„Eitt sem mig langar að segja. Af því að það er búið að ræða um þessa deild okkar mjög mikið og svoleiðis. Tilþrifin í þessari deil. Ég hef aldrei séð svona áður. Íþróttamennskan er komin á eitthvað allt annað stig,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, stjórnandi þáttarins um tilþrifin.
Hann spurði þá Hermann Hauksson og Sævar Sævarsson, sérfræðinga þáttarins, út í það hversu miklar framfarirnar hafi verið undanfarin ár og þeir voru sammála um það að deildin hafi tekið ótrúlegt stökk.
Án þess að fara of djúpt út í hvað var rætt áður en tilþrifin voru svo loks sýnd má sjá umræðuna og tilþrifin hér fyrir neðan.