„Þetta hefur eiginlega verið alveg klikkað“ Vésteinn Örn Pétursson og Eiður Þór Árnason skrifa 1. apríl 2023 22:07 Fjölmargir leituðu notaðra gersema við Köllunarklettsveg 1 í dag. Vísir/Steingrímur Dúi Það var margt um manninn í Góða hirðinum í dag, þar sem nýtnir viðskiptavinir fögnuðu því að geta að nýju grafið eftir notuðum gersemum, en verslunin hefur verið lokuð í meira en mánuð. Eftir að hafa verið lokaður í fjörutíu daga er Góði hirðirinn búinn að opna dyr sínar að nýju, nú í stærra húsnæði. Þar kennir ýmissa grasa og má þar meðal annars finna gamalt Idol-spil á 350 krónur. Geri aðrir getur. Það var sannarlega mikið að gera við enduropnun Góða hirðisins við Köllunarklettsveg 1. Samskipta- og þróunarstjóri Sorpu segir fólk greinilega búið að bíða í ofvæni eftir að geta freistað þess að finna notaðar vörur við sitt hæfi. „Góði hirðirinn er þetta flaggskip endurnota hjá Sorpu þar sem við tökum við vörum frá almenningi og komum þeim aftur í hendurnar á nýjum viðskiptavinum,“ segir Gunnar Dofri Ólafsson, samskipta- og þróunarstjóri Sorpu. Margir hafi greinilega saknað verslunarinnar, einkum og sér í lagi tryggur fastakúnnahópur. „Svo er þetta líka gríðarlega stórt umhverfisverkefni af því að við fáum til okkar sjö til tíu tonn af vöru á hverjum degi og það hættir ekkert þó verslunin loki. Það er búið að safnast upp mjög mikið af gersemum hjá okkur. Núna er loksins komið að því að koma þessu aftur í hendurnar á fólki.“ Fyrst röð inn og svo röð út Hvernig hefur það gengið að saxa á þennan lager sem hefur byggst upp? Er fólk búið að vera duglegt að taka dót með sér heim? „Þetta hefur eiginlega verið alveg klikkað. Það hefur verið standandi röð við kassana hjá okkur frá því klukkan 11:30. Við opnuðum klukkan 11 og fyrst var röð inn í búðina og núna er röð út úr búðinni og það sér eiginlega ekki högg á vatni.“ Með stærri verslun sé hægt að auka enn frekar á það sem hægt sé að endurnýta. „Þetta er í rauninni það besta sem við getum gert fyrir hringrásarhagkerfið, sem við þurfum öll að keppast við að koma á,“ segir Gunnar Dofri að lokum. Sorpa Umhverfismál Reykjavík Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira
Eftir að hafa verið lokaður í fjörutíu daga er Góði hirðirinn búinn að opna dyr sínar að nýju, nú í stærra húsnæði. Þar kennir ýmissa grasa og má þar meðal annars finna gamalt Idol-spil á 350 krónur. Geri aðrir getur. Það var sannarlega mikið að gera við enduropnun Góða hirðisins við Köllunarklettsveg 1. Samskipta- og þróunarstjóri Sorpu segir fólk greinilega búið að bíða í ofvæni eftir að geta freistað þess að finna notaðar vörur við sitt hæfi. „Góði hirðirinn er þetta flaggskip endurnota hjá Sorpu þar sem við tökum við vörum frá almenningi og komum þeim aftur í hendurnar á nýjum viðskiptavinum,“ segir Gunnar Dofri Ólafsson, samskipta- og þróunarstjóri Sorpu. Margir hafi greinilega saknað verslunarinnar, einkum og sér í lagi tryggur fastakúnnahópur. „Svo er þetta líka gríðarlega stórt umhverfisverkefni af því að við fáum til okkar sjö til tíu tonn af vöru á hverjum degi og það hættir ekkert þó verslunin loki. Það er búið að safnast upp mjög mikið af gersemum hjá okkur. Núna er loksins komið að því að koma þessu aftur í hendurnar á fólki.“ Fyrst röð inn og svo röð út Hvernig hefur það gengið að saxa á þennan lager sem hefur byggst upp? Er fólk búið að vera duglegt að taka dót með sér heim? „Þetta hefur eiginlega verið alveg klikkað. Það hefur verið standandi röð við kassana hjá okkur frá því klukkan 11:30. Við opnuðum klukkan 11 og fyrst var röð inn í búðina og núna er röð út úr búðinni og það sér eiginlega ekki högg á vatni.“ Með stærri verslun sé hægt að auka enn frekar á það sem hægt sé að endurnýta. „Þetta er í rauninni það besta sem við getum gert fyrir hringrásarhagkerfið, sem við þurfum öll að keppast við að koma á,“ segir Gunnar Dofri að lokum.
Sorpa Umhverfismál Reykjavík Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira