Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu þar sem sagt er frá verkefnum dagsins. Mennirnir hafi báðir verið ölvaðir og vistaðir í fangaklefa.
Þá var tilkynnt um mann í annarlegu ástandi sem vistaður var í fangaklefa þar sem „hann var ekki í ástandi til að vera á meðal fólks“. Þá var par handtekið í Hlíðahverfi vegna húsbrots og þau vistuð í fangaklefa.
Í Kársneshverfi í Kópavogi var maður handtekinn vegna innbrots og þjófnaður. Er hann grunaður um fleiri innbrot og var vistaður í fangaklefa. Hann bíður skýrslutöku.