Allt undir í Ólafssal í kvöld: „Vil frekar að menn prjóni yfir sig“ Sindri Sverrisson skrifar 17. apríl 2023 15:00 Það kemur mikið til með að mæða á Hilmari Smára Henningssyni í kvöld. vísir/Diego Það ræðst í kvöld hvort lið Hauka eða Þórs úr Þorlákshöfn fer í sumarfrí og um leið verður ljóst hvaða lið mætast í undanúrslitum Subway-deildar karla í körfubolta. Máté Dalmay, þjálfari Hauka, vill frekar að sínir menn „prjóni aðeins yfir sig“ en að þeir mæti til leiks eins og í Þorlákshöfn á laugardaginn. Valur, Njarðvík og Tindastóll bíða spennt eftir úrslitum kvöldsins því þau ráða því hvaða lið mætast í undanúrslitum. Ef að Haukar vinna í kvöld mætast Valur og Tindastóll, og Njarðvík og Haukar. Ef að hins vegar Þórsarar komast í undanúrslitin þá mæta þeir deildarmeisturum Vals en Njarðvík og Tindastóll mætast þá í hinu einvíginu. Eftir 94-82 sigur Þórs gegn Haukum á laugardag er allt undir í kvöld og Máté var spurður að því í hádegisfréttum Bylgjunnar hvernig spennustigið væri hjá hans mönnum. Hann var þá á leið á hádegisæfingu með sitt lið. „Blautir draumar“ um að báðir verði með „Við reynum að stilla spennustigið einhvern veginn þannig að menn séu „on it“ en ekki að prjóna yfir sig. Þetta snýst ekki alveg um spennustigið en við þurfum að vera með hörkuna í lagi miðað við síðasta leik. Þá vil ég frekar að menn séu aðeins að prjóna yfir sig frekar en hitt,“ sagði Máté. Norbertas Giga og Darwin Davis meiddust báðir í fyrsta leik einvígisins en Giga gat spilað í Þorlákshöfn á laugardaginn og mögulegt er að báðir verði með í kvöld: „Ég ætla ekki að segja að ég geri ráð fyrir því en ég er með blauta drauma um það,“ sagði Máté léttur í bragði en viðurkenndi að staðan væri ekkert frábær: „Við erum eiginlega á sama stað og á leikdag fyrir tveimur dögum, og stóri karlinn svo sem kominn á sama stað eftir síðasta leik. Það er bara hádegisæfing hjá okkur og svo til sjúkraþjálfara, og við reynum að tjasla mönnum saman fyrir kvöldið,“ sagði Máté en viðtalið var tekið í morgun. Leikur Hauka og Þórs hefst klukkan 19.15 og er sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Útsendingin hefst hálftíma fyrir leik. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Subway-deild karla Haukar Þór Þorlákshöfn Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Körfubolti Fleiri fréttir Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið Sjá meira
Valur, Njarðvík og Tindastóll bíða spennt eftir úrslitum kvöldsins því þau ráða því hvaða lið mætast í undanúrslitum. Ef að Haukar vinna í kvöld mætast Valur og Tindastóll, og Njarðvík og Haukar. Ef að hins vegar Þórsarar komast í undanúrslitin þá mæta þeir deildarmeisturum Vals en Njarðvík og Tindastóll mætast þá í hinu einvíginu. Eftir 94-82 sigur Þórs gegn Haukum á laugardag er allt undir í kvöld og Máté var spurður að því í hádegisfréttum Bylgjunnar hvernig spennustigið væri hjá hans mönnum. Hann var þá á leið á hádegisæfingu með sitt lið. „Blautir draumar“ um að báðir verði með „Við reynum að stilla spennustigið einhvern veginn þannig að menn séu „on it“ en ekki að prjóna yfir sig. Þetta snýst ekki alveg um spennustigið en við þurfum að vera með hörkuna í lagi miðað við síðasta leik. Þá vil ég frekar að menn séu aðeins að prjóna yfir sig frekar en hitt,“ sagði Máté. Norbertas Giga og Darwin Davis meiddust báðir í fyrsta leik einvígisins en Giga gat spilað í Þorlákshöfn á laugardaginn og mögulegt er að báðir verði með í kvöld: „Ég ætla ekki að segja að ég geri ráð fyrir því en ég er með blauta drauma um það,“ sagði Máté léttur í bragði en viðurkenndi að staðan væri ekkert frábær: „Við erum eiginlega á sama stað og á leikdag fyrir tveimur dögum, og stóri karlinn svo sem kominn á sama stað eftir síðasta leik. Það er bara hádegisæfing hjá okkur og svo til sjúkraþjálfara, og við reynum að tjasla mönnum saman fyrir kvöldið,“ sagði Máté en viðtalið var tekið í morgun. Leikur Hauka og Þórs hefst klukkan 19.15 og er sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Útsendingin hefst hálftíma fyrir leik. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Subway-deild karla Haukar Þór Þorlákshöfn Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Körfubolti Fleiri fréttir Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið Sjá meira