandi Íslandsmeisturum Vals í undanúrslitum Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld, 75-83. Þórsarar eru því komnir með 1-0 forystu í einvíginu. Meistararnir tóku frumkvæðið og gerðu fyrstu sex stigin. Það tók Þór Þorlákshöfn þrjár mínútur að brjóta ísinn en gestirnir komust síðan betur inn í leikinn. Kári Jónsson í traffíkVísir/Bára Dröfn Líkt og í oddaleiknum gegn Haukum hittu Þórsarar illa fyrir utan þriggja stiga línuna. Þórsarar tóku ellefu þriggja stiga skot og hittu aðeins úr einu. Þórsarar tóku átta sóknarfráköst í fyrsta leikhluta og héldu sér inni í leiknum á því. Heimamenn voru fjórum stigum yfir eftir fyrsta leikhluta 20-14. Þórsarar sýndu klærnar í öðrum leikhluta. Gestirnir gerðu fyrstu níu stigin og fyrsta karfa Vals í opnum leik kom eftir fjórar mínútur. Varnarleikur Þórs var afar góður sem setti Val í mikil vandræði. En heimamenn gátu líka sjálfum sér um kennt þar sem þeir fóru illa með góðar stöður. Styrmir Snær gegn Hjállmari og CallumVísir/Bára Dröfn Traustur vinur getur gert kraftaverk og Callum Lawson er eins traustur og menn geta orðið. Callum veit alltaf í hvaða hlutverki Valur þarf á honum að halda. Callum fór á kostum í fyrri hálfleik og gerði 15 stig. Callum Lawson gerði 22 stig í kvöldVísir/Bára Dröfn Davíð Arnar var að hitta afar illa í fyrri hálfleik. Davíð tók sjö þriggja stiga skot og klikkaði úr þeim öllum. Staðan í hálfleik var 40-44. Þór hélt sínu striki og var með yfirhöndina í þriðja leikhluta. Gestirnir þurftu að hafa lítið fyrir stigunum. Valur endaði þriðja leikhluta afar illa og heimamenn gerðu ekki stig í þrjár og hálfa mínútu. Þórsarar voru ellefu stigum yfir þegar haldið var í fjórða leikhluta. Davíð Arnar og Styrmir fagna sigrinumVísir/Bára Dröfn Valur náði ekki að ógna forystu Þórs að neinu ráði. Þórsarar settu niður stór skot þegar Valur reyndi að koma til baka og von Vals varð að engu. Þór vann að lokum átta stiga sigur 75-83. Þórsarar fögnuðu sigri í kvöldVísir/Bára Dröfn Af hverju vann Þór Þorlákshöfn? Varnarleikur Þórs Þorlákshafnar var til fyrirmyndar í kvöld. Spilamennska Þórs Þorlákshafnar í þriðja leikhluta fór langt með sigurinn þar sem Valur gerði aðeins ellefu stig. Val tókst ekki að gera körfu síðustu þrjár og hálfa mínútuna og Þór var með ellefu stiga forskot fyrir fjórða leikhluta. Hverjir stóðu upp úr? Styrmir Snær Þrastarson spilaði afar vel í kvöld. Styrmir kom aftur inn í liðið eftir að hafa misst af tveimur leikjum vegna höfuðmeiðsla. Styrmir gerði 18 stig, tók 5 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Jordan Semple gerði 13 stig, tók 9 fráköst og var með 22 framlagspunkta. Semple spilaði einnig afar góða vörn. Hvað gekk illa? Líkt og gegn Stjörnunni byrjar Valur einvígið á að tapa fyrsta leik. Valur spilaði án Kristófer Acox og liðið fann mikið fyrir því. Þór Þorlákshöfn var einnig án Pablo Hernandez en það hafði ekki eins mikil áhrif á Þór. Kári Jónsson tapaði sjö boltum í kvöld sem var allt of mikið. Hvað gerist næst? Liðin mætast næst í Þorlákshöfn á mánudaginn klukkan 19:15. „Sama rotna frammistaðan og í fyrsta leik gegn Stjörnunni“ Finnur Freyr Stefánsson á hliðarlínunni í dagVísir/Bára Dröfn „Þetta var sama rotna frammistaðan og í fyrsta leik gegn Stjörnunni. Við töluðum um lítið annað en að mæta klárir. Við vorum að hlaupa út um allt og varnarlega gerðum við of mikið af mistökum.“ Valur var fjórum stigum undir í hálfleik. Þór var að taka mikið af sóknarfráköstum sem gerði Val erfitt fyrir. „Þeir voru að klikka á fullt af opnum skotum og það voru ekki við sem vorum að spila góða vörn. Sóknarlega kom smá kafli sem við hreyfðum boltann vel en annars voru þetta bara einstaklingsframtök.“ Finnur Freyr hrósaði varnarleik Þórs Þorlákshafnar. „Maður er alltaf fljótur að horfa á sjálfan sig. Þórsarar gerður vel þar sem þeir voru grimmir og skipulagðir. Margt af þessu var lélegt hjá okkur en einnig var margt af þessu gott hjá þeim,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson að lokum. Subway-deild karla Valur Þór Þorlákshöfn
Þór frá Þorlákshöfn vann góðan átta stiga sigur gegn ríkjandi Íslandsmeisturum Vals í undanúrslitum Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld, 75-83. Þórsarar eru því komnir með 1-0 forystu í einvíginu. Meistararnir tóku frumkvæðið og gerðu fyrstu sex stigin. Það tók Þór Þorlákshöfn þrjár mínútur að brjóta ísinn en gestirnir komust síðan betur inn í leikinn. Kári Jónsson í traffíkVísir/Bára Dröfn Líkt og í oddaleiknum gegn Haukum hittu Þórsarar illa fyrir utan þriggja stiga línuna. Þórsarar tóku ellefu þriggja stiga skot og hittu aðeins úr einu. Þórsarar tóku átta sóknarfráköst í fyrsta leikhluta og héldu sér inni í leiknum á því. Heimamenn voru fjórum stigum yfir eftir fyrsta leikhluta 20-14. Þórsarar sýndu klærnar í öðrum leikhluta. Gestirnir gerðu fyrstu níu stigin og fyrsta karfa Vals í opnum leik kom eftir fjórar mínútur. Varnarleikur Þórs var afar góður sem setti Val í mikil vandræði. En heimamenn gátu líka sjálfum sér um kennt þar sem þeir fóru illa með góðar stöður. Styrmir Snær gegn Hjállmari og CallumVísir/Bára Dröfn Traustur vinur getur gert kraftaverk og Callum Lawson er eins traustur og menn geta orðið. Callum veit alltaf í hvaða hlutverki Valur þarf á honum að halda. Callum fór á kostum í fyrri hálfleik og gerði 15 stig. Callum Lawson gerði 22 stig í kvöldVísir/Bára Dröfn Davíð Arnar var að hitta afar illa í fyrri hálfleik. Davíð tók sjö þriggja stiga skot og klikkaði úr þeim öllum. Staðan í hálfleik var 40-44. Þór hélt sínu striki og var með yfirhöndina í þriðja leikhluta. Gestirnir þurftu að hafa lítið fyrir stigunum. Valur endaði þriðja leikhluta afar illa og heimamenn gerðu ekki stig í þrjár og hálfa mínútu. Þórsarar voru ellefu stigum yfir þegar haldið var í fjórða leikhluta. Davíð Arnar og Styrmir fagna sigrinumVísir/Bára Dröfn Valur náði ekki að ógna forystu Þórs að neinu ráði. Þórsarar settu niður stór skot þegar Valur reyndi að koma til baka og von Vals varð að engu. Þór vann að lokum átta stiga sigur 75-83. Þórsarar fögnuðu sigri í kvöldVísir/Bára Dröfn Af hverju vann Þór Þorlákshöfn? Varnarleikur Þórs Þorlákshafnar var til fyrirmyndar í kvöld. Spilamennska Þórs Þorlákshafnar í þriðja leikhluta fór langt með sigurinn þar sem Valur gerði aðeins ellefu stig. Val tókst ekki að gera körfu síðustu þrjár og hálfa mínútuna og Þór var með ellefu stiga forskot fyrir fjórða leikhluta. Hverjir stóðu upp úr? Styrmir Snær Þrastarson spilaði afar vel í kvöld. Styrmir kom aftur inn í liðið eftir að hafa misst af tveimur leikjum vegna höfuðmeiðsla. Styrmir gerði 18 stig, tók 5 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Jordan Semple gerði 13 stig, tók 9 fráköst og var með 22 framlagspunkta. Semple spilaði einnig afar góða vörn. Hvað gekk illa? Líkt og gegn Stjörnunni byrjar Valur einvígið á að tapa fyrsta leik. Valur spilaði án Kristófer Acox og liðið fann mikið fyrir því. Þór Þorlákshöfn var einnig án Pablo Hernandez en það hafði ekki eins mikil áhrif á Þór. Kári Jónsson tapaði sjö boltum í kvöld sem var allt of mikið. Hvað gerist næst? Liðin mætast næst í Þorlákshöfn á mánudaginn klukkan 19:15. „Sama rotna frammistaðan og í fyrsta leik gegn Stjörnunni“ Finnur Freyr Stefánsson á hliðarlínunni í dagVísir/Bára Dröfn „Þetta var sama rotna frammistaðan og í fyrsta leik gegn Stjörnunni. Við töluðum um lítið annað en að mæta klárir. Við vorum að hlaupa út um allt og varnarlega gerðum við of mikið af mistökum.“ Valur var fjórum stigum undir í hálfleik. Þór var að taka mikið af sóknarfráköstum sem gerði Val erfitt fyrir. „Þeir voru að klikka á fullt af opnum skotum og það voru ekki við sem vorum að spila góða vörn. Sóknarlega kom smá kafli sem við hreyfðum boltann vel en annars voru þetta bara einstaklingsframtök.“ Finnur Freyr hrósaði varnarleik Þórs Þorlákshafnar. „Maður er alltaf fljótur að horfa á sjálfan sig. Þórsarar gerður vel þar sem þeir voru grimmir og skipulagðir. Margt af þessu var lélegt hjá okkur en einnig var margt af þessu gott hjá þeim,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson að lokum.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti