Albert um Víking: „Maður á ekki að vanmeta liðið meðan Arnar er við stjórnvölinn“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. apríl 2023 11:00 Víkingur tapaði fyrir Breiðabliki í Meistarakeppni KSÍ í gær. vísir/hulda margrét Albert Ingason hefur áhyggjur fyrir hönd bikarmeistara Víking. Liðinu er spáð 3. sæti Bestu deildar karla í spá íþróttadeildar Vísis og Stöðvar 2 Sports. „Ég myndi hafa ágætis áhyggjur ef ég væri stuðningsmaður Víkings. Þeir misstu Júlíus Magnússon sem var gríðarlegur skellur fyrir þá. Það gleymist svolítið í umræðunni að stóran hluta síðasta tímabils var Kristall [Máni Ingason] með. Þeir eru svolítið að missa hann inn í þetta tímabil,“ sagði Albert sem er einn sérfræðinga Stöðvar 2 Sports um Bestu deildina. „Þeir fengu Matthías Vilhjálmsson. Það veit í raun enginn nema Arnar Gunnlaugsson hvernig hann verður notaður í sumar. Þeir misstu Kyle [McLagan] í meiðsli og hann verður ekkert með á þessu tímabili. Það er líka skellur. Ari Sigurpálsson hefur verið frá í allan vetur. Maður hefur í raun áhyggjur af hóp Víkinga. Síðasta tímabil einkenndist mikið af meiðslum, sérstaklega í öftustu línu og manni finnst ekki vera nógu mikil breidd þar. Þeir fengu ungan ÍR-ing í Sveini [Gísla Þorkelssyni] en hann hefur ekki reynslu.“ Þrátt fyrir áhyggjurnar sem Albert hefur af Víkingi telur hann að strákarnir hans Arnars geti barist um Íslandsmeistaratitilinn. „Mér finnst hópurinn alveg þannig séð nógu góður, sérstaklega ef þeir styrkja varnarlínuna. Ef leikmenn eins og Birnir Snær [Ingason] stíga aðeins meira upp þá klárlega. Arnar hefur sýnt að maður á ekki að vanmeta Víkingsliðið meðan hann er við stjórnvölinn,“ sagði Albert. Fyrsti leikur Víkings í Bestu deildinni er gegn Stjörnunni mánudaginn 10. apríl. Þess má geta að viðtalið var tekið áður en Víkingur samdi við færeyska varnarmanninn Gunnar Vatnhamar. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Sjá meira
„Ég myndi hafa ágætis áhyggjur ef ég væri stuðningsmaður Víkings. Þeir misstu Júlíus Magnússon sem var gríðarlegur skellur fyrir þá. Það gleymist svolítið í umræðunni að stóran hluta síðasta tímabils var Kristall [Máni Ingason] með. Þeir eru svolítið að missa hann inn í þetta tímabil,“ sagði Albert sem er einn sérfræðinga Stöðvar 2 Sports um Bestu deildina. „Þeir fengu Matthías Vilhjálmsson. Það veit í raun enginn nema Arnar Gunnlaugsson hvernig hann verður notaður í sumar. Þeir misstu Kyle [McLagan] í meiðsli og hann verður ekkert með á þessu tímabili. Það er líka skellur. Ari Sigurpálsson hefur verið frá í allan vetur. Maður hefur í raun áhyggjur af hóp Víkinga. Síðasta tímabil einkenndist mikið af meiðslum, sérstaklega í öftustu línu og manni finnst ekki vera nógu mikil breidd þar. Þeir fengu ungan ÍR-ing í Sveini [Gísla Þorkelssyni] en hann hefur ekki reynslu.“ Þrátt fyrir áhyggjurnar sem Albert hefur af Víkingi telur hann að strákarnir hans Arnars geti barist um Íslandsmeistaratitilinn. „Mér finnst hópurinn alveg þannig séð nógu góður, sérstaklega ef þeir styrkja varnarlínuna. Ef leikmenn eins og Birnir Snær [Ingason] stíga aðeins meira upp þá klárlega. Arnar hefur sýnt að maður á ekki að vanmeta Víkingsliðið meðan hann er við stjórnvölinn,“ sagði Albert. Fyrsti leikur Víkings í Bestu deildinni er gegn Stjörnunni mánudaginn 10. apríl. Þess má geta að viðtalið var tekið áður en Víkingur samdi við færeyska varnarmanninn Gunnar Vatnhamar.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Sjá meira