Bæði Durant og LeBron eru á meiðslalistanum sem stendur. Það er þó talið að báðir leikmenn muni ná nokkrum leikjum áður en úrslitakeppnin í NBA hefst. Lakers þarf á LeBron að halda til að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni til að byrja með og svo til að hann sé kominn á flug þegar úrslitakeppnin loks hefst.
Suns eru í aðeins betri stöðu en Durant hefur lítið spilað í vetur og vill fólk í Phoenic eflaust að stjarna liðsins nái nokkrum skotum á körfuna áður en úrslitakeppnin fer af stað.
Phoenix Suns' 13-time All-Star Kevin Durant (sprained ankle) is progressing toward a potential return to action on Wednesday vs. Minnesota Timberwolves, barring any setback, league sources tell @TheAthletic @Stadium.
— Shams Charania (@ShamsCharania) March 24, 2023
Helstu NBA-vefréttir vestanhafs spá því að báðir leikmenn verði mættir út á völl áður en deildarkeppninni lýkur. Báðir ættu raunar að vera leikfærir þegar liðin mætast að nýju – Lakers vann Suns í gær, fimmtudag – þann 8. apríl næstkomandi. Um væri að ræða næstsíðasta leik beggja liða í deildarkeppninni.
LeBron segir fólki þó að anda inn og anda út.
There wasn t an evaluation today and there hasn t been any target date for my return. I m just working around the clock, every day(3X a day) to give myself to best chance of coming back full strength whenever that is. God bless y all sources. I speak for myself!
— LeBron James (@KingJames) March 23, 2023
Miðað við hvernig staðan í Vesturdeildinni er núna er í raun öruggt að leikur liðanna muni hafa áhrif á hvar liðin enda í töflunni og hvaða liði þau mæta í umspili eða úrslitakeppni. Stóra spurningin er hvort stærstu stjörnur liðanna verði með eða upp í stúku.
Suns eru sem stendur í 4. sæti með 38 sigra og 34 töp. Los Angeles Clippers er sæti neðar með sama sigurhlutfall en fleiri spilaða leiki, þau mætast í síðustu umferð deildarkeppninnar.
Þar á eftir kom Golden State Warriors (38-36), Minnesota Timberwolves (37-37), Dallas Mavericks (36-37), Pelicans (36-37), Lakers (36-37), Oklahoma City Thunder (36-37) og Utah Jazz (35-37).