Gefum íslensku séns! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar 24. mars 2023 14:00 Á síðasta ári var staðið að átaki á Ísafirði með það augnamið að auka vitund fólks gagnvart íslensku og tileinkun málsins. Átakið hlaut nafngiftina Íslenskuvænt samfélag: við erum öll almannakennarar og hafði Háskólasetur Vestfjarða veg og vanda að skipulagningu átaksins þótt fleiri aðilar hafi vissulega komið að því, t.a.m. Fræðslumiðstöð Vestfjarða og ekki síst íbúar Ísafjarðar. Nú vill svo til að átakið hlaut nýverið styrk úr Þróunarsjóði innflytjendamála. Styrkurinn gerir þeim sem að átakinu standa ekki bara kleift að halda áfram því góða starfi sem unnið var á síðasta ári heldur einnig að bæta um betur, auka og þétta dagskrá ársins 2023. Liður í því er að endurhugsa nafngiftina og eftir fund sem haldin var 14.2. síðastliðinn varð ofan á að breyta henni í GEFUM ÍSLENSKU SÉNS -ÍSLENSKUVÆNT SAMFÉLAG. Nýju nafngiftinni er ætlað að brýna enn betur fyrir fólki að leitast við að gefa öllum tækifæri til að nota þá íslensku sem hentar hverju sinni, svo og að gefa fólki sem lærir málið tíma sinn og athygli án þess að vera með umvandanir. Skal stefnt að því að nota sem oftast íslensku og miða málsnið sitt við hæfni viðmælandans enda er deginum ljósara að íslenska árið 2023 er allskonar. Skilaboðin: Fyrst þú kannt þó eitthvað í málinu, þá er ókei að nota íslensku, við þurfum ekki að skipta yfir á ensku. Markmiðið er því, í sem fæstum orðum, stuðla að auknum möguleikum fólks í notkun íslensku á sem víðtækastan og fjölbreyttastan hátt, að fólk sem lærir málið, sama hvar á vegi það er á vegi statt , fái stuðning og skilning þeirra sem hafa vald á íslensku. Átakið snýst því mikið til um vitundarvakningu, hvað felst í því að læra málið, hvernig við sem samfélag getum stuðlað að framförum fólks í íslensku, að fólk hafi tækifæri til að nota málið við sem flest tækifæri. Enda er það svo að við, sem að átakinu stöndum, trúum því að tungumál lærist best af umhverfinu og að æskilegast sé ef samfélagið getur orðið eins konar framlenging á kennslustofunni. Og án þess að vera um of sjálfhælin teljum okkur hafa náð nokkuð góðum árangri hér fyrir vestan. En alltaf má auðvitað á sig blómum bæta og verður því lagst enn kröftugar á árarnar í ár. Og í raun er það, að vekja fólk til umhugsunar, ástæða þessara skrifa ásamt því auðvitað að vekja athygli á átakinu. Allir ættu nefnilega að geta lagt sitt lóð á vogarskálina. Fyrsta skrefið í þá veru gæti verið að víkja burt andvaraleysi sem hugsanlega kann að vera ríkjandi hvað málefnið varðar, að leiða hugann að því hvort það sé ekki samfélaginu fyrir bestu að íslenska sé notuð á öllum sviðum samfélagsins og hvað við getum gert til að stuðla að því. Við getum öll verið almannakennarar ef við viljum. Þetta er það sem við viljum stefna að, að gefa íslensku séns í breyttu samfélagi, samfélagi sem er langt í frá einsleitt heldur fremur fjölbreytt. Íslenskan verður að endurspegla þann veruleika. Að lokum: Hafir þú áhuga á að vinna íslensku brautargengi og stuðla að íslenskuvænu samfélagi máttu og gjarnan setja þig í samband við okkur í gegnum islenska(hjá)uw.is og varpa fram hugmyndum. Með íslenskuvænum kveðjum, Ólafur Guðsteinn Kristjánsson, umsjónarmaður íslenskunámskeiða Háskólaseturs Vestfjarða svo og átaksins Gefum íslensku séns. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ísafjarðarbær Íslensk tunga Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun Réttindi launafólks og frelsið Orri Páll Jóhannsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á síðasta ári var staðið að átaki á Ísafirði með það augnamið að auka vitund fólks gagnvart íslensku og tileinkun málsins. Átakið hlaut nafngiftina Íslenskuvænt samfélag: við erum öll almannakennarar og hafði Háskólasetur Vestfjarða veg og vanda að skipulagningu átaksins þótt fleiri aðilar hafi vissulega komið að því, t.a.m. Fræðslumiðstöð Vestfjarða og ekki síst íbúar Ísafjarðar. Nú vill svo til að átakið hlaut nýverið styrk úr Þróunarsjóði innflytjendamála. Styrkurinn gerir þeim sem að átakinu standa ekki bara kleift að halda áfram því góða starfi sem unnið var á síðasta ári heldur einnig að bæta um betur, auka og þétta dagskrá ársins 2023. Liður í því er að endurhugsa nafngiftina og eftir fund sem haldin var 14.2. síðastliðinn varð ofan á að breyta henni í GEFUM ÍSLENSKU SÉNS -ÍSLENSKUVÆNT SAMFÉLAG. Nýju nafngiftinni er ætlað að brýna enn betur fyrir fólki að leitast við að gefa öllum tækifæri til að nota þá íslensku sem hentar hverju sinni, svo og að gefa fólki sem lærir málið tíma sinn og athygli án þess að vera með umvandanir. Skal stefnt að því að nota sem oftast íslensku og miða málsnið sitt við hæfni viðmælandans enda er deginum ljósara að íslenska árið 2023 er allskonar. Skilaboðin: Fyrst þú kannt þó eitthvað í málinu, þá er ókei að nota íslensku, við þurfum ekki að skipta yfir á ensku. Markmiðið er því, í sem fæstum orðum, stuðla að auknum möguleikum fólks í notkun íslensku á sem víðtækastan og fjölbreyttastan hátt, að fólk sem lærir málið, sama hvar á vegi það er á vegi statt , fái stuðning og skilning þeirra sem hafa vald á íslensku. Átakið snýst því mikið til um vitundarvakningu, hvað felst í því að læra málið, hvernig við sem samfélag getum stuðlað að framförum fólks í íslensku, að fólk hafi tækifæri til að nota málið við sem flest tækifæri. Enda er það svo að við, sem að átakinu stöndum, trúum því að tungumál lærist best af umhverfinu og að æskilegast sé ef samfélagið getur orðið eins konar framlenging á kennslustofunni. Og án þess að vera um of sjálfhælin teljum okkur hafa náð nokkuð góðum árangri hér fyrir vestan. En alltaf má auðvitað á sig blómum bæta og verður því lagst enn kröftugar á árarnar í ár. Og í raun er það, að vekja fólk til umhugsunar, ástæða þessara skrifa ásamt því auðvitað að vekja athygli á átakinu. Allir ættu nefnilega að geta lagt sitt lóð á vogarskálina. Fyrsta skrefið í þá veru gæti verið að víkja burt andvaraleysi sem hugsanlega kann að vera ríkjandi hvað málefnið varðar, að leiða hugann að því hvort það sé ekki samfélaginu fyrir bestu að íslenska sé notuð á öllum sviðum samfélagsins og hvað við getum gert til að stuðla að því. Við getum öll verið almannakennarar ef við viljum. Þetta er það sem við viljum stefna að, að gefa íslensku séns í breyttu samfélagi, samfélagi sem er langt í frá einsleitt heldur fremur fjölbreytt. Íslenskan verður að endurspegla þann veruleika. Að lokum: Hafir þú áhuga á að vinna íslensku brautargengi og stuðla að íslenskuvænu samfélagi máttu og gjarnan setja þig í samband við okkur í gegnum islenska(hjá)uw.is og varpa fram hugmyndum. Með íslenskuvænum kveðjum, Ólafur Guðsteinn Kristjánsson, umsjónarmaður íslenskunámskeiða Háskólaseturs Vestfjarða svo og átaksins Gefum íslensku séns.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar