„Þetta hefur eiginlega verið alveg klikkað“ Vésteinn Örn Pétursson og Eiður Þór Árnason skrifa 1. apríl 2023 22:07 Fjölmargir leituðu notaðra gersema við Köllunarklettsveg 1 í dag. Vísir/Steingrímur Dúi Það var margt um manninn í Góða hirðinum í dag, þar sem nýtnir viðskiptavinir fögnuðu því að geta að nýju grafið eftir notuðum gersemum, en verslunin hefur verið lokuð í meira en mánuð. Eftir að hafa verið lokaður í fjörutíu daga er Góði hirðirinn búinn að opna dyr sínar að nýju, nú í stærra húsnæði. Þar kennir ýmissa grasa og má þar meðal annars finna gamalt Idol-spil á 350 krónur. Geri aðrir getur. Það var sannarlega mikið að gera við enduropnun Góða hirðisins við Köllunarklettsveg 1. Samskipta- og þróunarstjóri Sorpu segir fólk greinilega búið að bíða í ofvæni eftir að geta freistað þess að finna notaðar vörur við sitt hæfi. „Góði hirðirinn er þetta flaggskip endurnota hjá Sorpu þar sem við tökum við vörum frá almenningi og komum þeim aftur í hendurnar á nýjum viðskiptavinum,“ segir Gunnar Dofri Ólafsson, samskipta- og þróunarstjóri Sorpu. Margir hafi greinilega saknað verslunarinnar, einkum og sér í lagi tryggur fastakúnnahópur. „Svo er þetta líka gríðarlega stórt umhverfisverkefni af því að við fáum til okkar sjö til tíu tonn af vöru á hverjum degi og það hættir ekkert þó verslunin loki. Það er búið að safnast upp mjög mikið af gersemum hjá okkur. Núna er loksins komið að því að koma þessu aftur í hendurnar á fólki.“ Fyrst röð inn og svo röð út Hvernig hefur það gengið að saxa á þennan lager sem hefur byggst upp? Er fólk búið að vera duglegt að taka dót með sér heim? „Þetta hefur eiginlega verið alveg klikkað. Það hefur verið standandi röð við kassana hjá okkur frá því klukkan 11:30. Við opnuðum klukkan 11 og fyrst var röð inn í búðina og núna er röð út úr búðinni og það sér eiginlega ekki högg á vatni.“ Með stærri verslun sé hægt að auka enn frekar á það sem hægt sé að endurnýta. „Þetta er í rauninni það besta sem við getum gert fyrir hringrásarhagkerfið, sem við þurfum öll að keppast við að koma á,“ segir Gunnar Dofri að lokum. Sorpa Umhverfismál Reykjavík Mest lesið Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Stefna á gervigreindarver við Húsavík Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Sjá meira
Eftir að hafa verið lokaður í fjörutíu daga er Góði hirðirinn búinn að opna dyr sínar að nýju, nú í stærra húsnæði. Þar kennir ýmissa grasa og má þar meðal annars finna gamalt Idol-spil á 350 krónur. Geri aðrir getur. Það var sannarlega mikið að gera við enduropnun Góða hirðisins við Köllunarklettsveg 1. Samskipta- og þróunarstjóri Sorpu segir fólk greinilega búið að bíða í ofvæni eftir að geta freistað þess að finna notaðar vörur við sitt hæfi. „Góði hirðirinn er þetta flaggskip endurnota hjá Sorpu þar sem við tökum við vörum frá almenningi og komum þeim aftur í hendurnar á nýjum viðskiptavinum,“ segir Gunnar Dofri Ólafsson, samskipta- og þróunarstjóri Sorpu. Margir hafi greinilega saknað verslunarinnar, einkum og sér í lagi tryggur fastakúnnahópur. „Svo er þetta líka gríðarlega stórt umhverfisverkefni af því að við fáum til okkar sjö til tíu tonn af vöru á hverjum degi og það hættir ekkert þó verslunin loki. Það er búið að safnast upp mjög mikið af gersemum hjá okkur. Núna er loksins komið að því að koma þessu aftur í hendurnar á fólki.“ Fyrst röð inn og svo röð út Hvernig hefur það gengið að saxa á þennan lager sem hefur byggst upp? Er fólk búið að vera duglegt að taka dót með sér heim? „Þetta hefur eiginlega verið alveg klikkað. Það hefur verið standandi röð við kassana hjá okkur frá því klukkan 11:30. Við opnuðum klukkan 11 og fyrst var röð inn í búðina og núna er röð út úr búðinni og það sér eiginlega ekki högg á vatni.“ Með stærri verslun sé hægt að auka enn frekar á það sem hægt sé að endurnýta. „Þetta er í rauninni það besta sem við getum gert fyrir hringrásarhagkerfið, sem við þurfum öll að keppast við að koma á,“ segir Gunnar Dofri að lokum.
Sorpa Umhverfismál Reykjavík Mest lesið Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Stefna á gervigreindarver við Húsavík Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Sjá meira