Meistarar Golden State Warriors voru í tómu tjóni gegn Sacramento Kings en fyrir leik næturinnar voru Kóngarnir 2-0 yfir í einvíginu. Það breyttist í nótt þegar Stephen Curry leiddi sína menn til sigurs, lokatölur 114-97.
Curry skoraði 36 stig, tók 6 fráköst og gaf 3 stoðsendingar. Þar á eftir kom Andrew Wiggins með 20 stig, 7 fráköst og 3 stoðsendingar. Hjá Kings var De‘Aaron Fox með 26 stig, 9 stoðsendingar og jafn mörg fráköst.
Steph Curry was spectacular in the Game 3 win! The @warriors can now tie the series at 2-2 in Game 4
— NBA (@NBA) April 21, 2023
36 PTS
6 REB
6 3PM
SAC/GSW Game 4: Sunday, 3:30pm/et on ABC pic.twitter.com/Tz42qqcEZw
Sólirnar voru í sama pakka gegn Los Angeles Clippers. Staðan var 2-0 í einvíginu en Suns vann gríðarlega mikilvægan sigur í nótt gegn löskuðu Clippers-liði sem vantaði bæði Kawhi Leonard og Paul George, lokatölur 129-124.
Devin Booker fór mikinn í liði Suns en hann endaði með 45 stig, 6 fráköst og 3 stoðsendingar. Kevin Durant skilaði 28 stigum, 6 fráköstum og 5 stoðsendingum. Hjá Clippers var Norman Powell með 42 stig á meðan Russell Westbrook skoraði 30 stig, gaf 12 stoðsendingar og tók 8 fráköst.
Devin Booker followed his 38-point Game 2 with 45 MORE in Game 3
— NBA (@NBA) April 21, 2023
45 PTS, 6 REB, 3 STL, 18-29 FGM@Suns now lead 2-1 in Round 1... Game 4 of PHX/LAC is Saturday, 3:30 PM ET on TNT. pic.twitter.com/fz6Imhe1dC
76ers er komið 3-0 yfir gegn Brooklyn Nets eftir enn einn sigurinn í nótt, lokatölur 102-97. Tyrese Maxey var stigahæstur í liði 76ers með 25 stig á meðan Mikal Bridges skoraði 26 í liði Nets.