Píku-unaður felur í sér fimm skref í átt að betri og ógleymanlegum munnmökum. Skrefin eru eftirfarandi.
1. Byrjaðu hægt og rólega
„Þegar þér finnst þú vera að strjúka eða sleikja hægt, prófaðu að gera enn hægar.“
2. Veittu öllum líkamanum athygli
„Hverri píku fylgir heill líkami sem geymir marga næma staði. Leyfðu höndunum þínum að uppgötva þessa staði og veita þeim athygli og ánægju. Nuddaðu innri læri, brjóstin, hálsinn og fleiri staði.“
3. Samskipti
„Samskipti eru alltaf lykillinn að góðu kynlífi. Taktu stöðuna af og til, og spurðu: Er þetta gott? Viltu að ég geri x? Hvað myndi gera þetta enn betra?“
4. Blíðar en þéttar strokur
„Mjúkar hægar og blíðar snertingar og strokur um píkuna. Hristu reglulega upp í taktinum en staldraðu við þegar þú sérð að það sem þú ert að gera er að virka vel.“
5. Geymdu snípinn þar til síðast
„Vertu viss um að píkan sé vel blaut áður en þú gælir við snípinn. Við mælum með góðu sleipiefni svo allar strokur séu mjúkar og þægilegar.“
Auk þess er lagt áherslu á praktísk atriði líkt og mikilvægi þess að slaka vel á tungunni við athöfnina.