U-beygja í leikmannamálum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. apríl 2023 09:01 KR virðist fara aðra leið í leikmannamálum en oft áður. Vísir/Hulda Margrét Segja má að nokkur lið Bestu deildar karla í knattspyrnu hafi tekið algjöra U-beygju í leikmannamálum sínum fyrir komandi tímabil. Lið sem hafa áður sótt þekktar stærðir hafa sóst meira í yngri leikmenn og lið sem hafa tekið inn unga leikmenn undanfarin ár hafa sótt þekktar stæðir. Fyrir ekki svo mörgum árum síðan hóf Arnar Gunnlaugsson, þjálfari ríkjandi bikarmeistara Víkings, að sækja yngri leikmenn sem höfðu farið út í atvinnumennsku en ekki fundið taktinn og vildu koma heim aftur. Hafa Víkingar notið vægast sagt góðs af og hafa sumir af þessum leikmönnum farið aftur út í atvinnumennsku. Segja má að Breiðablik hafi farið sömu leið þó félagið hafi líka verið duglegt að sækja leikmenn úr öðrum liðum á Íslandi. Bæði þessi lið hafa verið gríðarlega sigursæl undanfarin tvö tímabil. Á sama tíma voru tvö stórlið á Reykjavíkursvæðinu að sækja eldri og reyndari leikmenn. Þeim hefur ekki gengið jafnvel á síðustu tveimur árum og virðast nú ætla að feta í sömu spor og Íslandsmeistarar síðustu tveggja ára. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, hefur sagt það beint út að hann hefði ef til vill átt að vera duglegri í að endurnýja leikmannahóp sinn eftir að KR varð Íslandsmeistari sumarið 2019. Það þurfti að fylla ýmis skörð í KR-liðinu og hafa tveir reynslumiklir norskir leikmenn gengið í raðir félagsins fyrir komandi tímabil. Þá hafa KR-ingar sótt þrjá aðra leikmenn og reikna má með að sá fjórði sé á leiðinni. Segja má að þeir leikmenn falli í sama flokk og leikmennirnir sem Víkingar voru að sækja fyrir ekki svo löngu síðan. Jakob Franz Pálsson er genginn í raðir KR á láni frá Venezia á Ítalíu. Jóhannes Kristinn Bjarnason er genginn aftur í raðir KR eftir stutta dvöl hjá Norrköping í Svíþjóð og Luke Rae er kominn frá Gróttu. Þá vonast KR-ingar til að ganga frá samningi við Benóný Breka Andrésson en sá er í dag samningsbundinn Bologna á Ítalíu. Allt eru þetta leikmenn í kringum tvítugt og ættu að gefa KR yngra yfirbragð en liðið hefur haft undanfarin ár. Segja má að Valur sé einnig að fara sömu leið en þar sem gríðarlega breytingar hafa orðið á leikmannahópi liðsins hafa reynslumeiri menn einnig verið sóttir. Það hafa hins vegar verið sóttir tveir leikmenn til Ítalíu, þeir Hlynur Freyr Karlsson frá Bologna og Óliver Steinar Guðmundsson frá Atalanta. Lúkas Logi Heimisson er svo kominn frá Fjölni. Valsmenn hafa vissulega einnig fengið til sín Adam Ægi Pálsson, Andra Rúnar Bjarnason, Elfar Frey Helgason og Kristinn Frey Sigurðsson. Að því sögðu þá eru ungmennin þrjú hér að ofan á skjön við þá leikmenn sem Valur hefur sankað að sér á undanförnum árum. Hvort leikmannastefna KR og Vals dugi þeim til að ögra tveimur af bestu liðum landsins á toppi Bestu deildarinnar verður að koma í ljós. Deildin fer af stað 10. apríl og ljóst er að spennan er mikil fyrir komandi tímabili. Fótbolti Besta deild karla Íslenski boltinn KR Valur Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Í beinni: Víkingur - Bröndby | Danska stórliðið mætt í Víkina Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Fram - Breiðablik 1-6 | Meistararnir fóru illa með nýliðana Leik lokið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Sjá meira
Fyrir ekki svo mörgum árum síðan hóf Arnar Gunnlaugsson, þjálfari ríkjandi bikarmeistara Víkings, að sækja yngri leikmenn sem höfðu farið út í atvinnumennsku en ekki fundið taktinn og vildu koma heim aftur. Hafa Víkingar notið vægast sagt góðs af og hafa sumir af þessum leikmönnum farið aftur út í atvinnumennsku. Segja má að Breiðablik hafi farið sömu leið þó félagið hafi líka verið duglegt að sækja leikmenn úr öðrum liðum á Íslandi. Bæði þessi lið hafa verið gríðarlega sigursæl undanfarin tvö tímabil. Á sama tíma voru tvö stórlið á Reykjavíkursvæðinu að sækja eldri og reyndari leikmenn. Þeim hefur ekki gengið jafnvel á síðustu tveimur árum og virðast nú ætla að feta í sömu spor og Íslandsmeistarar síðustu tveggja ára. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, hefur sagt það beint út að hann hefði ef til vill átt að vera duglegri í að endurnýja leikmannahóp sinn eftir að KR varð Íslandsmeistari sumarið 2019. Það þurfti að fylla ýmis skörð í KR-liðinu og hafa tveir reynslumiklir norskir leikmenn gengið í raðir félagsins fyrir komandi tímabil. Þá hafa KR-ingar sótt þrjá aðra leikmenn og reikna má með að sá fjórði sé á leiðinni. Segja má að þeir leikmenn falli í sama flokk og leikmennirnir sem Víkingar voru að sækja fyrir ekki svo löngu síðan. Jakob Franz Pálsson er genginn í raðir KR á láni frá Venezia á Ítalíu. Jóhannes Kristinn Bjarnason er genginn aftur í raðir KR eftir stutta dvöl hjá Norrköping í Svíþjóð og Luke Rae er kominn frá Gróttu. Þá vonast KR-ingar til að ganga frá samningi við Benóný Breka Andrésson en sá er í dag samningsbundinn Bologna á Ítalíu. Allt eru þetta leikmenn í kringum tvítugt og ættu að gefa KR yngra yfirbragð en liðið hefur haft undanfarin ár. Segja má að Valur sé einnig að fara sömu leið en þar sem gríðarlega breytingar hafa orðið á leikmannahópi liðsins hafa reynslumeiri menn einnig verið sóttir. Það hafa hins vegar verið sóttir tveir leikmenn til Ítalíu, þeir Hlynur Freyr Karlsson frá Bologna og Óliver Steinar Guðmundsson frá Atalanta. Lúkas Logi Heimisson er svo kominn frá Fjölni. Valsmenn hafa vissulega einnig fengið til sín Adam Ægi Pálsson, Andra Rúnar Bjarnason, Elfar Frey Helgason og Kristinn Frey Sigurðsson. Að því sögðu þá eru ungmennin þrjú hér að ofan á skjön við þá leikmenn sem Valur hefur sankað að sér á undanförnum árum. Hvort leikmannastefna KR og Vals dugi þeim til að ögra tveimur af bestu liðum landsins á toppi Bestu deildarinnar verður að koma í ljós. Deildin fer af stað 10. apríl og ljóst er að spennan er mikil fyrir komandi tímabili.
Fótbolti Besta deild karla Íslenski boltinn KR Valur Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Í beinni: Víkingur - Bröndby | Danska stórliðið mætt í Víkina Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Fram - Breiðablik 1-6 | Meistararnir fóru illa með nýliðana Leik lokið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Sjá meira