Myndband: Björk notaði meira en 800 dróna á Coachella Kristinn Haukur Guðnason skrifar 17. apríl 2023 16:27 864 drónar flögruðu fyrir ofan sviðið í litadýrð við tónlist Bjarkar. Santiago Felipe Tónlistarkonan Björk kom fram á tónlistarhátíðinni Coachella í Kaliforníufylki í gærkvöldi og heillaði fólk eins og hún á að sér. Vakti það mikla athygli að Björk notaði meira en 800 dróna til að lýsa upp himininn fyrir ofan sviðið. Björk var eitt af aðalnúmerum gærdagsins á hátíðinni ásamt tónlistarmönnum á borð við Frank Ocean, Chris Lake og Kali Uchis. En hátíðin er haldin í eyðimerkurbænum Indio, austan við Los Angeles og San Diego. Var þetta í þriðja skiptið sem Björk kemur fram á Coachella, en 16 ár eru síðan síðast. Flutti Björk lög frá öllum ferlinum við undirleik sinfóníuhljómsveitar og mikinn fögnuð áhorfenda. Meðal annars tók hún lögin Isobel, I´ve Seen it All, Hunter og Jóga. . @bjork, Orchestra, Drones & @coachella 2023 pic.twitter.com/mtVnkgAJ4K— Adib Hidayat (@AdibHidayat) April 17, 2023 Á meðan flögruðu drónarnir yfir sviðinu og skiptu um liti eftir hrynjanda tónlistarinnar. Var það mikið sjónarspil. 864 drónar Tilkynnti Björk það á sviðinu að drónafyrirtækið Studio Drift hefði verið í samstarfi við hana um sýninguna. „Ég vildi deila með ykkur því að ég er mjög spennt að hafa 864 dróna með mér í kvöld,“ sagði Björk samkvæmt tónlistartímaritinu NME. En Björk hefur alla tíð lagt mikla áherslu á sjónræna hluta tónleikahaldsins. Seinna á árinu mun Björk túra um Evrópu með sýninguna sína Cornucopia. Þar á meðal í Laugardalshöll dagana 7., 10. og 13. júní. Björk Bandaríkin Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Björk tilkynnir tónleikaröð í Reykjavík: Stærsta sýningin hingað til Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir var að tilkynna tónleikaröð hérlendis í júní en hún mun halda þrenna tónleika í Laugardalshöll. 7. febrúar 2023 11:31 Mest lesið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið „Ég vissi ég væri að ekki fara að skila honum“ Makamál Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Björk var eitt af aðalnúmerum gærdagsins á hátíðinni ásamt tónlistarmönnum á borð við Frank Ocean, Chris Lake og Kali Uchis. En hátíðin er haldin í eyðimerkurbænum Indio, austan við Los Angeles og San Diego. Var þetta í þriðja skiptið sem Björk kemur fram á Coachella, en 16 ár eru síðan síðast. Flutti Björk lög frá öllum ferlinum við undirleik sinfóníuhljómsveitar og mikinn fögnuð áhorfenda. Meðal annars tók hún lögin Isobel, I´ve Seen it All, Hunter og Jóga. . @bjork, Orchestra, Drones & @coachella 2023 pic.twitter.com/mtVnkgAJ4K— Adib Hidayat (@AdibHidayat) April 17, 2023 Á meðan flögruðu drónarnir yfir sviðinu og skiptu um liti eftir hrynjanda tónlistarinnar. Var það mikið sjónarspil. 864 drónar Tilkynnti Björk það á sviðinu að drónafyrirtækið Studio Drift hefði verið í samstarfi við hana um sýninguna. „Ég vildi deila með ykkur því að ég er mjög spennt að hafa 864 dróna með mér í kvöld,“ sagði Björk samkvæmt tónlistartímaritinu NME. En Björk hefur alla tíð lagt mikla áherslu á sjónræna hluta tónleikahaldsins. Seinna á árinu mun Björk túra um Evrópu með sýninguna sína Cornucopia. Þar á meðal í Laugardalshöll dagana 7., 10. og 13. júní.
Björk Bandaríkin Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Björk tilkynnir tónleikaröð í Reykjavík: Stærsta sýningin hingað til Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir var að tilkynna tónleikaröð hérlendis í júní en hún mun halda þrenna tónleika í Laugardalshöll. 7. febrúar 2023 11:31 Mest lesið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið „Ég vissi ég væri að ekki fara að skila honum“ Makamál Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Björk tilkynnir tónleikaröð í Reykjavík: Stærsta sýningin hingað til Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir var að tilkynna tónleikaröð hérlendis í júní en hún mun halda þrenna tónleika í Laugardalshöll. 7. febrúar 2023 11:31