„Myndu mæta og styðja okkur þó við værum að spila í Kína“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. mars 2023 22:12 Taiwo Badmus átti frábæran leik fyrir Stólana í kvöld. Vísir/Bára Dröfn Taiwo Hassan Badmus átti frábæran leik þegar Tindastóll vann stórsigur á deildarmeisturum Vals í Subway-deild karla í kvöld. Leikurinn skipti engu máli upp á töfluna að gera en þetta var gríðarlega flottur sigur hjá Stólunum samt sem áður. „Ég er klárlega ánægður með þetta. Við komum inn í leikinn og ætlum að vera agresívir, gera okkur tilbúna fyrir úrslitakeppnina,“ sagði Badmus eftir leik og bætti við: „Það gerðum við í kvöld.“ „Við ætluðum að nota þennan leik til að vinna í okkur sjálfum. Við ætlum að mæta sterkir inn í úrslitakeppnina og til þess þurfum við að halda dampi sem við gerðum í þessum leik. Við viljum mæta í alla leiki af krafti og við munum gefa sömu orku hvort sem við erum að mæta botnliðinu eða toppliðinu.“ Það munaði aðeins tveimur stigum í hálfleik en Tindastóll var með öll völd á vellinum í seinni hálfleik og keyrði yfir Valsmenn. „Við reyndum að taka stjórn á leiknum og við náðum stjórninni um miðbik þriðja leikhluta,“ sagði Badmus en hann átti einhverja bestu troðslu tímabilsins í fjórða leikhlutanum. „Ég tók bara á loft og tróð boltanum.“ Stuðningsmenn Tindastóls voru frábærir í leiknum og var mikill fjöldi þeirra mættur á Hlíðarenda í kvöld. „Ég elska stuðningsmennina okkar. Þeir styðja okkur og það skiptir engu máli hvar við erum að spila. Þeir myndu mæta og styðja okkur þó við værum að spila í Kína. Okkur þykir vænt um þeirra stuðning,“ sagði Badmus en hann er spenntur fyrir úrslitakeppninni. Tindastóll mætir Keflavík í fyrstu umferð. „Ég upplifði úrslitakeppnina á síðasta tímabili og þá myndaðist frábært andrúmsloft hjá okkur. Vonandi verður það líka núna. Ég vil byggja á þessari frammistöðu fyrir úrslitakeppnina. Mér leið vel og liðinu líka.“ Tindastóll Subway-deild karla Valur Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Valur - Tindastóll 71-98 | Stólarnir skemmdu bikarfögnuð mistaranna Tindastóll gerði sér lítið fyrir og vann öruggan 27 stiga sigur er liðið heimsótti deildarmeistara Vals heim í lokaumferð Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 71-98 og Valsmenn taka því við bikarnum eftir erfiðan leik. 30. mars 2023 22:07 Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Sjá meira
„Ég er klárlega ánægður með þetta. Við komum inn í leikinn og ætlum að vera agresívir, gera okkur tilbúna fyrir úrslitakeppnina,“ sagði Badmus eftir leik og bætti við: „Það gerðum við í kvöld.“ „Við ætluðum að nota þennan leik til að vinna í okkur sjálfum. Við ætlum að mæta sterkir inn í úrslitakeppnina og til þess þurfum við að halda dampi sem við gerðum í þessum leik. Við viljum mæta í alla leiki af krafti og við munum gefa sömu orku hvort sem við erum að mæta botnliðinu eða toppliðinu.“ Það munaði aðeins tveimur stigum í hálfleik en Tindastóll var með öll völd á vellinum í seinni hálfleik og keyrði yfir Valsmenn. „Við reyndum að taka stjórn á leiknum og við náðum stjórninni um miðbik þriðja leikhluta,“ sagði Badmus en hann átti einhverja bestu troðslu tímabilsins í fjórða leikhlutanum. „Ég tók bara á loft og tróð boltanum.“ Stuðningsmenn Tindastóls voru frábærir í leiknum og var mikill fjöldi þeirra mættur á Hlíðarenda í kvöld. „Ég elska stuðningsmennina okkar. Þeir styðja okkur og það skiptir engu máli hvar við erum að spila. Þeir myndu mæta og styðja okkur þó við værum að spila í Kína. Okkur þykir vænt um þeirra stuðning,“ sagði Badmus en hann er spenntur fyrir úrslitakeppninni. Tindastóll mætir Keflavík í fyrstu umferð. „Ég upplifði úrslitakeppnina á síðasta tímabili og þá myndaðist frábært andrúmsloft hjá okkur. Vonandi verður það líka núna. Ég vil byggja á þessari frammistöðu fyrir úrslitakeppnina. Mér leið vel og liðinu líka.“
Tindastóll Subway-deild karla Valur Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Valur - Tindastóll 71-98 | Stólarnir skemmdu bikarfögnuð mistaranna Tindastóll gerði sér lítið fyrir og vann öruggan 27 stiga sigur er liðið heimsótti deildarmeistara Vals heim í lokaumferð Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 71-98 og Valsmenn taka því við bikarnum eftir erfiðan leik. 30. mars 2023 22:07 Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Tindastóll 71-98 | Stólarnir skemmdu bikarfögnuð mistaranna Tindastóll gerði sér lítið fyrir og vann öruggan 27 stiga sigur er liðið heimsótti deildarmeistara Vals heim í lokaumferð Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 71-98 og Valsmenn taka því við bikarnum eftir erfiðan leik. 30. mars 2023 22:07
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum