Geðlæknir ávísaði sjúklingi oxýkódóni og morfíni í kílóa vís Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. apríl 2023 13:05 Mikið hefur verið fjallað um ópíóðafaraldur í Bandaríkjunum undanfarin ár sem hefur teygt anga sína víða, meðal annars til Íslands. Getty/George Frey Heilbrigðisráðuneytið hefur staðfest ákvörðun Embættis landlæknis um að svipta geðlækni á Íslandi réttindum til að ávísa ópíóðalyfjum. Læknirinn er talinn hafa ávísað 2,1 kílói af oxýkódóni og 1,5 kílói af morfíni til sjúklings á fjögurra ára tímabili. Í úrskurði ráðuneytisins kemur fram að í apríl í fyrra hafi embætti landlæknis borist tilkynning frá apóteki um tilteknar lyfjaávísanir læknisins. Embættið hóf rannsókn á ávísunum læknisins á lyfjum og fóru starfsmenn embættisins á starfstöð hans þann 12. apríl. Degi síðar mætti læknirinn til fundar hjá landlækni og var um leið til bráðabirgða sviptur rétti til að ávísa tilteknum lyfjum. Ákvörðunin var svo rökstudd í bréfi um viku síðar. Í júlí var hann svo alfarið sviptur leyfinu eftir tilkynningu mánuði fyrr um fyrirhugaða sviptingu. Sviptingin náði til ávísunar lyfja í tilgreindum ATC flokkum lyfja enda hefði læknirinn ávísað óhæfilega á tiltekinn sjúkling og þar með brotið alvarlega gegn starfsskyldum sínum sem læknir. Læknirinn kærði ákvörðun landlæknis til heilbrigðisráðuneytisins sem tók kæruna til skoðunar. Lyfjatengd andlát eru algengust á Íslandi af öllum Norðurlöndunum. Þúsundir Íslendinga nota hið alræmda verkjalyf oxýkódóni, marfalt fleiri en fyrir áratug. Í Kompás í fyrra var hröð þróun hins nýja ópíóðafaraldurs skoðuð og hrikalegar afleiðingar sem neyslan hefur á líf fólks. Sjúklingar hefðu orðið vitni að uppákomunni Læknirinn bar fyrir sig að hafa ávísað nokkru magni lyfja til sjúklings sem hefði verið í meðferð hjá sér. Einn tiltekinn stór skammtur hefði verið vegna ferðar viðkomandi til útlanda. Sjúklingurinn hefði ekki náð árangri í meðferð á Vogi og því hefði sjúklingurinn verið hjá honum í skaðaminnkandi meðferð. Þá væri óforsvaranlegt að mætt hefði verið fyrirvaralaust á starfstöð hans sem geðlæknir enda hafi sjúklingar hans orðið vitni að uppákomunni. Hann hefði ekki fengið nægan andmælarétt, lögmaður hans hefði verið erlendis þegar málið kom upp og þá hefði álitsgjafi á meðferð sjúklingsins verið vanhæf enda komið að málum hans á Vogi. „Gríðarlegt og óskiljanlegt“ magn Embætti landlæknis benti á að orðalag geðlæknisins um „nokkurt magn“ lyfja í ávísun fyrir ferðina til útlanda í apríl í fyrra væri óeðlilegt. Um hefði verið að ræða 40 grömm af morfíni og 70 grömm af oxýkódóni. Embættið taldi magnið vera gríðarlegt og óskiljanlegt. Samkvæmt útreikningum embættisins hefði læknirinn ávísað um 2,1 kíló af virka efninu oxýkódóni og 1,5 kíló af virka efninu morfíni. Þá séu ekki talin með önnur ávana- og fíknilyf sem læknirinn hefði ávísað sjúklingnum. Þá ætti sjúklingurinn sér sögu um ofskömmtun og hefði verið lagður inn á bráðamóttöku vegna þessa. Það magn sem ávísað hefði verið í apríl í fyrra hefði getað reynst sjúklingnum lífshættulegt vegna dauða í ofskammti. Læknirinn hafi í raun séð sjúklingnum fyrir fíknilyfjum með sífellt hækkandi skömmum. Brotið gegn réttindum sjúklings Sérfræðingur í fíknilækningum og lyflækningum tjáði landlækni að meðferðin sem læknirinn hefði veitt væri sláandi, ófagleg og óviðeigandi. Meðferðin og þróun hennar væri ekki eðlileg eða í samræmi við viðurkenndar aðferðir. Heilbrigðisráðuneytið segir í úrskurði sínum að sýnt hafi verið fram á að ávísanir læknisins hafi verið óhæfilegar, bæði hvað varðar magn í heild sem og daglega skammtastærð. Sú hafi verið margföld á við daglega notkun einstaklinga í háskammta neyslu. Með ávísunum hafi læknirinn brotið gegn réttindi sjúklinga um að fá þjónustu miðað við ástand og horfur á hverjum tíma. Skilyrði hafi verið fyrir hendi til að svipta lækninn rétti til að ávísa sjúklingnum ópíóðalyfjum. Þá taldi ráðuneytið að ekki hefði verið nóg að áminna lækninn í þessu tilfelli. Meðferð málsins hefði ekki farið í bága við meðalhófsreglu og aðgerðin ekki of víðtæk. Embætti landlæknis hafi verið heimilt að svipta lækninn réttinum án undangenginnar áminningar. Var sviptingin því staðfest. Heilbrigðismál Fíkn Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Í úrskurði ráðuneytisins kemur fram að í apríl í fyrra hafi embætti landlæknis borist tilkynning frá apóteki um tilteknar lyfjaávísanir læknisins. Embættið hóf rannsókn á ávísunum læknisins á lyfjum og fóru starfsmenn embættisins á starfstöð hans þann 12. apríl. Degi síðar mætti læknirinn til fundar hjá landlækni og var um leið til bráðabirgða sviptur rétti til að ávísa tilteknum lyfjum. Ákvörðunin var svo rökstudd í bréfi um viku síðar. Í júlí var hann svo alfarið sviptur leyfinu eftir tilkynningu mánuði fyrr um fyrirhugaða sviptingu. Sviptingin náði til ávísunar lyfja í tilgreindum ATC flokkum lyfja enda hefði læknirinn ávísað óhæfilega á tiltekinn sjúkling og þar með brotið alvarlega gegn starfsskyldum sínum sem læknir. Læknirinn kærði ákvörðun landlæknis til heilbrigðisráðuneytisins sem tók kæruna til skoðunar. Lyfjatengd andlát eru algengust á Íslandi af öllum Norðurlöndunum. Þúsundir Íslendinga nota hið alræmda verkjalyf oxýkódóni, marfalt fleiri en fyrir áratug. Í Kompás í fyrra var hröð þróun hins nýja ópíóðafaraldurs skoðuð og hrikalegar afleiðingar sem neyslan hefur á líf fólks. Sjúklingar hefðu orðið vitni að uppákomunni Læknirinn bar fyrir sig að hafa ávísað nokkru magni lyfja til sjúklings sem hefði verið í meðferð hjá sér. Einn tiltekinn stór skammtur hefði verið vegna ferðar viðkomandi til útlanda. Sjúklingurinn hefði ekki náð árangri í meðferð á Vogi og því hefði sjúklingurinn verið hjá honum í skaðaminnkandi meðferð. Þá væri óforsvaranlegt að mætt hefði verið fyrirvaralaust á starfstöð hans sem geðlæknir enda hafi sjúklingar hans orðið vitni að uppákomunni. Hann hefði ekki fengið nægan andmælarétt, lögmaður hans hefði verið erlendis þegar málið kom upp og þá hefði álitsgjafi á meðferð sjúklingsins verið vanhæf enda komið að málum hans á Vogi. „Gríðarlegt og óskiljanlegt“ magn Embætti landlæknis benti á að orðalag geðlæknisins um „nokkurt magn“ lyfja í ávísun fyrir ferðina til útlanda í apríl í fyrra væri óeðlilegt. Um hefði verið að ræða 40 grömm af morfíni og 70 grömm af oxýkódóni. Embættið taldi magnið vera gríðarlegt og óskiljanlegt. Samkvæmt útreikningum embættisins hefði læknirinn ávísað um 2,1 kíló af virka efninu oxýkódóni og 1,5 kíló af virka efninu morfíni. Þá séu ekki talin með önnur ávana- og fíknilyf sem læknirinn hefði ávísað sjúklingnum. Þá ætti sjúklingurinn sér sögu um ofskömmtun og hefði verið lagður inn á bráðamóttöku vegna þessa. Það magn sem ávísað hefði verið í apríl í fyrra hefði getað reynst sjúklingnum lífshættulegt vegna dauða í ofskammti. Læknirinn hafi í raun séð sjúklingnum fyrir fíknilyfjum með sífellt hækkandi skömmum. Brotið gegn réttindum sjúklings Sérfræðingur í fíknilækningum og lyflækningum tjáði landlækni að meðferðin sem læknirinn hefði veitt væri sláandi, ófagleg og óviðeigandi. Meðferðin og þróun hennar væri ekki eðlileg eða í samræmi við viðurkenndar aðferðir. Heilbrigðisráðuneytið segir í úrskurði sínum að sýnt hafi verið fram á að ávísanir læknisins hafi verið óhæfilegar, bæði hvað varðar magn í heild sem og daglega skammtastærð. Sú hafi verið margföld á við daglega notkun einstaklinga í háskammta neyslu. Með ávísunum hafi læknirinn brotið gegn réttindi sjúklinga um að fá þjónustu miðað við ástand og horfur á hverjum tíma. Skilyrði hafi verið fyrir hendi til að svipta lækninn rétti til að ávísa sjúklingnum ópíóðalyfjum. Þá taldi ráðuneytið að ekki hefði verið nóg að áminna lækninn í þessu tilfelli. Meðferð málsins hefði ekki farið í bága við meðalhófsreglu og aðgerðin ekki of víðtæk. Embætti landlæknis hafi verið heimilt að svipta lækninn réttinum án undangenginnar áminningar. Var sviptingin því staðfest.
Heilbrigðismál Fíkn Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira