Gítarleikari Mötley Crüe lögsækir félaga sína Kristinn Haukur Guðnason skrifar 10. apríl 2023 12:20 Mötley Crüe á meðan allt lék í lyndi. Mars er lengst til vinstri á myndinni. Þá Neil, Lee og Sixx. EPA Mick Mars, gítarleikari þungarokkssveitarinnar Mötley Crüe kærði félaga sína á fimmtudag, 6. apríl. Krefst hann þess að afhent verði öll gögn um fjárhag sveitarinnar. Sakar hann félaga sína um að leyna fjárhagslegum upplýsingum. Mars hefur verið gítarleikari Mötley Crüe frá upphafi en sveitin var stofnuð í Los Angeles árið 1981. Aðrir meðlimir eru söngvarinn Vince Neil, trymbillinn Tommy Lee og bassaleikarinn Nikki Sixx sem Mars beinir spjótum sínum einkum að. Gítarleikarinn er nokkuð eldri en hinir hljómsveitarmeðlimirnir og er hrjáður af hrörnunarsjúkdómi er kallast AS (Ankylosing Spondylitis). Í fyrra var það tilkynnt að Mars gæti ekki lengur túrað með hljómsveitinni. Eigi ekki heimtingu á peningum ef hann túrar ekki Mötley Crüe er þekkt sem ein mesta svallsveit allra tíma. Hefur þessi saga verið sögð í bókinni The Dirt og samnefndri bíómynd sem kom út hjá Netflix árið 2019. Kom þar meðal annars fram að Sixx hafi verið við dauðans dyr vegna heróínnotkunar og að Neil hafi keyrt undir áhrifum og valdið dauða annars manns. Mars telur að verið sé að reyna að þvinga hann út úr hljómsveitinni, sem hann á 25 prósenta hlut í. Hann muni ekki fá nema 5 prósenta hlut í hagnaði komandi túrs og sölu varnings. „Ef þú getur ekki spilað á tónleikum ertu að hætta í hljómsveitinni,“ sagði Sahsa Frid, lögmaður sveitarinnar, eftir að Mars hafði lagt fram málsóknargögnin. „Aðalhlutverk hljómsveitar er að koma fram á tónleikum. Ef hluthafi hættir getur hann ekki fengið neinar bætur frá túrnum, sem er það sem Mick er að reyna að gera. Það er klárt mál að Mick á ekki heimtingu á meiri pening.“ Nikki Sixx hefur einnig brugðist við á samfélagsmiðlum og sakaði lögmenn Mars um að standa bak við málsóknina. „Þetta er sorgardagur fyrir okkur og við eigum þetta ekki skilið fyrir öll þessi ár sem við höfum haldið honum uppi. Við óskum honum samt alls hins besta og vonum að hann finni lögmenn og umboðsmenn sem skaða hann ekki. Við elskum þig Mick!“ Tónlist Hollywood Bandaríkin Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira
Mars hefur verið gítarleikari Mötley Crüe frá upphafi en sveitin var stofnuð í Los Angeles árið 1981. Aðrir meðlimir eru söngvarinn Vince Neil, trymbillinn Tommy Lee og bassaleikarinn Nikki Sixx sem Mars beinir spjótum sínum einkum að. Gítarleikarinn er nokkuð eldri en hinir hljómsveitarmeðlimirnir og er hrjáður af hrörnunarsjúkdómi er kallast AS (Ankylosing Spondylitis). Í fyrra var það tilkynnt að Mars gæti ekki lengur túrað með hljómsveitinni. Eigi ekki heimtingu á peningum ef hann túrar ekki Mötley Crüe er þekkt sem ein mesta svallsveit allra tíma. Hefur þessi saga verið sögð í bókinni The Dirt og samnefndri bíómynd sem kom út hjá Netflix árið 2019. Kom þar meðal annars fram að Sixx hafi verið við dauðans dyr vegna heróínnotkunar og að Neil hafi keyrt undir áhrifum og valdið dauða annars manns. Mars telur að verið sé að reyna að þvinga hann út úr hljómsveitinni, sem hann á 25 prósenta hlut í. Hann muni ekki fá nema 5 prósenta hlut í hagnaði komandi túrs og sölu varnings. „Ef þú getur ekki spilað á tónleikum ertu að hætta í hljómsveitinni,“ sagði Sahsa Frid, lögmaður sveitarinnar, eftir að Mars hafði lagt fram málsóknargögnin. „Aðalhlutverk hljómsveitar er að koma fram á tónleikum. Ef hluthafi hættir getur hann ekki fengið neinar bætur frá túrnum, sem er það sem Mick er að reyna að gera. Það er klárt mál að Mick á ekki heimtingu á meiri pening.“ Nikki Sixx hefur einnig brugðist við á samfélagsmiðlum og sakaði lögmenn Mars um að standa bak við málsóknina. „Þetta er sorgardagur fyrir okkur og við eigum þetta ekki skilið fyrir öll þessi ár sem við höfum haldið honum uppi. Við óskum honum samt alls hins besta og vonum að hann finni lögmenn og umboðsmenn sem skaða hann ekki. Við elskum þig Mick!“
Tónlist Hollywood Bandaríkin Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira