Gísli Eyjólfsson: Maður vill auðvitað alltaf skora Sverrir Mar Smárason skrifar 4. apríl 2023 22:39 Gísli Eyjólfsson glaður með bikarinn í kvöld. Vísir/ Hulda Margrét Gísli Eyjólfsson, miðjumaður Breiðabliks, var að vonum ánægður með 3-2 sigur síns liðs gegn Víkingum í kvöld eftir að hafa lyft bikarnum fyrir sigur í Meistarakeppni KSÍ. „Geggjað að vinna. Algjör bónus að fá titil, það er eitthvað sem maður er orðinn smá háður núna og vill meira af. Fyrri hálfleikurinn var virkilega góður og fyrstu tíu í seinni en svo fannst mér við verða bara pínu langt frá mönnum og fórum að bomba boltanum óþarflega mikið upp. Hefðum getað haldið meira í boltann en fínt að klára þetta þrátt fyrir ekki nógu góða spilamennsku í seinni,“ sagði Gísli. Pressan gekk oft vel hjá Breiðablik í leiknum og bjuggu þeir til marga góða möguleika eftir að hafa unnið boltann, sérstaklega fyrsta klukkutímann. Það breyttist svo aðeins við þungavigtar fjórfalda skiptingu hjá Víkingum á 65. mínútu. „Það gæti alveg verið að mennirnir sem komu inn hjá þeim hafi skrúfað þetta svolítið upp hjá þeim. Mér fannst bara að við værum alltaf skrefinu eftir á og að einhver kraftur hafi farið úr okkur í þessari pressu. Við náðum ekki að klukka þá og þeir gera virkilega vel. Fínn karaktersigur að ná að halda þetta út og ná að klára leikinn þrátt fyrir að við höfum ekki verið að finna okkur í seinni hálfleik,“ sagði Gísli. Gísli skoraði gott mark í dag þegar hann kom Blikum í 1-0 á 14. mínútu leiksins. Hann hefur færst aftar á völlinn undanfarin ár en langar að skora meira á þessu tímabili. Hann kom einnig inn á innkomu Patrik Johannesen í liðið. „Maður vill auðvitað alltaf skora og það er langt síðan ég skoraði síðast. Svo er manni nánast alveg sama svo lengi sem maður vinnur leikinn. Það væri alveg skemmtilegt ef það kæmu aðeins fleiri mörk í sumar.“ „Patrik er búinn að koma virkilega sterkur inn í þetta og er ótrúlega góður í fótbolta. Hann tekur mikið til sín. Góður taktur í honum, hann smellur vel inn í liðið og það er þægilegt að spila með honum. Vonandi heldur þetta áfram í sumar,“ sagði Gísli um markið og Patrik. Blikar mæta grönnum sínum í HK eftir 6 daga í fyrstu umferð Bestu deildarinnar. Gísli býst við hörku leik. „Við ætlum bara að bjóða þá velkomna á Kópavogsvöllinn. Það verður bara virkilega skemmtilegur leikur þar sem við ætlum að taka alla þrjá punktana og byrja þetta almennilega.“ Breiðablik Víkingur Reykjavík Besta deild karla Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn „Ég er ekki Hitler“ Fótbolti United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Enski boltinn Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Sport Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Körfubolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Rekinn úr félaginu sínu en valinn í landsliðið á móti Íslandi Sport EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Fleiri fréttir Rekinn úr félaginu sínu en valinn í landsliðið á móti Íslandi Dagskráin: Big Ben, úrslitastund Blika, dregið í Meistaradeild og Besta kvenna Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag Amanda og félagar mæta Blikum Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael Þrír íslenskir kastarar keppa á HM í Tókýó Diljá og Karólína skoruðu báðar EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Sjá meira
„Geggjað að vinna. Algjör bónus að fá titil, það er eitthvað sem maður er orðinn smá háður núna og vill meira af. Fyrri hálfleikurinn var virkilega góður og fyrstu tíu í seinni en svo fannst mér við verða bara pínu langt frá mönnum og fórum að bomba boltanum óþarflega mikið upp. Hefðum getað haldið meira í boltann en fínt að klára þetta þrátt fyrir ekki nógu góða spilamennsku í seinni,“ sagði Gísli. Pressan gekk oft vel hjá Breiðablik í leiknum og bjuggu þeir til marga góða möguleika eftir að hafa unnið boltann, sérstaklega fyrsta klukkutímann. Það breyttist svo aðeins við þungavigtar fjórfalda skiptingu hjá Víkingum á 65. mínútu. „Það gæti alveg verið að mennirnir sem komu inn hjá þeim hafi skrúfað þetta svolítið upp hjá þeim. Mér fannst bara að við værum alltaf skrefinu eftir á og að einhver kraftur hafi farið úr okkur í þessari pressu. Við náðum ekki að klukka þá og þeir gera virkilega vel. Fínn karaktersigur að ná að halda þetta út og ná að klára leikinn þrátt fyrir að við höfum ekki verið að finna okkur í seinni hálfleik,“ sagði Gísli. Gísli skoraði gott mark í dag þegar hann kom Blikum í 1-0 á 14. mínútu leiksins. Hann hefur færst aftar á völlinn undanfarin ár en langar að skora meira á þessu tímabili. Hann kom einnig inn á innkomu Patrik Johannesen í liðið. „Maður vill auðvitað alltaf skora og það er langt síðan ég skoraði síðast. Svo er manni nánast alveg sama svo lengi sem maður vinnur leikinn. Það væri alveg skemmtilegt ef það kæmu aðeins fleiri mörk í sumar.“ „Patrik er búinn að koma virkilega sterkur inn í þetta og er ótrúlega góður í fótbolta. Hann tekur mikið til sín. Góður taktur í honum, hann smellur vel inn í liðið og það er þægilegt að spila með honum. Vonandi heldur þetta áfram í sumar,“ sagði Gísli um markið og Patrik. Blikar mæta grönnum sínum í HK eftir 6 daga í fyrstu umferð Bestu deildarinnar. Gísli býst við hörku leik. „Við ætlum bara að bjóða þá velkomna á Kópavogsvöllinn. Það verður bara virkilega skemmtilegur leikur þar sem við ætlum að taka alla þrjá punktana og byrja þetta almennilega.“
Breiðablik Víkingur Reykjavík Besta deild karla Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn „Ég er ekki Hitler“ Fótbolti United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Enski boltinn Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Sport Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Körfubolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Rekinn úr félaginu sínu en valinn í landsliðið á móti Íslandi Sport EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Fleiri fréttir Rekinn úr félaginu sínu en valinn í landsliðið á móti Íslandi Dagskráin: Big Ben, úrslitastund Blika, dregið í Meistaradeild og Besta kvenna Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag Amanda og félagar mæta Blikum Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael Þrír íslenskir kastarar keppa á HM í Tókýó Diljá og Karólína skoruðu báðar EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Sjá meira