Hlaupadrottningin Mari gefur Tómasi séns Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 15. apríl 2023 14:30 Tómas Guðbjartsson hefur boðist til að hjálpa Mari Järsk að hætta að reykja. Vísir/Arnar Ofurhlaupakonan Mari Järsk stefnir á að hætta að reykja með aðstoð Tómasar Guðbjartssonar hjarta- og lungnaskurðlæknis en hún hefur reykt síðan á unglingsaldri. „Tómas hjartalæknir langar að hjálpa mér að hætta reykja?? Eigum við gefa honum séns? Ég er allavega SPENNTUST,“ skrifar Mari við mynd af sér og Tómasi á samfélagsmiðlum á dögunum. View this post on Instagram A post shared by M A R I J Ä R S K (@mari_jaersk) Leiðir Mari og Tómasar liggja saman vegna heimildaþátta um Mari sem fara í loftið á Stöð 2 í haust sem fjölmiðlakonan Sigrún Ósk Kristjánsdóttir vinnur að. Reykti eina sígarettu milli hringja Mari hafnaði í öðru sæti á heimsmeistaramóti landsliða í bakgarðshlaupum í Elliðaárdal í október í fyrra en hún reykti eina sígarettu á milli hringja. Hver hringur var sjö kílómetrar og Mari hljóp nærri 250 kílómetra. Tómas tjáði sig eftirminnilega um flottan árangur Mari á samfélagsmiðlum í kjölfar hlaupsins í fyrra. Þar sagði hann hana geta orðið enn betri hlaupara, jafnvel á heimsmælikvarða, ef hún segði skilið við sígaretturnar. Mari var spurð út í færsluna í Reykjavík síðdegis á þeim tíma og var ekki sammála skoðun Tómasar. „Ég trúi því bara ekki að þegar maður er búinn að reykja allt sitt líf að það tekur tíma að ná ónæmiskerfinu að lifa án þess,“ sagði Mari sem hugðist ekki ætla að hætta að reykja á þeim tíma. Tómas sagðist vilja ræða málefnið nánar við Mari. „Við þurfum bara að hittast en ég ætla ekki að fara út að hlaupa með henni, þá myndi hún skilja mig eftir,“ sagði Tómas einnig í þætti Reykjavík síðdegis. Nú um það bil sex mánuðum síðar virðist samtal þeirra komið í farveg og Mari tilbúin að slökkva í sígarettunni. Hlaup Áfengi og tóbak Fíkn Tengdar fréttir Reykti einn pakka af sígarettum á meðan hann kláraði maraþonhlaup Það reynir mikið á lungun að hlaupa heilt maraþonhlaup og góð byrjun í að undirbúa sig fyrir slík hlaup er að reykja ekki. Það er þó einn maður sem hlustar ekkert á svoleiðis ráð. 17. nóvember 2022 09:30 Vildi hlaupa lengur eftir að Mari datt úr leik Þorleifur Þorleifsson, Íslandsmeistari í bakgarðshlaupum, hefði viljað hlaupa í tvo sólarhringa á Íslandsmótinu sem fór fram um helgina og kláraðist um miðnætti aðfaranótt mánudagsins. 18. október 2022 08:31 Mest lesið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Lífið Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Lífið Fleiri fréttir Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Sjá meira
„Tómas hjartalæknir langar að hjálpa mér að hætta reykja?? Eigum við gefa honum séns? Ég er allavega SPENNTUST,“ skrifar Mari við mynd af sér og Tómasi á samfélagsmiðlum á dögunum. View this post on Instagram A post shared by M A R I J Ä R S K (@mari_jaersk) Leiðir Mari og Tómasar liggja saman vegna heimildaþátta um Mari sem fara í loftið á Stöð 2 í haust sem fjölmiðlakonan Sigrún Ósk Kristjánsdóttir vinnur að. Reykti eina sígarettu milli hringja Mari hafnaði í öðru sæti á heimsmeistaramóti landsliða í bakgarðshlaupum í Elliðaárdal í október í fyrra en hún reykti eina sígarettu á milli hringja. Hver hringur var sjö kílómetrar og Mari hljóp nærri 250 kílómetra. Tómas tjáði sig eftirminnilega um flottan árangur Mari á samfélagsmiðlum í kjölfar hlaupsins í fyrra. Þar sagði hann hana geta orðið enn betri hlaupara, jafnvel á heimsmælikvarða, ef hún segði skilið við sígaretturnar. Mari var spurð út í færsluna í Reykjavík síðdegis á þeim tíma og var ekki sammála skoðun Tómasar. „Ég trúi því bara ekki að þegar maður er búinn að reykja allt sitt líf að það tekur tíma að ná ónæmiskerfinu að lifa án þess,“ sagði Mari sem hugðist ekki ætla að hætta að reykja á þeim tíma. Tómas sagðist vilja ræða málefnið nánar við Mari. „Við þurfum bara að hittast en ég ætla ekki að fara út að hlaupa með henni, þá myndi hún skilja mig eftir,“ sagði Tómas einnig í þætti Reykjavík síðdegis. Nú um það bil sex mánuðum síðar virðist samtal þeirra komið í farveg og Mari tilbúin að slökkva í sígarettunni.
Hlaup Áfengi og tóbak Fíkn Tengdar fréttir Reykti einn pakka af sígarettum á meðan hann kláraði maraþonhlaup Það reynir mikið á lungun að hlaupa heilt maraþonhlaup og góð byrjun í að undirbúa sig fyrir slík hlaup er að reykja ekki. Það er þó einn maður sem hlustar ekkert á svoleiðis ráð. 17. nóvember 2022 09:30 Vildi hlaupa lengur eftir að Mari datt úr leik Þorleifur Þorleifsson, Íslandsmeistari í bakgarðshlaupum, hefði viljað hlaupa í tvo sólarhringa á Íslandsmótinu sem fór fram um helgina og kláraðist um miðnætti aðfaranótt mánudagsins. 18. október 2022 08:31 Mest lesið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Lífið Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Lífið Fleiri fréttir Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Sjá meira
Reykti einn pakka af sígarettum á meðan hann kláraði maraþonhlaup Það reynir mikið á lungun að hlaupa heilt maraþonhlaup og góð byrjun í að undirbúa sig fyrir slík hlaup er að reykja ekki. Það er þó einn maður sem hlustar ekkert á svoleiðis ráð. 17. nóvember 2022 09:30
Vildi hlaupa lengur eftir að Mari datt úr leik Þorleifur Þorleifsson, Íslandsmeistari í bakgarðshlaupum, hefði viljað hlaupa í tvo sólarhringa á Íslandsmótinu sem fór fram um helgina og kláraðist um miðnætti aðfaranótt mánudagsins. 18. október 2022 08:31