Myndband: Björk notaði meira en 800 dróna á Coachella Kristinn Haukur Guðnason skrifar 17. apríl 2023 16:27 864 drónar flögruðu fyrir ofan sviðið í litadýrð við tónlist Bjarkar. Santiago Felipe Tónlistarkonan Björk kom fram á tónlistarhátíðinni Coachella í Kaliforníufylki í gærkvöldi og heillaði fólk eins og hún á að sér. Vakti það mikla athygli að Björk notaði meira en 800 dróna til að lýsa upp himininn fyrir ofan sviðið. Björk var eitt af aðalnúmerum gærdagsins á hátíðinni ásamt tónlistarmönnum á borð við Frank Ocean, Chris Lake og Kali Uchis. En hátíðin er haldin í eyðimerkurbænum Indio, austan við Los Angeles og San Diego. Var þetta í þriðja skiptið sem Björk kemur fram á Coachella, en 16 ár eru síðan síðast. Flutti Björk lög frá öllum ferlinum við undirleik sinfóníuhljómsveitar og mikinn fögnuð áhorfenda. Meðal annars tók hún lögin Isobel, I´ve Seen it All, Hunter og Jóga. . @bjork, Orchestra, Drones & @coachella 2023 pic.twitter.com/mtVnkgAJ4K— Adib Hidayat (@AdibHidayat) April 17, 2023 Á meðan flögruðu drónarnir yfir sviðinu og skiptu um liti eftir hrynjanda tónlistarinnar. Var það mikið sjónarspil. 864 drónar Tilkynnti Björk það á sviðinu að drónafyrirtækið Studio Drift hefði verið í samstarfi við hana um sýninguna. „Ég vildi deila með ykkur því að ég er mjög spennt að hafa 864 dróna með mér í kvöld,“ sagði Björk samkvæmt tónlistartímaritinu NME. En Björk hefur alla tíð lagt mikla áherslu á sjónræna hluta tónleikahaldsins. Seinna á árinu mun Björk túra um Evrópu með sýninguna sína Cornucopia. Þar á meðal í Laugardalshöll dagana 7., 10. og 13. júní. Björk Bandaríkin Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Björk tilkynnir tónleikaröð í Reykjavík: Stærsta sýningin hingað til Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir var að tilkynna tónleikaröð hérlendis í júní en hún mun halda þrenna tónleika í Laugardalshöll. 7. febrúar 2023 11:31 Mest lesið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið 50+: Það sem fólk sér helst eftir á dánarbeðinum Áskorun Kemur út sem pankynhneigð Lífið Langömmulán hjá Eddu Björgvins Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Nýju fötin forsetans Lífið Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári Lífið Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Lífið Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Björk var eitt af aðalnúmerum gærdagsins á hátíðinni ásamt tónlistarmönnum á borð við Frank Ocean, Chris Lake og Kali Uchis. En hátíðin er haldin í eyðimerkurbænum Indio, austan við Los Angeles og San Diego. Var þetta í þriðja skiptið sem Björk kemur fram á Coachella, en 16 ár eru síðan síðast. Flutti Björk lög frá öllum ferlinum við undirleik sinfóníuhljómsveitar og mikinn fögnuð áhorfenda. Meðal annars tók hún lögin Isobel, I´ve Seen it All, Hunter og Jóga. . @bjork, Orchestra, Drones & @coachella 2023 pic.twitter.com/mtVnkgAJ4K— Adib Hidayat (@AdibHidayat) April 17, 2023 Á meðan flögruðu drónarnir yfir sviðinu og skiptu um liti eftir hrynjanda tónlistarinnar. Var það mikið sjónarspil. 864 drónar Tilkynnti Björk það á sviðinu að drónafyrirtækið Studio Drift hefði verið í samstarfi við hana um sýninguna. „Ég vildi deila með ykkur því að ég er mjög spennt að hafa 864 dróna með mér í kvöld,“ sagði Björk samkvæmt tónlistartímaritinu NME. En Björk hefur alla tíð lagt mikla áherslu á sjónræna hluta tónleikahaldsins. Seinna á árinu mun Björk túra um Evrópu með sýninguna sína Cornucopia. Þar á meðal í Laugardalshöll dagana 7., 10. og 13. júní.
Björk Bandaríkin Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Björk tilkynnir tónleikaröð í Reykjavík: Stærsta sýningin hingað til Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir var að tilkynna tónleikaröð hérlendis í júní en hún mun halda þrenna tónleika í Laugardalshöll. 7. febrúar 2023 11:31 Mest lesið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið 50+: Það sem fólk sér helst eftir á dánarbeðinum Áskorun Kemur út sem pankynhneigð Lífið Langömmulán hjá Eddu Björgvins Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Nýju fötin forsetans Lífið Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári Lífið Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Lífið Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Björk tilkynnir tónleikaröð í Reykjavík: Stærsta sýningin hingað til Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir var að tilkynna tónleikaröð hérlendis í júní en hún mun halda þrenna tónleika í Laugardalshöll. 7. febrúar 2023 11:31
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning