Leigusalar nýti sér slæma stöðu fólks til að græða Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. apríl 2023 20:01 Sanna Magdalena segir leigusala nýta sér slæma stöðu fólks sem býr í atvinnuhúsnæði. Vísir/Arnar Ekki er leyfi fyrir búsetu í leiguherbergjum við Funahöfða í Reykjavík, þar sem eldur kom upp í gær. Borgarfulltrúi segir að verið sé að nýta slæma stöðu leigjenda til að græða á þeim. Áratugur er síðan fjallað var um slæman aðbúnað í húsnæðinu. Eldur kviknaði í íbúðarherbergi í atvinnuhúsnæði á Höfða í gær. Vel gekk að slökkva eldinn, sem var þó nokkuð mikill og eyðilagði herbergið. Þetta er ekki fyrsta skiptið sem eldur kemur upp í Funahöfða 17a. Slökkviliðið hefur um nokkurt skeið haft eftirlit með húsnæðinu, sem er ekki skráð íbúðarhúsnæði Sextíu eru nú skráðir til heimilis í Funahöfða 17a en íbúðirnar um helmingi færri en það. Leigufélagið sem leigir út herbergin, Leiguherbergi ehf., leigir jafnframt út herbergi í Funahöfða 19, Dalshrauni 13 í Hafnarfirði og Smiðjuvegi 68-72 í Kópavogi. Allt er það skráð atvinnuhúsnæði. „Húsnæðiskerfið er ónýtt, það er ekki að þjóna þeim sem þurfa á húsnæði að halda og við sjáum að neyðin er mikil og það er ekki verið að byggja fyrir fólk í neyð,“ segir Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalista. Enn í sömu eigu og 2014 Fjallað var um slæman aðbúnað leigjenda í Funahöfða 17a í þáttunum Brestum, sem voru á dagskrá Stöðvar 2 árið 2014. Lýstu þá leigjendur hræðilegum aðbúnaði og slæmri framkomu leigusala. Húsnæðið var þá og er í eigu félagsins Atlas Holding ehf. en er nú rekið af Leiguherbergjum. Stefán Kjærnested, eigandi Atlas Holding, segir í samtali við fréttastofu að engar athugasemdir hafi borist frá Slökkviliðinu um skort á brunavörnum eftir gærdaginn. Hann hafi ekki vitað til þess að húsnæðið væri í sérstöku eftirlitið hjá Slökkviliði, eins og greint var frá í hádegisfréttum í dag. Hann vildi ekki tjá sig meira vegna málsins. „Það er mjög leiðinlegt og hræðilegt að vita til þess að leigusalar séu að nýta sér slæma stöðu þeirra sem eru í atvinnuhúsnæði og eru að reyna að koma sér í öruggt skjól,“ segir Sanna. Enn eigi það við að tala um húsnæði sem þetta sem fátækrahverfi Reykjavíkur. Verið sé að nýta slæma stöðu leigjenda til að græða. „Þeir eru að greiða mjög hátt verð fyrir herbergi með sameiginlegri aðstöðu og eru síðan jafnvel að flytja og fá ekki trygginguna til baka. Þrátt fyrir að þeir hafi ekki gert neitt rangt og eigi að fá þessa tryggingu.“ Húsnæðismál Slökkvilið Reykjavík Leigumarkaður Tengdar fréttir Húsnæðið ósamþykkt og slökkvilið gert athugasemdir við brunavarnir Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur haft augu með íbúðarhúsnæði í atvinnuhúsnæði við Funahöfða, þar sem eldur kom upp í gær. Íbúðarhúsnæðið er ósamþykkt og sextíu skráðir þar til húsa, þrátt fyrir að um þrjátíu leiguherbergi séu í húsinu. 5. apríl 2023 12:31 Slökkvilið kallað út vegna elds við Funahöfða Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út vegna elds í húsi við Funahöfða í Reykjavík skömmu fyrir klukkan 11:30. 4. apríl 2023 11:56 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram eftir degi Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Sjá meira
Eldur kviknaði í íbúðarherbergi í atvinnuhúsnæði á Höfða í gær. Vel gekk að slökkva eldinn, sem var þó nokkuð mikill og eyðilagði herbergið. Þetta er ekki fyrsta skiptið sem eldur kemur upp í Funahöfða 17a. Slökkviliðið hefur um nokkurt skeið haft eftirlit með húsnæðinu, sem er ekki skráð íbúðarhúsnæði Sextíu eru nú skráðir til heimilis í Funahöfða 17a en íbúðirnar um helmingi færri en það. Leigufélagið sem leigir út herbergin, Leiguherbergi ehf., leigir jafnframt út herbergi í Funahöfða 19, Dalshrauni 13 í Hafnarfirði og Smiðjuvegi 68-72 í Kópavogi. Allt er það skráð atvinnuhúsnæði. „Húsnæðiskerfið er ónýtt, það er ekki að þjóna þeim sem þurfa á húsnæði að halda og við sjáum að neyðin er mikil og það er ekki verið að byggja fyrir fólk í neyð,“ segir Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalista. Enn í sömu eigu og 2014 Fjallað var um slæman aðbúnað leigjenda í Funahöfða 17a í þáttunum Brestum, sem voru á dagskrá Stöðvar 2 árið 2014. Lýstu þá leigjendur hræðilegum aðbúnaði og slæmri framkomu leigusala. Húsnæðið var þá og er í eigu félagsins Atlas Holding ehf. en er nú rekið af Leiguherbergjum. Stefán Kjærnested, eigandi Atlas Holding, segir í samtali við fréttastofu að engar athugasemdir hafi borist frá Slökkviliðinu um skort á brunavörnum eftir gærdaginn. Hann hafi ekki vitað til þess að húsnæðið væri í sérstöku eftirlitið hjá Slökkviliði, eins og greint var frá í hádegisfréttum í dag. Hann vildi ekki tjá sig meira vegna málsins. „Það er mjög leiðinlegt og hræðilegt að vita til þess að leigusalar séu að nýta sér slæma stöðu þeirra sem eru í atvinnuhúsnæði og eru að reyna að koma sér í öruggt skjól,“ segir Sanna. Enn eigi það við að tala um húsnæði sem þetta sem fátækrahverfi Reykjavíkur. Verið sé að nýta slæma stöðu leigjenda til að græða. „Þeir eru að greiða mjög hátt verð fyrir herbergi með sameiginlegri aðstöðu og eru síðan jafnvel að flytja og fá ekki trygginguna til baka. Þrátt fyrir að þeir hafi ekki gert neitt rangt og eigi að fá þessa tryggingu.“
Húsnæðismál Slökkvilið Reykjavík Leigumarkaður Tengdar fréttir Húsnæðið ósamþykkt og slökkvilið gert athugasemdir við brunavarnir Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur haft augu með íbúðarhúsnæði í atvinnuhúsnæði við Funahöfða, þar sem eldur kom upp í gær. Íbúðarhúsnæðið er ósamþykkt og sextíu skráðir þar til húsa, þrátt fyrir að um þrjátíu leiguherbergi séu í húsinu. 5. apríl 2023 12:31 Slökkvilið kallað út vegna elds við Funahöfða Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út vegna elds í húsi við Funahöfða í Reykjavík skömmu fyrir klukkan 11:30. 4. apríl 2023 11:56 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram eftir degi Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Sjá meira
Húsnæðið ósamþykkt og slökkvilið gert athugasemdir við brunavarnir Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur haft augu með íbúðarhúsnæði í atvinnuhúsnæði við Funahöfða, þar sem eldur kom upp í gær. Íbúðarhúsnæðið er ósamþykkt og sextíu skráðir þar til húsa, þrátt fyrir að um þrjátíu leiguherbergi séu í húsinu. 5. apríl 2023 12:31
Slökkvilið kallað út vegna elds við Funahöfða Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út vegna elds í húsi við Funahöfða í Reykjavík skömmu fyrir klukkan 11:30. 4. apríl 2023 11:56