Hver á að borga fyrir ferminguna? Ingibjörg Isaksen skrifar 4. apríl 2023 07:31 Það getur verið flókið að ganga í gegnum skilnað, sér í lagi þegar fólk á börn saman. Í daglegu lífi þegar sérstök útgjöld tengdu barni eru framundan líkt og til dæmis vegna fermingar getur ágreiningur skapast milli foreldra. Í slíkum tilvikum getur lögheimilisforeldri óskað eftir úrskurði sýslumanns til að umgengnisforeldri greiði framlag þegar kemur að sérstökum útgjöldum s.s. vegna skírnar, ferminga, tannréttinga, gleraugnakaupa, sjúkdóma, greftrunar o.s.frv. En umsóknir vegna sérstakra útgjalda geta verið bæði krefjandi og erfiðar ásamt því að vera flókið ferli fyrir foreldra sem jafnvel á sama tíma eru að ganga í gegnum erfið samskipti við fyrrverandi maka. Óþarflega flókið ferli Í síðasta mánuði mælti sú sem hér skrifar fyrir tillögu sem hefur það að markmiði að einfalda ferli umsókna um sérstök útgjöld vegna barns. Í tillögunni er lögð áhersla á að auðvelda aðgengi milli aðila ríkisins að upplýsingum og gögnum, en foreldri þarf við umsókn um sérstök útgjöld að leggja fram ýmis fylgiskjöl frá opinberum aðilum í samræmi við hvert tilefni fyrir sig. Má þar nefna skattframtöl, tekjuyfirlit, forsjárvottorð, gildandi ákvörðun um meðlag og yfirlit frá sjúkratryggingum vegna greiðsluþátttöku. Allt eru þetta gögn sem nú þegar liggja fyrir hjá hinu opinbera og því væri nærtækara að sýslumaður hefði lagaheimild kalla eftir þessum gögnum í stað þess að foreldri fari á milli kóngs og prests við að týna saman upplýsingar. Undirrituð telur að skoða verði af fullri alvöru hvort hægt sé að aflétta frumkvæðisskyldu foreldris við öflun opinberra fylgiskjala og færa þá skyldu yfir á ríkið eða auka heimildir stjórnvalda til þess að staðfesta tilvist og efni upplýsinga í gegnum www.island.is. Tryggja þarf að sýslumannsembættunum sé kleift að afla nauðsynlegra gagna með stafrænum hætti. Nýtum framvindu tækninnar Í samræmi við þær tækniframfarir sem hafa átt sér stað á undanförnum árum ætti auðveldlega að vera hægt að einfalda ferli um sérstök útgjöld verulega. Við gerð greiðslumats hökum við í boxið um upplýsingaöflun um tekjur okkar og skuldir og því ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að setja upp slíkt kerfi við umsóknarferli um sérstök útgjöld. Undirrituð telur að með sambærilegum hætti væri auðveldlega hægt að veita heimild til gagnaöflunar hjá stjórnvöldum vegna umsókna um sérstök útgjöld. Ef við höfum tök á að bæta þjónustuna á þessum vettvangi og einfalda um leið ferlið bæði fyrir foreldrið og úrvinnsluaðilann, ættum við að gera allt sem í okkar valdi stendur til að lausnin geti orðið að veruleika. Höfundur er þingflokksformaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingibjörg Ólöf Isaksen Framsóknarflokkurinn Fermingar Fjölskyldumál Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Það getur verið flókið að ganga í gegnum skilnað, sér í lagi þegar fólk á börn saman. Í daglegu lífi þegar sérstök útgjöld tengdu barni eru framundan líkt og til dæmis vegna fermingar getur ágreiningur skapast milli foreldra. Í slíkum tilvikum getur lögheimilisforeldri óskað eftir úrskurði sýslumanns til að umgengnisforeldri greiði framlag þegar kemur að sérstökum útgjöldum s.s. vegna skírnar, ferminga, tannréttinga, gleraugnakaupa, sjúkdóma, greftrunar o.s.frv. En umsóknir vegna sérstakra útgjalda geta verið bæði krefjandi og erfiðar ásamt því að vera flókið ferli fyrir foreldra sem jafnvel á sama tíma eru að ganga í gegnum erfið samskipti við fyrrverandi maka. Óþarflega flókið ferli Í síðasta mánuði mælti sú sem hér skrifar fyrir tillögu sem hefur það að markmiði að einfalda ferli umsókna um sérstök útgjöld vegna barns. Í tillögunni er lögð áhersla á að auðvelda aðgengi milli aðila ríkisins að upplýsingum og gögnum, en foreldri þarf við umsókn um sérstök útgjöld að leggja fram ýmis fylgiskjöl frá opinberum aðilum í samræmi við hvert tilefni fyrir sig. Má þar nefna skattframtöl, tekjuyfirlit, forsjárvottorð, gildandi ákvörðun um meðlag og yfirlit frá sjúkratryggingum vegna greiðsluþátttöku. Allt eru þetta gögn sem nú þegar liggja fyrir hjá hinu opinbera og því væri nærtækara að sýslumaður hefði lagaheimild kalla eftir þessum gögnum í stað þess að foreldri fari á milli kóngs og prests við að týna saman upplýsingar. Undirrituð telur að skoða verði af fullri alvöru hvort hægt sé að aflétta frumkvæðisskyldu foreldris við öflun opinberra fylgiskjala og færa þá skyldu yfir á ríkið eða auka heimildir stjórnvalda til þess að staðfesta tilvist og efni upplýsinga í gegnum www.island.is. Tryggja þarf að sýslumannsembættunum sé kleift að afla nauðsynlegra gagna með stafrænum hætti. Nýtum framvindu tækninnar Í samræmi við þær tækniframfarir sem hafa átt sér stað á undanförnum árum ætti auðveldlega að vera hægt að einfalda ferli um sérstök útgjöld verulega. Við gerð greiðslumats hökum við í boxið um upplýsingaöflun um tekjur okkar og skuldir og því ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að setja upp slíkt kerfi við umsóknarferli um sérstök útgjöld. Undirrituð telur að með sambærilegum hætti væri auðveldlega hægt að veita heimild til gagnaöflunar hjá stjórnvöldum vegna umsókna um sérstök útgjöld. Ef við höfum tök á að bæta þjónustuna á þessum vettvangi og einfalda um leið ferlið bæði fyrir foreldrið og úrvinnsluaðilann, ættum við að gera allt sem í okkar valdi stendur til að lausnin geti orðið að veruleika. Höfundur er þingflokksformaður Framsóknar.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar