Ráðgjafi ríkisstjóra féll í átökum við lögreglu Kjartan Kjartansson skrifar 4. apríl 2023 09:11 Roy McGrath var skrifstofustjóri Larrys Hogan, fyrrverandi ríkisstjóra Maryland. Hann var ákærður fyrir fjárdrátt og fjársvik en lagði á flótta. Baltimore Sun/Pamela Wood/AP Fyrrverandi skrifstofustjóri ríkisstjóra Maryland í Bandaríkjunum lést af völdum skotsárs sem hann hlaut í átökum við fulltrúa alríkislögreglunnar FBI í gær. Maðurinn hafði verið á flótta undan yfirvöldum í þrjár vikur enn hann var sakaður um fjársvik. Leit að Roy C. McGrath, skrifstofustjóra í ríkisstjóratíð Larrys Hogan í Maryland, hófst eftir að hann mætti ekki fyrir alríkisdómstól í Baltimore í síðasta mánuði. Joseph Murtha, lögmaður hans, staðfesti við Washington Post að McGrath hefði látist eftir átök við alríkislögreglumenn við borgina Knoxville í Tennessee í gær. Alríkislögreglan segir að McGrath hafi særst þegar lögreglumenn ætluðu að handtaka hann. Hann hafi verið fluttur á sjúkrahús en látist af sárum sínum. Lögreglumenn hafi hleypt af skotum og stofnunin fari yfir atvik málsins. Murtha segist ekki vita hvort lögreglumenn skutu McGrath til bana eða hvort hann hafi skotið sjálfan sig. Átti yfir höfði sér áratugalanga fangelsisvist McGrath, sem var 53 ára gamall, var ákærður fyrir fjársvik og fjárdrátt þegar hann stýrði hálfopinberri stofnun í Maryland. Hann var sakaður um að hafa blekkt embættismenn til þess að fá digran starfslokasamning þegar hann hætti hjá stofnuninni til þess að gerast skrifstofustjóri ríkisstjórans. McGrath hélt alla tíð fram sakleysi sínu og fullyrti að ríkisstjórinn hefði lagt blessun sína yfir greiðsluna. Hann hrökklaðist engu að síður úr starfi skrifstofustjóra eftir aðeins ellefu vikna starf árið 2020. Hann hefði átt yfir höfði sér að hámarki tuttugu ára fangelsi fyrir hvern fjögurra liða ákærunnar um fjársvik og tíu ára fangelsi fyrir tvo ákæruliði um fjárdrátt, að sögn AP-fréttastofunnar. Bók um líf McGrath eftir dularfullan höfund Viku eftir að McGrath lét sig hverfa fyrir þremur vikum birtist rafbók í netverslun Amazon undr titlinum: „Svikinn: Sönn saga Roys McGrath“. Í henni er McGrath lýst sem harðduglegum manni sem mátti ekki vamm sitt vita. Washington Post segir að meintur höfundur bókarinnar hafi ekki viljað veita upplýsingar til þess að blaðið gæti staðfest hver hann væri. Hann harðneitaði að vera McGrath að villa á sér heimildir. Hélt maðurinn því fram að hann hefði skrifað bókina upp úr drögum sem McGrath skildi eftir. Larry Hogan, fyrrverandi ríkisstjóri Maryland og yfirmaður McGrath, sagðist harmi sleginn yfir dauða skrifstofustjórans í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér. Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Leit að Roy C. McGrath, skrifstofustjóra í ríkisstjóratíð Larrys Hogan í Maryland, hófst eftir að hann mætti ekki fyrir alríkisdómstól í Baltimore í síðasta mánuði. Joseph Murtha, lögmaður hans, staðfesti við Washington Post að McGrath hefði látist eftir átök við alríkislögreglumenn við borgina Knoxville í Tennessee í gær. Alríkislögreglan segir að McGrath hafi særst þegar lögreglumenn ætluðu að handtaka hann. Hann hafi verið fluttur á sjúkrahús en látist af sárum sínum. Lögreglumenn hafi hleypt af skotum og stofnunin fari yfir atvik málsins. Murtha segist ekki vita hvort lögreglumenn skutu McGrath til bana eða hvort hann hafi skotið sjálfan sig. Átti yfir höfði sér áratugalanga fangelsisvist McGrath, sem var 53 ára gamall, var ákærður fyrir fjársvik og fjárdrátt þegar hann stýrði hálfopinberri stofnun í Maryland. Hann var sakaður um að hafa blekkt embættismenn til þess að fá digran starfslokasamning þegar hann hætti hjá stofnuninni til þess að gerast skrifstofustjóri ríkisstjórans. McGrath hélt alla tíð fram sakleysi sínu og fullyrti að ríkisstjórinn hefði lagt blessun sína yfir greiðsluna. Hann hrökklaðist engu að síður úr starfi skrifstofustjóra eftir aðeins ellefu vikna starf árið 2020. Hann hefði átt yfir höfði sér að hámarki tuttugu ára fangelsi fyrir hvern fjögurra liða ákærunnar um fjársvik og tíu ára fangelsi fyrir tvo ákæruliði um fjárdrátt, að sögn AP-fréttastofunnar. Bók um líf McGrath eftir dularfullan höfund Viku eftir að McGrath lét sig hverfa fyrir þremur vikum birtist rafbók í netverslun Amazon undr titlinum: „Svikinn: Sönn saga Roys McGrath“. Í henni er McGrath lýst sem harðduglegum manni sem mátti ekki vamm sitt vita. Washington Post segir að meintur höfundur bókarinnar hafi ekki viljað veita upplýsingar til þess að blaðið gæti staðfest hver hann væri. Hann harðneitaði að vera McGrath að villa á sér heimildir. Hélt maðurinn því fram að hann hefði skrifað bókina upp úr drögum sem McGrath skildi eftir. Larry Hogan, fyrrverandi ríkisstjóri Maryland og yfirmaður McGrath, sagðist harmi sleginn yfir dauða skrifstofustjórans í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér.
Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira