USA Today segir að mögulega sé um að ræða mesta staka kúadauða í sögunni. Þar segir að eldurinn hafi verið fljótur að dreifast á búinu þar sem þúsundir kúa hafi verið í básum sínum og beðið þess að verða mjólkaðar.
Eftir að tókst að ráða niðurlögum eldsins á kúabúinu South Fork í Dimmitt í Texas rak embættismenn í rogastans að sjá fjölda þeirra kúa sem hafði farist í sprengingunni og eldsvoðanum sem fylgdi.
Starfsmaður kúabúsins var fluttur á sjúkrahús en er ekki talinn alvarlega slasaður.
Talið er að bilun í tæknibúnaði hafi valdið sprengingunni. Kúabúið hóf starfsemi fyrir þremur árum síðan og starfa þar milli fimmtíu og sextíu manns.
Áætlað er að um 90 prósent kúa á búinu hafi drepist í eldsvoðanum.