Klókir markaðsaðilar fá ráðherra til að klóra sér í kollinum Samúel Karl Ólason og Fanndís Birna Logadóttir skrifa 15. apríl 2023 22:02 Samkvæmt nýlegum gögnum frá heilbrigðisráðuneytinu hefur mikil aukning orðið í notkun níkótínpúða. Vísir/Egill Heilbrigðisráðherra segir það mikið áhyggjuefni hversu margir landsmenn neyta nikótínpúða en vörurnar höfða meðal annars til barna og unglinga. Um sé að ræða snúna baráttu þar sem markaðsaðilar séu mjög séðir og þróa sífellt nýjar vörur. Nýtt regluverk gefi aukin færi. Samkvæmt nýlegum gögnum frá heilbrigðisráðuneytinu hefur mikil aukning orðið í notkun níkótínpúða, einna helst meðal karla á aldrinum átján til 24 ára, en á síðasta ári notuðu hátt í 40 prósent þeirra nikótínpúða daglega. Í könnun sem Gallup framkvæmdi í síðasta mánuði kom sömuleiðis fram að notkun hafi almennt aukist mikið síðan fyrir þremur árum, eða þrefaldast. Sjá einnig: Fjörutíu prósent karla 18 til 24 ára nota nikótínpúða daglega Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra bendir á að vel hafi tekist að berjast við nikótín í formi reykinga með íslenska forvarnarmódelinu. Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra.Vísir/Arnar „Þannig þetta er bara ný barátta, það koma stöðugt nýjar vörur sem höfða ekki síst til barna og unglinga og eins og tölurnar eru að sýna okkur þá er þetta mikið áhyggjuefni sem við þurfum að takast á við,“ segir Willum. Það gæti þó verið erfitt en markaðsaðilar eru til að mynda klókir í að komast fram hjá lögum til að auglýsa vörur sínar. „Þetta er snúin barátta, markaðsaðilar eru bara mjög séðir og þróa stöðugt nýjar vörur sem að eru ávanabindandi eins og í þessu tilviki,“ segir hann en engu að síður þurfi að skoða ýmsar leiðir. „Þetta er raunverulega sama vörnin sem á að duga í þessu og þegar kemur að íslenska módelinu, fræðsla, þekking og lög og reglur. Nú erum við ný búin að setja regluverk um þessar vörur sem á að gefa okkur aukin færi,“ segir hann. Aðspurður um hvort komi til greina að skattleggja slíkar vörur frekar segir ráðherrann að háir skattar séu nú á áfengi og tóbaki. „Ef maður vísar í orðið og hugtakið verðteygni, að það sé hægt að verðleggja þessar vörur mjög hátt þannig það sé svigrúm til að hafa álagningu um leið og það er verið að skattleggja, ekki síst í þeim tilgangi að draga úr notkun,“ segir Willum. Áfengi og tóbak Heilbrigðismál Neytendur Tengdar fréttir Hefur miklar áhyggjur af nikótínotkun barna Tvö til þrjú börn og unglingar koma á viku koma á barnadeild Landspítalans með nikótíneitrun eftir að hafa sett svona upp í sig nikótínpúða eða apað slíkt eftir fullorðnum. Nikótínpúðar eru fíkniefni og oftast fyrsta slíka efnið sem fólk notar. 12. febrúar 2023 12:54 Með nikótíneitrun eftir púða sem fundust á leikskólanum Leikskólabarn á Akureyri greindist með nikótíneitrun í síðustu viku eftir að hafa sett nikótínpúða upp í sig. Púðinn kom úr nikótínpúðadós sem fannst á útisvæði leikskóla barnsins. 9. febrúar 2023 13:46 Tannlæknar sjá merki þess að ungmenni séu að nota nikótínpúða Tannlæknar greina merki þess að börn allt niður í fimmtán ára séu að nota nikótínpúða. Skaði sem það veldur á tannholdi getur í sumum tilfellum verið óafturkræfur. 11. október 2022 19:00 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Samkvæmt nýlegum gögnum frá heilbrigðisráðuneytinu hefur mikil aukning orðið í notkun níkótínpúða, einna helst meðal karla á aldrinum átján til 24 ára, en á síðasta ári notuðu hátt í 40 prósent þeirra nikótínpúða daglega. Í könnun sem Gallup framkvæmdi í síðasta mánuði kom sömuleiðis fram að notkun hafi almennt aukist mikið síðan fyrir þremur árum, eða þrefaldast. Sjá einnig: Fjörutíu prósent karla 18 til 24 ára nota nikótínpúða daglega Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra bendir á að vel hafi tekist að berjast við nikótín í formi reykinga með íslenska forvarnarmódelinu. Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra.Vísir/Arnar „Þannig þetta er bara ný barátta, það koma stöðugt nýjar vörur sem höfða ekki síst til barna og unglinga og eins og tölurnar eru að sýna okkur þá er þetta mikið áhyggjuefni sem við þurfum að takast á við,“ segir Willum. Það gæti þó verið erfitt en markaðsaðilar eru til að mynda klókir í að komast fram hjá lögum til að auglýsa vörur sínar. „Þetta er snúin barátta, markaðsaðilar eru bara mjög séðir og þróa stöðugt nýjar vörur sem að eru ávanabindandi eins og í þessu tilviki,“ segir hann en engu að síður þurfi að skoða ýmsar leiðir. „Þetta er raunverulega sama vörnin sem á að duga í þessu og þegar kemur að íslenska módelinu, fræðsla, þekking og lög og reglur. Nú erum við ný búin að setja regluverk um þessar vörur sem á að gefa okkur aukin færi,“ segir hann. Aðspurður um hvort komi til greina að skattleggja slíkar vörur frekar segir ráðherrann að háir skattar séu nú á áfengi og tóbaki. „Ef maður vísar í orðið og hugtakið verðteygni, að það sé hægt að verðleggja þessar vörur mjög hátt þannig það sé svigrúm til að hafa álagningu um leið og það er verið að skattleggja, ekki síst í þeim tilgangi að draga úr notkun,“ segir Willum.
Áfengi og tóbak Heilbrigðismál Neytendur Tengdar fréttir Hefur miklar áhyggjur af nikótínotkun barna Tvö til þrjú börn og unglingar koma á viku koma á barnadeild Landspítalans með nikótíneitrun eftir að hafa sett svona upp í sig nikótínpúða eða apað slíkt eftir fullorðnum. Nikótínpúðar eru fíkniefni og oftast fyrsta slíka efnið sem fólk notar. 12. febrúar 2023 12:54 Með nikótíneitrun eftir púða sem fundust á leikskólanum Leikskólabarn á Akureyri greindist með nikótíneitrun í síðustu viku eftir að hafa sett nikótínpúða upp í sig. Púðinn kom úr nikótínpúðadós sem fannst á útisvæði leikskóla barnsins. 9. febrúar 2023 13:46 Tannlæknar sjá merki þess að ungmenni séu að nota nikótínpúða Tannlæknar greina merki þess að börn allt niður í fimmtán ára séu að nota nikótínpúða. Skaði sem það veldur á tannholdi getur í sumum tilfellum verið óafturkræfur. 11. október 2022 19:00 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Hefur miklar áhyggjur af nikótínotkun barna Tvö til þrjú börn og unglingar koma á viku koma á barnadeild Landspítalans með nikótíneitrun eftir að hafa sett svona upp í sig nikótínpúða eða apað slíkt eftir fullorðnum. Nikótínpúðar eru fíkniefni og oftast fyrsta slíka efnið sem fólk notar. 12. febrúar 2023 12:54
Með nikótíneitrun eftir púða sem fundust á leikskólanum Leikskólabarn á Akureyri greindist með nikótíneitrun í síðustu viku eftir að hafa sett nikótínpúða upp í sig. Púðinn kom úr nikótínpúðadós sem fannst á útisvæði leikskóla barnsins. 9. febrúar 2023 13:46
Tannlæknar sjá merki þess að ungmenni séu að nota nikótínpúða Tannlæknar greina merki þess að börn allt niður í fimmtán ára séu að nota nikótínpúða. Skaði sem það veldur á tannholdi getur í sumum tilfellum verið óafturkræfur. 11. október 2022 19:00