Ráðgjafi ríkisstjóra féll í átökum við lögreglu Kjartan Kjartansson skrifar 4. apríl 2023 09:11 Roy McGrath var skrifstofustjóri Larrys Hogan, fyrrverandi ríkisstjóra Maryland. Hann var ákærður fyrir fjárdrátt og fjársvik en lagði á flótta. Baltimore Sun/Pamela Wood/AP Fyrrverandi skrifstofustjóri ríkisstjóra Maryland í Bandaríkjunum lést af völdum skotsárs sem hann hlaut í átökum við fulltrúa alríkislögreglunnar FBI í gær. Maðurinn hafði verið á flótta undan yfirvöldum í þrjár vikur enn hann var sakaður um fjársvik. Leit að Roy C. McGrath, skrifstofustjóra í ríkisstjóratíð Larrys Hogan í Maryland, hófst eftir að hann mætti ekki fyrir alríkisdómstól í Baltimore í síðasta mánuði. Joseph Murtha, lögmaður hans, staðfesti við Washington Post að McGrath hefði látist eftir átök við alríkislögreglumenn við borgina Knoxville í Tennessee í gær. Alríkislögreglan segir að McGrath hafi særst þegar lögreglumenn ætluðu að handtaka hann. Hann hafi verið fluttur á sjúkrahús en látist af sárum sínum. Lögreglumenn hafi hleypt af skotum og stofnunin fari yfir atvik málsins. Murtha segist ekki vita hvort lögreglumenn skutu McGrath til bana eða hvort hann hafi skotið sjálfan sig. Átti yfir höfði sér áratugalanga fangelsisvist McGrath, sem var 53 ára gamall, var ákærður fyrir fjársvik og fjárdrátt þegar hann stýrði hálfopinberri stofnun í Maryland. Hann var sakaður um að hafa blekkt embættismenn til þess að fá digran starfslokasamning þegar hann hætti hjá stofnuninni til þess að gerast skrifstofustjóri ríkisstjórans. McGrath hélt alla tíð fram sakleysi sínu og fullyrti að ríkisstjórinn hefði lagt blessun sína yfir greiðsluna. Hann hrökklaðist engu að síður úr starfi skrifstofustjóra eftir aðeins ellefu vikna starf árið 2020. Hann hefði átt yfir höfði sér að hámarki tuttugu ára fangelsi fyrir hvern fjögurra liða ákærunnar um fjársvik og tíu ára fangelsi fyrir tvo ákæruliði um fjárdrátt, að sögn AP-fréttastofunnar. Bók um líf McGrath eftir dularfullan höfund Viku eftir að McGrath lét sig hverfa fyrir þremur vikum birtist rafbók í netverslun Amazon undr titlinum: „Svikinn: Sönn saga Roys McGrath“. Í henni er McGrath lýst sem harðduglegum manni sem mátti ekki vamm sitt vita. Washington Post segir að meintur höfundur bókarinnar hafi ekki viljað veita upplýsingar til þess að blaðið gæti staðfest hver hann væri. Hann harðneitaði að vera McGrath að villa á sér heimildir. Hélt maðurinn því fram að hann hefði skrifað bókina upp úr drögum sem McGrath skildi eftir. Larry Hogan, fyrrverandi ríkisstjóri Maryland og yfirmaður McGrath, sagðist harmi sleginn yfir dauða skrifstofustjórans í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér. Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Fleiri fréttir Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Sjá meira
Leit að Roy C. McGrath, skrifstofustjóra í ríkisstjóratíð Larrys Hogan í Maryland, hófst eftir að hann mætti ekki fyrir alríkisdómstól í Baltimore í síðasta mánuði. Joseph Murtha, lögmaður hans, staðfesti við Washington Post að McGrath hefði látist eftir átök við alríkislögreglumenn við borgina Knoxville í Tennessee í gær. Alríkislögreglan segir að McGrath hafi særst þegar lögreglumenn ætluðu að handtaka hann. Hann hafi verið fluttur á sjúkrahús en látist af sárum sínum. Lögreglumenn hafi hleypt af skotum og stofnunin fari yfir atvik málsins. Murtha segist ekki vita hvort lögreglumenn skutu McGrath til bana eða hvort hann hafi skotið sjálfan sig. Átti yfir höfði sér áratugalanga fangelsisvist McGrath, sem var 53 ára gamall, var ákærður fyrir fjársvik og fjárdrátt þegar hann stýrði hálfopinberri stofnun í Maryland. Hann var sakaður um að hafa blekkt embættismenn til þess að fá digran starfslokasamning þegar hann hætti hjá stofnuninni til þess að gerast skrifstofustjóri ríkisstjórans. McGrath hélt alla tíð fram sakleysi sínu og fullyrti að ríkisstjórinn hefði lagt blessun sína yfir greiðsluna. Hann hrökklaðist engu að síður úr starfi skrifstofustjóra eftir aðeins ellefu vikna starf árið 2020. Hann hefði átt yfir höfði sér að hámarki tuttugu ára fangelsi fyrir hvern fjögurra liða ákærunnar um fjársvik og tíu ára fangelsi fyrir tvo ákæruliði um fjárdrátt, að sögn AP-fréttastofunnar. Bók um líf McGrath eftir dularfullan höfund Viku eftir að McGrath lét sig hverfa fyrir þremur vikum birtist rafbók í netverslun Amazon undr titlinum: „Svikinn: Sönn saga Roys McGrath“. Í henni er McGrath lýst sem harðduglegum manni sem mátti ekki vamm sitt vita. Washington Post segir að meintur höfundur bókarinnar hafi ekki viljað veita upplýsingar til þess að blaðið gæti staðfest hver hann væri. Hann harðneitaði að vera McGrath að villa á sér heimildir. Hélt maðurinn því fram að hann hefði skrifað bókina upp úr drögum sem McGrath skildi eftir. Larry Hogan, fyrrverandi ríkisstjóri Maryland og yfirmaður McGrath, sagðist harmi sleginn yfir dauða skrifstofustjórans í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér.
Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Fleiri fréttir Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Sjá meira