Gísli Eyjólfsson: Maður vill auðvitað alltaf skora Sverrir Mar Smárason skrifar 4. apríl 2023 22:39 Gísli Eyjólfsson glaður með bikarinn í kvöld. Vísir/ Hulda Margrét Gísli Eyjólfsson, miðjumaður Breiðabliks, var að vonum ánægður með 3-2 sigur síns liðs gegn Víkingum í kvöld eftir að hafa lyft bikarnum fyrir sigur í Meistarakeppni KSÍ. „Geggjað að vinna. Algjör bónus að fá titil, það er eitthvað sem maður er orðinn smá háður núna og vill meira af. Fyrri hálfleikurinn var virkilega góður og fyrstu tíu í seinni en svo fannst mér við verða bara pínu langt frá mönnum og fórum að bomba boltanum óþarflega mikið upp. Hefðum getað haldið meira í boltann en fínt að klára þetta þrátt fyrir ekki nógu góða spilamennsku í seinni,“ sagði Gísli. Pressan gekk oft vel hjá Breiðablik í leiknum og bjuggu þeir til marga góða möguleika eftir að hafa unnið boltann, sérstaklega fyrsta klukkutímann. Það breyttist svo aðeins við þungavigtar fjórfalda skiptingu hjá Víkingum á 65. mínútu. „Það gæti alveg verið að mennirnir sem komu inn hjá þeim hafi skrúfað þetta svolítið upp hjá þeim. Mér fannst bara að við værum alltaf skrefinu eftir á og að einhver kraftur hafi farið úr okkur í þessari pressu. Við náðum ekki að klukka þá og þeir gera virkilega vel. Fínn karaktersigur að ná að halda þetta út og ná að klára leikinn þrátt fyrir að við höfum ekki verið að finna okkur í seinni hálfleik,“ sagði Gísli. Gísli skoraði gott mark í dag þegar hann kom Blikum í 1-0 á 14. mínútu leiksins. Hann hefur færst aftar á völlinn undanfarin ár en langar að skora meira á þessu tímabili. Hann kom einnig inn á innkomu Patrik Johannesen í liðið. „Maður vill auðvitað alltaf skora og það er langt síðan ég skoraði síðast. Svo er manni nánast alveg sama svo lengi sem maður vinnur leikinn. Það væri alveg skemmtilegt ef það kæmu aðeins fleiri mörk í sumar.“ „Patrik er búinn að koma virkilega sterkur inn í þetta og er ótrúlega góður í fótbolta. Hann tekur mikið til sín. Góður taktur í honum, hann smellur vel inn í liðið og það er þægilegt að spila með honum. Vonandi heldur þetta áfram í sumar,“ sagði Gísli um markið og Patrik. Blikar mæta grönnum sínum í HK eftir 6 daga í fyrstu umferð Bestu deildarinnar. Gísli býst við hörku leik. „Við ætlum bara að bjóða þá velkomna á Kópavogsvöllinn. Það verður bara virkilega skemmtilegur leikur þar sem við ætlum að taka alla þrjá punktana og byrja þetta almennilega.“ Breiðablik Víkingur Reykjavík Besta deild karla Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Fótbolti Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Körfubolti Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og úrslitaleikur um Evrópusæti í Bestu Sport Fleiri fréttir Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sjáðu mörkin sem komu United upp fyrir Liverpool Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Dagskráin í dag: Enski boltinn og úrslitaleikur um Evrópusæti í Bestu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið „Fallegt þegar þú setur þér markmið að ná þeim“ „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ „Það er spurning fyrir stjórnina“ Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Sjá meira
„Geggjað að vinna. Algjör bónus að fá titil, það er eitthvað sem maður er orðinn smá háður núna og vill meira af. Fyrri hálfleikurinn var virkilega góður og fyrstu tíu í seinni en svo fannst mér við verða bara pínu langt frá mönnum og fórum að bomba boltanum óþarflega mikið upp. Hefðum getað haldið meira í boltann en fínt að klára þetta þrátt fyrir ekki nógu góða spilamennsku í seinni,“ sagði Gísli. Pressan gekk oft vel hjá Breiðablik í leiknum og bjuggu þeir til marga góða möguleika eftir að hafa unnið boltann, sérstaklega fyrsta klukkutímann. Það breyttist svo aðeins við þungavigtar fjórfalda skiptingu hjá Víkingum á 65. mínútu. „Það gæti alveg verið að mennirnir sem komu inn hjá þeim hafi skrúfað þetta svolítið upp hjá þeim. Mér fannst bara að við værum alltaf skrefinu eftir á og að einhver kraftur hafi farið úr okkur í þessari pressu. Við náðum ekki að klukka þá og þeir gera virkilega vel. Fínn karaktersigur að ná að halda þetta út og ná að klára leikinn þrátt fyrir að við höfum ekki verið að finna okkur í seinni hálfleik,“ sagði Gísli. Gísli skoraði gott mark í dag þegar hann kom Blikum í 1-0 á 14. mínútu leiksins. Hann hefur færst aftar á völlinn undanfarin ár en langar að skora meira á þessu tímabili. Hann kom einnig inn á innkomu Patrik Johannesen í liðið. „Maður vill auðvitað alltaf skora og það er langt síðan ég skoraði síðast. Svo er manni nánast alveg sama svo lengi sem maður vinnur leikinn. Það væri alveg skemmtilegt ef það kæmu aðeins fleiri mörk í sumar.“ „Patrik er búinn að koma virkilega sterkur inn í þetta og er ótrúlega góður í fótbolta. Hann tekur mikið til sín. Góður taktur í honum, hann smellur vel inn í liðið og það er þægilegt að spila með honum. Vonandi heldur þetta áfram í sumar,“ sagði Gísli um markið og Patrik. Blikar mæta grönnum sínum í HK eftir 6 daga í fyrstu umferð Bestu deildarinnar. Gísli býst við hörku leik. „Við ætlum bara að bjóða þá velkomna á Kópavogsvöllinn. Það verður bara virkilega skemmtilegur leikur þar sem við ætlum að taka alla þrjá punktana og byrja þetta almennilega.“
Breiðablik Víkingur Reykjavík Besta deild karla Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Fótbolti Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Körfubolti Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og úrslitaleikur um Evrópusæti í Bestu Sport Fleiri fréttir Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sjáðu mörkin sem komu United upp fyrir Liverpool Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Dagskráin í dag: Enski boltinn og úrslitaleikur um Evrópusæti í Bestu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið „Fallegt þegar þú setur þér markmið að ná þeim“ „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ „Það er spurning fyrir stjórnina“ Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Sjá meira