„Haukar tóku fleiri brauðmola en við nýttum færin okkar betur“ Andri Már Eggertsson skrifar 17. apríl 2023 22:00 Lárus Jónsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar, fagnaði sigri í Ólafssal Vísir/Bára Dröfn Þór Þorlákshöfn vann tveggja stiga sigur á Haukum í Ólafssal 93-95 og tryggði sér farseðilinn í undanúrslit. Lárus Jónsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar, var afar ánægður með sigur í oddaleik. „Við töluðum um að brauðmolarnir myndu ráða úrslitum. Haukar tóku fleiri brauðmola en við nýttum færin okkar betur. Vincent Shahid var frábær og ég var ánægður með hvernig við spiluðum. Þegar við vorum undir þá náðum við að drepa augnablikið hjá þeim,“ sagði Lárus Jónsson og hélt áfram að hrósa leikmönnum Þórs Þorlákshafnar. „Emil [Karel Einarsson] var frábær á tímabili þar sem hann setti góða þrista. Mér fannst Tómas Valur [Þrastarson] stíga vel upp. Mér fannst strákarnir vera yfirvegaðir og voru ekki að einbeita sér að hlutum sem skiptu ekki máli.“ „Mér fannst augnablikið sem vann leikinn vera þegar Tómas Valur varði skot frá Hilmari [Smára Henningssyni] og þá hugsaði ég að við ættum góðan möguleika á að fara áfram í undanúrslitin.“ Lárus Jónsson hrósaði Haukum og þakkaði þeim fyrir gott einvígi. „Ég vil þakka Haukum kærlega fyrir frábært einvígi og þetta var frábært ár hjá þeim. Þeir voru ótrúlega góðir og Máté Dalmay klárlega þjálfari ársins. Hann kom með mikið nýtt sóknarlega sem maður hefur ekki séð áður og það var gaman að fá ferskan þjálfara inn í deildina.“ Þór Þorlákshöfn byrjaði leikinn afar illa og Lárus viðurkenndi að Þórsarar hafi verið stressaðir. „Við settum leikinn þannig upp að við ætluðum ekki að sjá eftir neinu. Við ætluðum að gefa allt í leikinn og berjast til síðasta blóðdropa og tilfinningin hvort sem við hefðum unnið eða tapað þá myndum við labba út sem sigurvegar.“ Lárus var spenntur fyrir undanúrslitunum þar sem Valur og Þór Þorlákshöfn mætast annað tímabilið í röð. „Þetta eru sömu undanúrslitin og í fyrra. Við erum að mæta Val sem er handhafi allra bikaranna og það verður verðugt verkefni. Í deildinni unnum við og töpuðum einum leik gegn Val þannig þetta eru jöfn lið að mætast,“ Þór Þorlákshöfn Subway-deild karla Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Fleiri fréttir Blóðugt tap gegn Börsungum Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna „Finnst ekki ólíklegt að hann geri það“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Dagskráin í dag: Enski, þýski og NFL eiga sviðið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Sjá meira
„Við töluðum um að brauðmolarnir myndu ráða úrslitum. Haukar tóku fleiri brauðmola en við nýttum færin okkar betur. Vincent Shahid var frábær og ég var ánægður með hvernig við spiluðum. Þegar við vorum undir þá náðum við að drepa augnablikið hjá þeim,“ sagði Lárus Jónsson og hélt áfram að hrósa leikmönnum Þórs Þorlákshafnar. „Emil [Karel Einarsson] var frábær á tímabili þar sem hann setti góða þrista. Mér fannst Tómas Valur [Þrastarson] stíga vel upp. Mér fannst strákarnir vera yfirvegaðir og voru ekki að einbeita sér að hlutum sem skiptu ekki máli.“ „Mér fannst augnablikið sem vann leikinn vera þegar Tómas Valur varði skot frá Hilmari [Smára Henningssyni] og þá hugsaði ég að við ættum góðan möguleika á að fara áfram í undanúrslitin.“ Lárus Jónsson hrósaði Haukum og þakkaði þeim fyrir gott einvígi. „Ég vil þakka Haukum kærlega fyrir frábært einvígi og þetta var frábært ár hjá þeim. Þeir voru ótrúlega góðir og Máté Dalmay klárlega þjálfari ársins. Hann kom með mikið nýtt sóknarlega sem maður hefur ekki séð áður og það var gaman að fá ferskan þjálfara inn í deildina.“ Þór Þorlákshöfn byrjaði leikinn afar illa og Lárus viðurkenndi að Þórsarar hafi verið stressaðir. „Við settum leikinn þannig upp að við ætluðum ekki að sjá eftir neinu. Við ætluðum að gefa allt í leikinn og berjast til síðasta blóðdropa og tilfinningin hvort sem við hefðum unnið eða tapað þá myndum við labba út sem sigurvegar.“ Lárus var spenntur fyrir undanúrslitunum þar sem Valur og Þór Þorlákshöfn mætast annað tímabilið í röð. „Þetta eru sömu undanúrslitin og í fyrra. Við erum að mæta Val sem er handhafi allra bikaranna og það verður verðugt verkefni. Í deildinni unnum við og töpuðum einum leik gegn Val þannig þetta eru jöfn lið að mætast,“
Þór Þorlákshöfn Subway-deild karla Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Fleiri fréttir Blóðugt tap gegn Börsungum Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna „Finnst ekki ólíklegt að hann geri það“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Dagskráin í dag: Enski, þýski og NFL eiga sviðið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Sjá meira