Segir skilaboðin fölsuð og vísar ásökunum á bug Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 25. mars 2023 17:27 Þorsteinn er aðgerðarsinni og femínisti sem hefur verið mjög áberandi síðustu ár í jafnréttisbaráttunni. Hann byrjaði að flytja fyrirlestra um karlmennsku og jafnrétti meðfram meistaranáminu sínu í kynjafræði og það gerir hann enn. Þorsteinn heldur einnig úti hlaðvarpinu Karlmennskan. Vísir/Vilhelm Þorsteinn V. Einarsson, kynjafræðingur og umsjónarmaður Karlmennskunnar, vísar ásökunum, um að hann hafi setið um konu fyrir rúmum fimmtán árum síðan, á bug. Hann segir skilaboð, sem eiga að hafa verið send í hans nafni, fölsuð. Skilaboð fóru nýlega í dreifingu á samfélagsmiðlum sem áttu að sýna sögu lettneskrar konu sem sakaði Þorstein um að hafa setið um sig árin 2006 og 2007. Hún á að hafa unnið á Sólon, og sagði Þorstein hafa sýnt af sér „ofbeldisfulla hegðun eltihrellis.“ Vefsíðan fréttin.is fjallaði meðal annars um málið en í skilaboðum til konunnar á Þorsteinn að hafa skotið föstum skotum á ritstjóra miðilsins og kallað hana „klikkaðan batshit skít.“ Síðar fóru fleiri skilaboð í dreifingu, Facebook-skilaboð, sem áttu að sanna að Þorsteinn hafi sent á konuna: „Þú vilt alls ekki hafa mig sem óvin,“ og fleira í þeim dúr. Nafnlaus Twitter-aðgangur Þorsteinn segir skilaboðin fölsuð. „Samkvæmt nafnlausum aðgangi á Twitter, sem virðist búið að eyða núna, á ég að hafa eltihrellt lettneska stelpu sem á að hafa unnið á Sólon 2006/7. Frásögn sem var komið í dreifingu af sama Twitter aðgangi og dreift af fólki sem hefur ekki sýnt þolendum mikla samúð áður. Viku eftir að þessari frásögn var komið í dreifingu fór annað skjáskot af stað, sem átti að sýna skilaboð frá mér til þessarar stelpu þar sem ég á að hafa hótað henni fyrir að vera „segja frá”.“ Hann birtir mynd sem á að sýna mismuninn á raunverulega Facebook-aðgangi hans og þeim sem skilaboðin eiga að hafa verið send úr. Þorsteinn sýnir mismun á hans eigin aðgangi og þeim sem skilaboðin eiga að hafa verið send úr.Facebook Þorsteinn segir að fortíð hans sé engin feluleikur, hann hafi raunsanna innsýn og skilning á karlmennsku, og gert margt sem hann væri ekki stoltur af. Eltihrellir væri hann ekki. „Ég var forréttindafirrt karlremba og að velja að taka feminíska afstöðu þýddi að ég þyrfti að horfast í augu við alla mína fortíð, fordóma, misbresti, mistök, karlrembu og axla ábyrgð. Axla ábyrgð á fortíð og forréttindum til að vera ekki orðin tóm og það hef ég og vil gera af einlægni og auðmýkt. Hann segir að þeir sem hatist út í aktívista, bendi á ofbeldi og varpi ljósi á misrétti og forréttindi, þrái að þagga niður í honum. „Klikkaðasta tilraunin til að þagga niður í mér og gera mig ótrúverðugan er skjáskot, sem margir af mínum helstu „haters“ (þröngur hópur) hafa dreift óspart, af frásögn latneskrar stelpu sem ég á að hafa eltihrellt árið 2006/7. Nafnlaust skjáskot dreift af nafnlausum accounti, sem áður var búinn að drulla yfir þekktar íslenskar baráttukonur – en hefur nú verið lokað.“ Þorsteinn segir ólýsanlega sárt að til sé fólk sem falsi skilaboð í hans nafni.Facebook Jafnréttismál Ástin og lífið Tengdar fréttir „Hversu ömurlegt að ég hafi ekki getað hlustað á konuna mína og bara skilið hana?“ „Til að mætast sem par þarf meira átak en bara samtal. Það er til dæmis mín einlæga og sterka skoðun að allt fólk sem ætli sér að eignast börn saman þurfi að fá faglegan stuðning í samskiptum og nánd. Það ætti bara að vera skilyrði – ég í alvöru held það,“ segir Þorsteinn V. Einarsson í viðtali við Makamál. 25. mars 2021 06:01 „Í femínsku bataferli við karlrembu“ Þorsteinn V Einarsson er kynjafræðingur og skilgreinir sjálfan sig sem femínskan karl-aktívista með brennandi réttlætiskennd. 19. janúar 2021 10:30 Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Skilaboð fóru nýlega í dreifingu á samfélagsmiðlum sem áttu að sýna sögu lettneskrar konu sem sakaði Þorstein um að hafa setið um sig árin 2006 og 2007. Hún á að hafa unnið á Sólon, og sagði Þorstein hafa sýnt af sér „ofbeldisfulla hegðun eltihrellis.“ Vefsíðan fréttin.is fjallaði meðal annars um málið en í skilaboðum til konunnar á Þorsteinn að hafa skotið föstum skotum á ritstjóra miðilsins og kallað hana „klikkaðan batshit skít.“ Síðar fóru fleiri skilaboð í dreifingu, Facebook-skilaboð, sem áttu að sanna að Þorsteinn hafi sent á konuna: „Þú vilt alls ekki hafa mig sem óvin,“ og fleira í þeim dúr. Nafnlaus Twitter-aðgangur Þorsteinn segir skilaboðin fölsuð. „Samkvæmt nafnlausum aðgangi á Twitter, sem virðist búið að eyða núna, á ég að hafa eltihrellt lettneska stelpu sem á að hafa unnið á Sólon 2006/7. Frásögn sem var komið í dreifingu af sama Twitter aðgangi og dreift af fólki sem hefur ekki sýnt þolendum mikla samúð áður. Viku eftir að þessari frásögn var komið í dreifingu fór annað skjáskot af stað, sem átti að sýna skilaboð frá mér til þessarar stelpu þar sem ég á að hafa hótað henni fyrir að vera „segja frá”.“ Hann birtir mynd sem á að sýna mismuninn á raunverulega Facebook-aðgangi hans og þeim sem skilaboðin eiga að hafa verið send úr. Þorsteinn sýnir mismun á hans eigin aðgangi og þeim sem skilaboðin eiga að hafa verið send úr.Facebook Þorsteinn segir að fortíð hans sé engin feluleikur, hann hafi raunsanna innsýn og skilning á karlmennsku, og gert margt sem hann væri ekki stoltur af. Eltihrellir væri hann ekki. „Ég var forréttindafirrt karlremba og að velja að taka feminíska afstöðu þýddi að ég þyrfti að horfast í augu við alla mína fortíð, fordóma, misbresti, mistök, karlrembu og axla ábyrgð. Axla ábyrgð á fortíð og forréttindum til að vera ekki orðin tóm og það hef ég og vil gera af einlægni og auðmýkt. Hann segir að þeir sem hatist út í aktívista, bendi á ofbeldi og varpi ljósi á misrétti og forréttindi, þrái að þagga niður í honum. „Klikkaðasta tilraunin til að þagga niður í mér og gera mig ótrúverðugan er skjáskot, sem margir af mínum helstu „haters“ (þröngur hópur) hafa dreift óspart, af frásögn latneskrar stelpu sem ég á að hafa eltihrellt árið 2006/7. Nafnlaust skjáskot dreift af nafnlausum accounti, sem áður var búinn að drulla yfir þekktar íslenskar baráttukonur – en hefur nú verið lokað.“ Þorsteinn segir ólýsanlega sárt að til sé fólk sem falsi skilaboð í hans nafni.Facebook
Jafnréttismál Ástin og lífið Tengdar fréttir „Hversu ömurlegt að ég hafi ekki getað hlustað á konuna mína og bara skilið hana?“ „Til að mætast sem par þarf meira átak en bara samtal. Það er til dæmis mín einlæga og sterka skoðun að allt fólk sem ætli sér að eignast börn saman þurfi að fá faglegan stuðning í samskiptum og nánd. Það ætti bara að vera skilyrði – ég í alvöru held það,“ segir Þorsteinn V. Einarsson í viðtali við Makamál. 25. mars 2021 06:01 „Í femínsku bataferli við karlrembu“ Þorsteinn V Einarsson er kynjafræðingur og skilgreinir sjálfan sig sem femínskan karl-aktívista með brennandi réttlætiskennd. 19. janúar 2021 10:30 Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
„Hversu ömurlegt að ég hafi ekki getað hlustað á konuna mína og bara skilið hana?“ „Til að mætast sem par þarf meira átak en bara samtal. Það er til dæmis mín einlæga og sterka skoðun að allt fólk sem ætli sér að eignast börn saman þurfi að fá faglegan stuðning í samskiptum og nánd. Það ætti bara að vera skilyrði – ég í alvöru held það,“ segir Þorsteinn V. Einarsson í viðtali við Makamál. 25. mars 2021 06:01
„Í femínsku bataferli við karlrembu“ Þorsteinn V Einarsson er kynjafræðingur og skilgreinir sjálfan sig sem femínskan karl-aktívista með brennandi réttlætiskennd. 19. janúar 2021 10:30