Ekki bara lagt til að taka mið af snjómagni Máni Snær Þorláksson skrifar 11. apríl 2023 19:12 Alexandra Briem, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, segir að stóra niðurstaðan hjá stýrihópnum hafi ekki verið sú að snjómokstur taki mið af snjómagni. Vísir/Arnar/Vilhelm Formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar segir stýrihóp sem átti að endurskoða vetrarþjónustu í borginni hafa gert meira en að leggja til að snjómokstur taki mið af veðri. Það sé ekki stóra niðurstaðan í skýrslunni sem stýrihópurinn skilaði frá sér. „Ég er ekki endilega á því að þetta sé markverðasti hlutinn af niðurstöðu stýrihópsins,“ segir Alexandra Briem, formaður umhverfis- og skipulagsráðs, í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Þar er hún spurð út í fréttir sem fjölluðu um að stýrihópurinn vilji að snjómokstur taki mið af snjómagni. Alexandra útskýrir að hingað til hafi verið miðað við að það þurfi að ryðja snjó ef hann fer yfir fimmtán sentímetra. Stýrihópurinn hafi komist að þeirri niðurstöðu að breyta því, byrja frekar að ryðja í tíu sentímetrum. „Það þýðir að það verður miðað við í rauninni minna snjómagn, það sé hægt að byrja fyrr svo það safnist minna upp.“ Hún segir að um gamalt verklag sé að ræða: „Það þarf nú bara að vera eitthvað viðmið, þess vegna erum við að lækka það því það hefur ekki alveg dugað nógu vel.“ Síðastliðinn vetur var snjómoksturinn í borginni harðlega gagnrýndur. Alexandra segir að yfir það heila hafi snjómoksturinn verið í lagi, stærstu snjódagarnir séu hins vegar erfiðir. „Sérstaklega eins og við lentum í núna í desember þegar verktakar sem við vorum með samninga við voru ekki að skila sér,“ segir hún. Ekki stóra niðurstaðan Alexandra segir að það hafi ekki verið stóra niðurstaðan hjá stýrihópnum að snjómoksturinn þurfi að taka mið af snjómagni. Niðurstaðan sé frekar að það þurfi að fara í töluverðar breytingar. „Við komum í rauninni með niðurstöðu í sextán liðum og svo rúmlega fjörtíu aðgerðir sem við mælum með að farið verði í, töluverða þjónustuaukningu myndi ég segja.“ Þá tekur hún dæmi um aðgerðir sem stýrihópurinn mælir með að farið verði í. Til að mynda sé talað um að bæta við snjóruðningstækjum og byrja fyrr að ryðja snjó í húsagötum. „Við erum að tala um það sem tilraunaverkefni að byrja strax með allavega eitt tæki í hverju svæði í húsagötunum til að það safnist ekki svona upp þar. Því við lendum svo oft í því núna að þegar það kemur snjór þá kemur hann mjög þungt nokkra daga í röð. Þá eru tækin okkar alltaf að ryðja stofnvegina aftur og aftur og komast aldrei neitt annað. Þá safnast svo mikið upp og það getur orðið svo svakaleg klakamyndun að það getur verið mjög erfitt að ná því þegar það er farið í það.“ Einnig sé lagt til að vera með sérútboð fyrir strætisvagnastoppistöðvar og rútustæði. Þá sé talað um að vera með betra eftirlit með mokstrinum svo hægt sé að fylgjast með hvar hann gengur ekki nógu vel. Ásamt því sé það á borðinu að auka upplýsingagjöf í framtíðinni. Snjómokstur Reykjavík Reykjavík síðdegis Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Sjá meira
„Ég er ekki endilega á því að þetta sé markverðasti hlutinn af niðurstöðu stýrihópsins,“ segir Alexandra Briem, formaður umhverfis- og skipulagsráðs, í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Þar er hún spurð út í fréttir sem fjölluðu um að stýrihópurinn vilji að snjómokstur taki mið af snjómagni. Alexandra útskýrir að hingað til hafi verið miðað við að það þurfi að ryðja snjó ef hann fer yfir fimmtán sentímetra. Stýrihópurinn hafi komist að þeirri niðurstöðu að breyta því, byrja frekar að ryðja í tíu sentímetrum. „Það þýðir að það verður miðað við í rauninni minna snjómagn, það sé hægt að byrja fyrr svo það safnist minna upp.“ Hún segir að um gamalt verklag sé að ræða: „Það þarf nú bara að vera eitthvað viðmið, þess vegna erum við að lækka það því það hefur ekki alveg dugað nógu vel.“ Síðastliðinn vetur var snjómoksturinn í borginni harðlega gagnrýndur. Alexandra segir að yfir það heila hafi snjómoksturinn verið í lagi, stærstu snjódagarnir séu hins vegar erfiðir. „Sérstaklega eins og við lentum í núna í desember þegar verktakar sem við vorum með samninga við voru ekki að skila sér,“ segir hún. Ekki stóra niðurstaðan Alexandra segir að það hafi ekki verið stóra niðurstaðan hjá stýrihópnum að snjómoksturinn þurfi að taka mið af snjómagni. Niðurstaðan sé frekar að það þurfi að fara í töluverðar breytingar. „Við komum í rauninni með niðurstöðu í sextán liðum og svo rúmlega fjörtíu aðgerðir sem við mælum með að farið verði í, töluverða þjónustuaukningu myndi ég segja.“ Þá tekur hún dæmi um aðgerðir sem stýrihópurinn mælir með að farið verði í. Til að mynda sé talað um að bæta við snjóruðningstækjum og byrja fyrr að ryðja snjó í húsagötum. „Við erum að tala um það sem tilraunaverkefni að byrja strax með allavega eitt tæki í hverju svæði í húsagötunum til að það safnist ekki svona upp þar. Því við lendum svo oft í því núna að þegar það kemur snjór þá kemur hann mjög þungt nokkra daga í röð. Þá eru tækin okkar alltaf að ryðja stofnvegina aftur og aftur og komast aldrei neitt annað. Þá safnast svo mikið upp og það getur orðið svo svakaleg klakamyndun að það getur verið mjög erfitt að ná því þegar það er farið í það.“ Einnig sé lagt til að vera með sérútboð fyrir strætisvagnastoppistöðvar og rútustæði. Þá sé talað um að vera með betra eftirlit með mokstrinum svo hægt sé að fylgjast með hvar hann gengur ekki nógu vel. Ásamt því sé það á borðinu að auka upplýsingagjöf í framtíðinni.
Snjómokstur Reykjavík Reykjavík síðdegis Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Sjá meira