Dallas Mavericks komst ekki í úrslitakeppni NBA-deildarinnar en meðal leikmanna liðsins eru stórstjörnurnar Luka Doncic og Kyrie Irving. Forráðamenn Dallas tóku ákvörðun um að gefast upp á að reyna að ná sætinu þrátt fyrir að liðið ætti enn tölfræðilega möguleika á að ná því með því að hvíla marga lykilmenn í leik gegn Chicago Bulls.
NBA investigation concluded that the Mavericks violated player resting policy, and "demonstrated through actions and public statements the organization s desire to lose the game in order to improve the chances of keeping its first-round pick in the 2023 NBA Draft." https://t.co/uCqVYAiABN
— Shams Charania (@ShamsCharania) April 14, 2023
Ástæðan fyrir þessu var að með því að lenda neðar ættu þeir meiri möguleika á að ná einum af fyrstu tíu valréttum í nýliðavalinu í sumar. Ef Dallas nær topp tíu valrétti mun liðið halda honum en fái þeir valrétt síðar í nýliðavalinu mun hann fara til New York Knicks sem hluti af samkomulagi á milli liðanna í tengslum við félagaskipti Kristaps Porzingis.
Forráðamenn NBA-deildarinnar höfðu hins vegar lítinn húmor fyrir því að Dallas hafi ákveðið að hvíla menn gegn Bulls. Félagið hefur nú fengið 750.000 dollara sekt og segir í yfirlýsingu deildarinnar að Dallas Mavericks hafi brotið gegn reglum deildarinnar og gegn heilindum íþróttarinnar.

„Ákvörðun Dallas Mavericks að meina lykilmönnum að taka fullan þátt í útsláttarleik gegn Chicago grefur undan heilindum íþróttarinnar,“ segir varaforseti NBA, Joe Dumars, í fréttatilkynningu.
„Aðgerðir Mavericks eru vonbrigði fyrir stuðningsmenn okkar og deildina alla.“
Í leiknum gegn Bulls, sem var síðasti naglinn í kistu Dalls liðsins í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni, vorru Kyrie Irving og fjórðir aðrir lykilmenn utan leikmannahóps auk þess sem Luka Doncic fékk mjög takmarkaðan tíma inni á vellinum. Liðið leiddi lengi vel í síðari hálfleik en tapaði leiknum að lokum 115-112.