Kane og Mourinho á óskalista PSG Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. apríl 2023 09:30 Gætu þessir tveir verið á leið til Parísar? EPA-EFE/Lynne Cameron Það stefnir í töluverðar breytingar hjá Frakklandsmeisturum París Saint-Germain í sumar. Lionel Messi er talinn vera á leið heim til Katalóníu en í hans stað vilja forráðamenn PSG fá enska framherjann Harry Kane. Þá er talið að José Mourinho gæti verið næsti þjálfari liðsins. Líkt og svo oft áður er París Saint-Germain í tilvistarkreppu. Draumar eigenda liðsins um að vinna Meistaradeild Evrópu eru enn aðeins draumar en liðið er hvergi sjáanlegt í 8-liða úrslitum keppninnar. Fyrir núverandi tímabil var ákveðið að það yrði minna um glamúr og meira um heilsteyptar frammistöður. Sú varð ekki raunin. Nú virðist sem Lionel Messi, ofurstjarnan sem PSG lagði allt kapp á að fá í sínar raðir, sé á leið frá félaginu eftir tveggja ára dvöl. Hvað verður svo um Kylian Mbappé veit enginn en eitt er þó ljóst, forráðamenn PSG vilja fá Harry Kane til að leiða framlínuna. Framherjinn mun aðeins eiga eitt ár eftir af samningi sínum hjá Tottenam Hotspur þegar félagaskiptaglugginn opnar í sumar og stefnir PSG á að lokka hann yfir Ermasundið og til Frakklands. Hvort það takist er svo annað mál en Kane á enn eftir að vinna titil á ferli sínum og það er í raun gefið að hjá PSG muni hann að lágmarki verða Frakklandsmeistari einu sinni. Þrátt fyrir að Tottenham hafi ekki átt sitt besta tímabil hefur Kane skorað 23 mörk í 31 deildarleik en hann skoraði þó aðeins 1 mark í 8 leikjum í Meistaradeildinni. Einnig er talið að tími hins 56 ára gamla Christopher Galtier sem þjálfara PSG sé liðinn. Hann tók við liðinu á síðasta ári en árangurinn er ekki talinn nægilega góður að mati forráðamanna liðsins. Renna þeir hýru auga til José Mourinho sem hefur gert kraftaverk með Roma á Ítalíu. Einnig er árangur José í Evrópu óumdeilanlegur þó það sé langt síðan hann vann Meistaradeildina. What if Jose's still got it, never lost it? Piece on Mourinho's stock rising again and why he'll have options in the summer https://t.co/CjLrnB4AYt— James Horncastle (@JamesHorncastle) April 18, 2023 Ofan á það þá virðast hann og Kane ná vel saman. Hver veit nema PSG leggi allt í sölurnar til að fá þá félaga í pakkadíl þegar félagaskiptaglugginn opnar. Fótbolti Franski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Fleiri fréttir Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Sjá meira
Líkt og svo oft áður er París Saint-Germain í tilvistarkreppu. Draumar eigenda liðsins um að vinna Meistaradeild Evrópu eru enn aðeins draumar en liðið er hvergi sjáanlegt í 8-liða úrslitum keppninnar. Fyrir núverandi tímabil var ákveðið að það yrði minna um glamúr og meira um heilsteyptar frammistöður. Sú varð ekki raunin. Nú virðist sem Lionel Messi, ofurstjarnan sem PSG lagði allt kapp á að fá í sínar raðir, sé á leið frá félaginu eftir tveggja ára dvöl. Hvað verður svo um Kylian Mbappé veit enginn en eitt er þó ljóst, forráðamenn PSG vilja fá Harry Kane til að leiða framlínuna. Framherjinn mun aðeins eiga eitt ár eftir af samningi sínum hjá Tottenam Hotspur þegar félagaskiptaglugginn opnar í sumar og stefnir PSG á að lokka hann yfir Ermasundið og til Frakklands. Hvort það takist er svo annað mál en Kane á enn eftir að vinna titil á ferli sínum og það er í raun gefið að hjá PSG muni hann að lágmarki verða Frakklandsmeistari einu sinni. Þrátt fyrir að Tottenham hafi ekki átt sitt besta tímabil hefur Kane skorað 23 mörk í 31 deildarleik en hann skoraði þó aðeins 1 mark í 8 leikjum í Meistaradeildinni. Einnig er talið að tími hins 56 ára gamla Christopher Galtier sem þjálfara PSG sé liðinn. Hann tók við liðinu á síðasta ári en árangurinn er ekki talinn nægilega góður að mati forráðamanna liðsins. Renna þeir hýru auga til José Mourinho sem hefur gert kraftaverk með Roma á Ítalíu. Einnig er árangur José í Evrópu óumdeilanlegur þó það sé langt síðan hann vann Meistaradeildina. What if Jose's still got it, never lost it? Piece on Mourinho's stock rising again and why he'll have options in the summer https://t.co/CjLrnB4AYt— James Horncastle (@JamesHorncastle) April 18, 2023 Ofan á það þá virðast hann og Kane ná vel saman. Hver veit nema PSG leggi allt í sölurnar til að fá þá félaga í pakkadíl þegar félagaskiptaglugginn opnar.
Fótbolti Franski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Fleiri fréttir Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Sjá meira