Dallas Mavericks sektað fyrir að hvíla leikmenn Smári Jökull Jónsson skrifar 14. apríl 2023 22:01 Mark Cuban eigandi Dallas fylgist hér með leiknum gegn Chicago úr stúkunni ásamt Kyrie Irving og Tim Hardaway jr. Vísir/Getty Forsvarsmenn NBA-deildarinnar hafa sektað lið Dallas Mavericks um 750.000 dollara fyrir að hafa hvílt leikmenn í leik gegn Chicago Bulls í síðustu viku. Dallas Mavericks komst ekki í úrslitakeppni NBA-deildarinnar en meðal leikmanna liðsins eru stórstjörnurnar Luka Doncic og Kyrie Irving. Forráðamenn Dallas tóku ákvörðun um að gefast upp á að reyna að ná sætinu þrátt fyrir að liðið ætti enn tölfræðilega möguleika á að ná því með því að hvíla marga lykilmenn í leik gegn Chicago Bulls. NBA investigation concluded that the Mavericks violated player resting policy, and "demonstrated through actions and public statements the organization s desire to lose the game in order to improve the chances of keeping its first-round pick in the 2023 NBA Draft." https://t.co/uCqVYAiABN— Shams Charania (@ShamsCharania) April 14, 2023 Ástæðan fyrir þessu var að með því að lenda neðar ættu þeir meiri möguleika á að ná einum af fyrstu tíu valréttum í nýliðavalinu í sumar. Ef Dallas nær topp tíu valrétti mun liðið halda honum en fái þeir valrétt síðar í nýliðavalinu mun hann fara til New York Knicks sem hluti af samkomulagi á milli liðanna í tengslum við félagaskipti Kristaps Porzingis. Forráðamenn NBA-deildarinnar höfðu hins vegar lítinn húmor fyrir því að Dallas hafi ákveðið að hvíla menn gegn Bulls. Félagið hefur nú fengið 750.000 dollara sekt og segir í yfirlýsingu deildarinnar að Dallas Mavericks hafi brotið gegn reglum deildarinnar og gegn heilindum íþróttarinnar. Dallas hvíldi lykilmenn löngum stundum í leiknum gegn Chicago Bulls og hér sést stjarna liðsins Luka Doncic sitja á varamannabekknum.Vísir/Getty „Ákvörðun Dallas Mavericks að meina lykilmönnum að taka fullan þátt í útsláttarleik gegn Chicago grefur undan heilindum íþróttarinnar,“ segir varaforseti NBA, Joe Dumars, í fréttatilkynningu. „Aðgerðir Mavericks eru vonbrigði fyrir stuðningsmenn okkar og deildina alla.“ Í leiknum gegn Bulls, sem var síðasti naglinn í kistu Dalls liðsins í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni, vorru Kyrie Irving og fjórðir aðrir lykilmenn utan leikmannahóps auk þess sem Luka Doncic fékk mjög takmarkaðan tíma inni á vellinum. Liðið leiddi lengi vel í síðari hálfleik en tapaði leiknum að lokum 115-112. NBA Mest lesið Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Fleiri fréttir „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Sjá meira
Dallas Mavericks komst ekki í úrslitakeppni NBA-deildarinnar en meðal leikmanna liðsins eru stórstjörnurnar Luka Doncic og Kyrie Irving. Forráðamenn Dallas tóku ákvörðun um að gefast upp á að reyna að ná sætinu þrátt fyrir að liðið ætti enn tölfræðilega möguleika á að ná því með því að hvíla marga lykilmenn í leik gegn Chicago Bulls. NBA investigation concluded that the Mavericks violated player resting policy, and "demonstrated through actions and public statements the organization s desire to lose the game in order to improve the chances of keeping its first-round pick in the 2023 NBA Draft." https://t.co/uCqVYAiABN— Shams Charania (@ShamsCharania) April 14, 2023 Ástæðan fyrir þessu var að með því að lenda neðar ættu þeir meiri möguleika á að ná einum af fyrstu tíu valréttum í nýliðavalinu í sumar. Ef Dallas nær topp tíu valrétti mun liðið halda honum en fái þeir valrétt síðar í nýliðavalinu mun hann fara til New York Knicks sem hluti af samkomulagi á milli liðanna í tengslum við félagaskipti Kristaps Porzingis. Forráðamenn NBA-deildarinnar höfðu hins vegar lítinn húmor fyrir því að Dallas hafi ákveðið að hvíla menn gegn Bulls. Félagið hefur nú fengið 750.000 dollara sekt og segir í yfirlýsingu deildarinnar að Dallas Mavericks hafi brotið gegn reglum deildarinnar og gegn heilindum íþróttarinnar. Dallas hvíldi lykilmenn löngum stundum í leiknum gegn Chicago Bulls og hér sést stjarna liðsins Luka Doncic sitja á varamannabekknum.Vísir/Getty „Ákvörðun Dallas Mavericks að meina lykilmönnum að taka fullan þátt í útsláttarleik gegn Chicago grefur undan heilindum íþróttarinnar,“ segir varaforseti NBA, Joe Dumars, í fréttatilkynningu. „Aðgerðir Mavericks eru vonbrigði fyrir stuðningsmenn okkar og deildina alla.“ Í leiknum gegn Bulls, sem var síðasti naglinn í kistu Dalls liðsins í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni, vorru Kyrie Irving og fjórðir aðrir lykilmenn utan leikmannahóps auk þess sem Luka Doncic fékk mjög takmarkaðan tíma inni á vellinum. Liðið leiddi lengi vel í síðari hálfleik en tapaði leiknum að lokum 115-112.
NBA Mest lesið Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Fleiri fréttir „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti