Hvað svo? Um leikskólamál í Reykjavík Helgi Áss Grétarsson skrifar 24. mars 2023 07:01 Leikskólamál í Reykjavík eru núna í brennidepli. Fyrir því eru frekar einfaldar ástæður. Að loknu 12 mánaða fæðingarorlofi hafa margir foreldrar í höfuðborginni ekki aðgang að dagvistunarúrræði fyrir börnin sín. Afleiðingar þess fyrir fjárhag heimilisins geta orðið umtalsverðar. Þessi staða er sjálfsagt sárari í ljósi þess að Samfylkingin, með borgarstjóra í broddi fylkingar, lofaði því í aðdraganda borgarstjórnarkosninganna vorið 2022 að öll börn 12 mánaða og eldri fengju pláss í leikskóla frá og með 1. september 2022. Í því samhengi verður einnig til þess að líta að Samfylkingin hefur lengi verið ráðandi flokkur í borgarstjórn en þrátt fyrir það hafa kosningaloforð flokksins í þessum efnum ítrekað verið svikin. Sem dæmi liggur fyrir að síðan haustið 2019 hefur meðalaldur barna sem í fyrsta skipti hefja inngöngu í borgarreknum leikskólum verið yfir 20 mánaða en fyrir kosningarnar 2014 lofaði Samfylkingin að öll börn sem náð hefðu 18 mánaða aldri myndu fá leikskólavistun og fyrir kosningarnar 2018 lofaði sami flokkur að aldur barnanna sem fengju pláss á leikskóla í fyrsta skipti yrði frá 12 til 18 mánaða. Það eru þessi endurteknu svik við kjósendur sem gerir alla faglega umræðu um leikskólamál í Reykjavík erfiða. Hlúa þarf að mannauðnum í leikskólum Reykjavíkurborgar Af heildarfjölda starfsmanna borgarrekinna leikskóla hinn 1. október sl. voru 42,3% starfsmenn uppeldismenntaðir, þar af voru um 2/3 þeirra leikskólamenntaðir. Ófaglærðir starfsmenn eru því í meirihluta þeirra starfsmanna sem sinna börnum í borgarreknum leikskólum og það sama á við um sjálfstætt starfandi leikskóla. Eigi að síður er mikilvægi fagmenntunar starfsmanna á fyrsta skólastigi skólakerfisins óumdeilt og víða í leikskólum höfuðborgarinnar er unnið þróttmikið faglegt starf. Samt er viðvarandi mannekla á leikskólum höfuðborgarinnar. Það stafar aðallega af hlutfallslega lágum launum starfsmanna og miklu álagi. Einnig virðist það nokkuð algengt að starfsfólk í leikskóla sé frá vegna veikinda, sbr. t.d. svar skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, dags. 25. janúar sl., við fyrirspurn ráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Af svarinu má draga þá ályktun að á einhverjum tímapunkti á tímabilinu janúar til nóvember 2022 hafi ríflega 13% fagmenntaðra starfsmanna borgarrekinna leikskóla Reykjavíkur verið frá vinnu vegna langtímaveikinda (103 starfsmenn af 771 sem voru í einhverju starfshlutfalli á tímabilinu). Það hlutfall verður að teljast hátt miðað við það sem gengur og gerist á vinnumarkaðnum. Þótt nokkuð hefur verið um að nýir leikskólar hafi hafið starfsemi í Reykjavík undanfarin ár þá hafa margir aðrir þurft að loka vegna slæms ástands mannvirkja, venjulega vegna myglu. Skortur á viðhaldi á skólabyggingum hefur því átt sinn þátt í að skapa erfiðar aðstæður fyrir starfsfólk í leikskólum borgarinnar. Heildarmyndin er því nokkuð skýr. Hlúa þarf vel að hagsmunum starfsfólks í leikskólum í Reykjavík. Slík stefnumótun á hins vegar ekki að útiloka að komið sé til móts við hagsmuni foreldra sem vilja dagvistunarúrræði fyrir börn sína að loknu fæðingarorlofi. Tillöguflutningur um bráðaaðgerðir í málefnum barna á leikskólaaldri Á fundi borgarstjórnar sl. þriðjudag var tekin til umfjöllunar tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um bráðaaðgerðir í málefnum barna á leikskólaaldri. Grundvöllur þeirrar tillögu var m.a. byggður á því að umfang vandamála sem tengjast rekstri hins borgarrekna leikskólakerfis væru þess eðlis að bráðalausnir á fyrirliggjandi vanda barna og foreldra yrði ekki fundin þar. Tillagan var því reist á atriðum sem stóðu utan hins opinbera kerfis og gekk út á að efla dagforeldrakerfið, fjölga plássum í sjálfstætt starfandi leikskólum, tryggja heimgreiðslur til foreldra og hefja undirbúning að nýstárlegu tilraunaverkefni svo að fimm ára börn í þeim hverfum þar sem staðan er verst geti hafið nám í grunnskóla. Svo sem við mátti búast fyrir fram var tillagan ekki samþykkt. Umræða um hana var hins vegar gagnleg. Kjarni málsins er einfaldur. Þegar kemur að dagvistunarúrræðum í Reykjavík vill Sjálfstæðisflokkurinn að gripið sé til fjölbreyttra úrræða. Þessi sýn á verkefnið byggir á því að fólk sé ólíkt og að aðstaða barna, foreldra og fjölskyldna sé margbreytileg. Heiðarleiki gagnvart kjósendum við að leysa þetta verkefni er einnig nauðsynlegur. Höfundur situr fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins í Skóla- og frístundaráði Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Skóla - og menntamál Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Helgi Áss Grétarsson Mest lesið „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Leikskólamál í Reykjavík eru núna í brennidepli. Fyrir því eru frekar einfaldar ástæður. Að loknu 12 mánaða fæðingarorlofi hafa margir foreldrar í höfuðborginni ekki aðgang að dagvistunarúrræði fyrir börnin sín. Afleiðingar þess fyrir fjárhag heimilisins geta orðið umtalsverðar. Þessi staða er sjálfsagt sárari í ljósi þess að Samfylkingin, með borgarstjóra í broddi fylkingar, lofaði því í aðdraganda borgarstjórnarkosninganna vorið 2022 að öll börn 12 mánaða og eldri fengju pláss í leikskóla frá og með 1. september 2022. Í því samhengi verður einnig til þess að líta að Samfylkingin hefur lengi verið ráðandi flokkur í borgarstjórn en þrátt fyrir það hafa kosningaloforð flokksins í þessum efnum ítrekað verið svikin. Sem dæmi liggur fyrir að síðan haustið 2019 hefur meðalaldur barna sem í fyrsta skipti hefja inngöngu í borgarreknum leikskólum verið yfir 20 mánaða en fyrir kosningarnar 2014 lofaði Samfylkingin að öll börn sem náð hefðu 18 mánaða aldri myndu fá leikskólavistun og fyrir kosningarnar 2018 lofaði sami flokkur að aldur barnanna sem fengju pláss á leikskóla í fyrsta skipti yrði frá 12 til 18 mánaða. Það eru þessi endurteknu svik við kjósendur sem gerir alla faglega umræðu um leikskólamál í Reykjavík erfiða. Hlúa þarf að mannauðnum í leikskólum Reykjavíkurborgar Af heildarfjölda starfsmanna borgarrekinna leikskóla hinn 1. október sl. voru 42,3% starfsmenn uppeldismenntaðir, þar af voru um 2/3 þeirra leikskólamenntaðir. Ófaglærðir starfsmenn eru því í meirihluta þeirra starfsmanna sem sinna börnum í borgarreknum leikskólum og það sama á við um sjálfstætt starfandi leikskóla. Eigi að síður er mikilvægi fagmenntunar starfsmanna á fyrsta skólastigi skólakerfisins óumdeilt og víða í leikskólum höfuðborgarinnar er unnið þróttmikið faglegt starf. Samt er viðvarandi mannekla á leikskólum höfuðborgarinnar. Það stafar aðallega af hlutfallslega lágum launum starfsmanna og miklu álagi. Einnig virðist það nokkuð algengt að starfsfólk í leikskóla sé frá vegna veikinda, sbr. t.d. svar skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, dags. 25. janúar sl., við fyrirspurn ráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Af svarinu má draga þá ályktun að á einhverjum tímapunkti á tímabilinu janúar til nóvember 2022 hafi ríflega 13% fagmenntaðra starfsmanna borgarrekinna leikskóla Reykjavíkur verið frá vinnu vegna langtímaveikinda (103 starfsmenn af 771 sem voru í einhverju starfshlutfalli á tímabilinu). Það hlutfall verður að teljast hátt miðað við það sem gengur og gerist á vinnumarkaðnum. Þótt nokkuð hefur verið um að nýir leikskólar hafi hafið starfsemi í Reykjavík undanfarin ár þá hafa margir aðrir þurft að loka vegna slæms ástands mannvirkja, venjulega vegna myglu. Skortur á viðhaldi á skólabyggingum hefur því átt sinn þátt í að skapa erfiðar aðstæður fyrir starfsfólk í leikskólum borgarinnar. Heildarmyndin er því nokkuð skýr. Hlúa þarf vel að hagsmunum starfsfólks í leikskólum í Reykjavík. Slík stefnumótun á hins vegar ekki að útiloka að komið sé til móts við hagsmuni foreldra sem vilja dagvistunarúrræði fyrir börn sína að loknu fæðingarorlofi. Tillöguflutningur um bráðaaðgerðir í málefnum barna á leikskólaaldri Á fundi borgarstjórnar sl. þriðjudag var tekin til umfjöllunar tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um bráðaaðgerðir í málefnum barna á leikskólaaldri. Grundvöllur þeirrar tillögu var m.a. byggður á því að umfang vandamála sem tengjast rekstri hins borgarrekna leikskólakerfis væru þess eðlis að bráðalausnir á fyrirliggjandi vanda barna og foreldra yrði ekki fundin þar. Tillagan var því reist á atriðum sem stóðu utan hins opinbera kerfis og gekk út á að efla dagforeldrakerfið, fjölga plássum í sjálfstætt starfandi leikskólum, tryggja heimgreiðslur til foreldra og hefja undirbúning að nýstárlegu tilraunaverkefni svo að fimm ára börn í þeim hverfum þar sem staðan er verst geti hafið nám í grunnskóla. Svo sem við mátti búast fyrir fram var tillagan ekki samþykkt. Umræða um hana var hins vegar gagnleg. Kjarni málsins er einfaldur. Þegar kemur að dagvistunarúrræðum í Reykjavík vill Sjálfstæðisflokkurinn að gripið sé til fjölbreyttra úrræða. Þessi sýn á verkefnið byggir á því að fólk sé ólíkt og að aðstaða barna, foreldra og fjölskyldna sé margbreytileg. Heiðarleiki gagnvart kjósendum við að leysa þetta verkefni er einnig nauðsynlegur. Höfundur situr fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins í Skóla- og frístundaráði Reykjavíkur.
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun