„Þetta var þolinmæðisverk“ Hinrik Wöhler skrifar 15. apríl 2023 16:50 Rúnar Kristinsson gat leyft sér að brosa eftir góðan sigur KR suður með sjó. Vísir/Hulda Margrét Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var að vonum ánægður með 2-0 sigur á Keflavík í dag. KR var sterkari aðilinn í leiknum í Keflavík í dag og er liðið komið með fjögur stig eftir tvær fyrstu umferðirnar í Bestu deild karla. „Við lögðum upp með að koma hingað til vinna og spila okkar fótbolta. Það gekk mjög vel á meðan boltinn var á jörðinni en vindurinn gerði okkur erfitt fyrir og þegar menn þurftu að fara upp í loftið tók það smá tíma að fá boltann aftur á jörðina,“ sagði Rúnar skömmu eftir leik í Keflavík í dag. Þrátt fyrir að KR átti mörg góð færi framan af leik náði liðið ekki að brjóta ísinn fyrr en á 58. mínútu leiksins með marki frá Kristni Jónssyni. „Við áttum þrjú algjör dauðafæri í fyrri hálfleik sem við nýtum ekki og svo fá þeir skalla í slá þannig það voru fullt af færum og opnunum í þessum leik, skrýtið að það hafi verið markalaust í hálfleik. Ég er ánægður með að við héldum rónni og þetta var þolinmæðisverk hjá okkur að ná að brjóta þá á bak aftur. Við kláruðum leikinn mjög fagmannlega fannst mér.“ Rúnar gerir tvöfalda breytingu eftir fyrsta mark KR. Benoný Breki og Kristján Flóki koma inn á og eru ekki lengi að láta að sér kveða. Kristján Flóki gefur stoðsendingu á Benoný Breka sem skoraði seinna mark gestanna. „Um leið og við ákváðum skiptingu skoraði Kristinn og í staðinn fyrir að hætta við gerðum við skiptinguna. Við vildum ekki falla þá í gryfju sem við lentum í fyrir norðan að falla djúpt til baka og ekki spila þegar við fengum boltann. Í dag þá féllum við djúpt til baka en spiluðum þegar við fengum boltann og uppskárum margar góðar skyndisóknir, þannig viljum við hafa það. Við bættum við marki og komust í 2-0 í staðinn fyrir að fá mark í andlitið eins og fyrir norðan. Þetta voru hlutirnir sem við reyndum að laga og það heppnaðist,“ sagði Rúnar þegar hann var spurður út í skiptinguna. Vesturbæjarliðið fer ágætlega af stað í Bestu deildinni en þeir eru komnir með fjögur stig eftir tvo fyrstu leikina. „Við erum búnir með tvo útileiki og erum með fjögur stig. Ég held að það sé vel ásættanlegt en við erum búnir að fara hingað til Keflavíkur og norður til Akureyrar. Við höfum ekkert verið sérstaklega góðir á heimavelli undanfarin tvö ár og þurfum að breyta því en við fáum tækifæri til þess í bikarnum í vikunni. Ef völlurinn okkar verður klár á móti Víking næstu helgi þá þurfum að fara hala inn fleiri stig á heimavelli.“ Líkt og aðrir grasvellir landsins er aðalvöllur KR-inga ekki tilbúinn til knattspyrnuiðkunnar eins og sakir standa. Næsti leikur KR-inga, í Mjólkurbikarnum, fer fram á gervigrasinu í Vesturbæ en Rúnar er bjartsýnn að ná að spila næsta deildarleik á grasi. „Menn voru mjög brattir í gær allavega. Maggi Bö, vallarstjóri, var mjög brattur ef veðrið verður eins og spáin lítur út þá ætti völlurinn að vera vonandi leikfær. Við vonum það besta.“ Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KR Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - KR 0-2 | KR sótti þrjú stig suður með sjó KR vann góðan sigur á Keflavík þegar liðin mættust í Bestu deildinni í dag. KR var sterkari aðilinn í leiknum og sigur liðsins sanngjarn. 15. apríl 2023 15:53 Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Fleiri fréttir Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Sjá meira
„Við lögðum upp með að koma hingað til vinna og spila okkar fótbolta. Það gekk mjög vel á meðan boltinn var á jörðinni en vindurinn gerði okkur erfitt fyrir og þegar menn þurftu að fara upp í loftið tók það smá tíma að fá boltann aftur á jörðina,“ sagði Rúnar skömmu eftir leik í Keflavík í dag. Þrátt fyrir að KR átti mörg góð færi framan af leik náði liðið ekki að brjóta ísinn fyrr en á 58. mínútu leiksins með marki frá Kristni Jónssyni. „Við áttum þrjú algjör dauðafæri í fyrri hálfleik sem við nýtum ekki og svo fá þeir skalla í slá þannig það voru fullt af færum og opnunum í þessum leik, skrýtið að það hafi verið markalaust í hálfleik. Ég er ánægður með að við héldum rónni og þetta var þolinmæðisverk hjá okkur að ná að brjóta þá á bak aftur. Við kláruðum leikinn mjög fagmannlega fannst mér.“ Rúnar gerir tvöfalda breytingu eftir fyrsta mark KR. Benoný Breki og Kristján Flóki koma inn á og eru ekki lengi að láta að sér kveða. Kristján Flóki gefur stoðsendingu á Benoný Breka sem skoraði seinna mark gestanna. „Um leið og við ákváðum skiptingu skoraði Kristinn og í staðinn fyrir að hætta við gerðum við skiptinguna. Við vildum ekki falla þá í gryfju sem við lentum í fyrir norðan að falla djúpt til baka og ekki spila þegar við fengum boltann. Í dag þá féllum við djúpt til baka en spiluðum þegar við fengum boltann og uppskárum margar góðar skyndisóknir, þannig viljum við hafa það. Við bættum við marki og komust í 2-0 í staðinn fyrir að fá mark í andlitið eins og fyrir norðan. Þetta voru hlutirnir sem við reyndum að laga og það heppnaðist,“ sagði Rúnar þegar hann var spurður út í skiptinguna. Vesturbæjarliðið fer ágætlega af stað í Bestu deildinni en þeir eru komnir með fjögur stig eftir tvo fyrstu leikina. „Við erum búnir með tvo útileiki og erum með fjögur stig. Ég held að það sé vel ásættanlegt en við erum búnir að fara hingað til Keflavíkur og norður til Akureyrar. Við höfum ekkert verið sérstaklega góðir á heimavelli undanfarin tvö ár og þurfum að breyta því en við fáum tækifæri til þess í bikarnum í vikunni. Ef völlurinn okkar verður klár á móti Víking næstu helgi þá þurfum að fara hala inn fleiri stig á heimavelli.“ Líkt og aðrir grasvellir landsins er aðalvöllur KR-inga ekki tilbúinn til knattspyrnuiðkunnar eins og sakir standa. Næsti leikur KR-inga, í Mjólkurbikarnum, fer fram á gervigrasinu í Vesturbæ en Rúnar er bjartsýnn að ná að spila næsta deildarleik á grasi. „Menn voru mjög brattir í gær allavega. Maggi Bö, vallarstjóri, var mjög brattur ef veðrið verður eins og spáin lítur út þá ætti völlurinn að vera vonandi leikfær. Við vonum það besta.“
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KR Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - KR 0-2 | KR sótti þrjú stig suður með sjó KR vann góðan sigur á Keflavík þegar liðin mættust í Bestu deildinni í dag. KR var sterkari aðilinn í leiknum og sigur liðsins sanngjarn. 15. apríl 2023 15:53 Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Fleiri fréttir Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Sjá meira
Leik lokið: Keflavík - KR 0-2 | KR sótti þrjú stig suður með sjó KR vann góðan sigur á Keflavík þegar liðin mættust í Bestu deildinni í dag. KR var sterkari aðilinn í leiknum og sigur liðsins sanngjarn. 15. apríl 2023 15:53