Staðfest að brakið og líkamsleifarnar séu úr banaslysinu Máni Snær Þorláksson skrifar 22. mars 2023 14:23 Hreyfill vélarinnar var á meðal þess sem kom í troll Hrafns Sveinbjarnarsonar. Aðsend Flugvélabrak og líkamsleifar sem festust í veiðarfæri skipsins Hrafns Sveinbjarnarsonar GK-255 þann 8. mars síðastliðinn eru úr banaslysi sem varð á svæðinu fyrir fimmtán árum síðan. Rannsóknarnefnd samgönguslysa komst að þessari niðurstöðu í dag. Snemma í morgun kom Hrafn Sveinbjarnarson GK-255 til hafnar í Grindavík með brak úr flugvél og brot úr höfuðkúpu. Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að eftir skoðun rannsóknarnefndar samgönguslysa á þeim munum sem skipið kom með sé það talið staðfest að um sé að ræða flugvélarparta úr flugvélinni sem fórst vestan við Reykjanes fyrir um fimmtán árum síðan. Óskaði eftir því að fá að lenda í Keflavík Flugvélin sem um ræðir er sex sæta Cessna 310 vél hrapaði á svæðinu árið 2008. Verið var að ferja vélina frá seljanda í Bandaríkjunum til kaupanda í Búlgaríu. 35 ára breskur karlmaður flaug vélinni og lagði upp frá Narsarsuaq á Grænlandi þann 11. febrúar 2008 og stefndi á lendingu á Reykjavíkurflugvelli. Fram kom í skýrslu bandarískrar rannsóknarnefndar að flugmaðurinn tilkynnti um bilun klukkan 15:40 þennan dag. Flugvélin var farin að missa kraft og flygi á öðrum hreyfli sínum. Flugmaðurinn var í kjölfarið í sambandi við flugmálastjórn en hann hafði miklar áhyggjur af því að vélin kæmist ekki alla leið ingað til lands. Hann óskaði meðal annars eftir því að fá að lenda á Keflavíkurflugvelli í stað Reykjavíkurflugvallar. Rúmlega tuttugu mínútum eftir að flugmaðurinn tilkynnti um bilunina var hvorugur hreyfillinn með afl. Flugmaðurinn sagði að vélin væri á leiðinni niður. Skömmu síðar var þyrla Landhelgisgæslunnar komin í loftið og kom á svæðið um þremur korterum síðar. Hvorki flugvélin né flugmaðurinn fundust en veður og sjólag á svæðinu var óhagstætt til leitar. Skipulögð leit hélt áfram daginn eftir en tveim dögum síðar var henni hætt. Búið var þá að leita á öllu því svæði sem gera mætti ráð fyrir að björgunarbátur flugvélarinnar fyndist á. Samgönguslys Fréttir af flugi Lögreglumál Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Cessna vélin var nýseld - Líklega í ferjuflugi Cessna 310 flugvélin sem fórst í dag var að öllum líkindum í svokölluðu ferjuflugi. Hún var samkvæmt heimildum Vísis nýlega seld og því er talið að seljandi vélarinnar, eða einhver á hans vegum, hafi verið að fljúga henni til síns nýja eigenda þegar flugslysið varð í dag. 11. febrúar 2008 20:38 Jafnvel yfir fimm metra ölduhæð á slysstað og farið að skyggja Ölduhæð er jafnvel yfir fimm metrar þar sem talið er að bandaríska flugvélin af gerðinni Cessna 310 hafi farið í sjóinn vestur af landinu síðdegis. Þetta segir skipverji á Baldvini Njálssyni GK en skipið tekur nú þátt í leitinni að flugvélinni. 11. febrúar 2008 18:37 Þyrlur, bátar og flugvél taka þátt í leit að flugmanni Björgunarþyrla og leitarflugvél frá Landhelgisgæslunni leita nú að manninum sem var í tveggja hreyfla Cessnu sem steyptist í hafið um 50 mílur vestur af Keflavíkurflugvelli. Von er á bátum og annarri þyrlu til leitarinnar. 11. febrúar 2008 17:09 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Snemma í morgun kom Hrafn Sveinbjarnarson GK-255 til hafnar í Grindavík með brak úr flugvél og brot úr höfuðkúpu. Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að eftir skoðun rannsóknarnefndar samgönguslysa á þeim munum sem skipið kom með sé það talið staðfest að um sé að ræða flugvélarparta úr flugvélinni sem fórst vestan við Reykjanes fyrir um fimmtán árum síðan. Óskaði eftir því að fá að lenda í Keflavík Flugvélin sem um ræðir er sex sæta Cessna 310 vél hrapaði á svæðinu árið 2008. Verið var að ferja vélina frá seljanda í Bandaríkjunum til kaupanda í Búlgaríu. 35 ára breskur karlmaður flaug vélinni og lagði upp frá Narsarsuaq á Grænlandi þann 11. febrúar 2008 og stefndi á lendingu á Reykjavíkurflugvelli. Fram kom í skýrslu bandarískrar rannsóknarnefndar að flugmaðurinn tilkynnti um bilun klukkan 15:40 þennan dag. Flugvélin var farin að missa kraft og flygi á öðrum hreyfli sínum. Flugmaðurinn var í kjölfarið í sambandi við flugmálastjórn en hann hafði miklar áhyggjur af því að vélin kæmist ekki alla leið ingað til lands. Hann óskaði meðal annars eftir því að fá að lenda á Keflavíkurflugvelli í stað Reykjavíkurflugvallar. Rúmlega tuttugu mínútum eftir að flugmaðurinn tilkynnti um bilunina var hvorugur hreyfillinn með afl. Flugmaðurinn sagði að vélin væri á leiðinni niður. Skömmu síðar var þyrla Landhelgisgæslunnar komin í loftið og kom á svæðið um þremur korterum síðar. Hvorki flugvélin né flugmaðurinn fundust en veður og sjólag á svæðinu var óhagstætt til leitar. Skipulögð leit hélt áfram daginn eftir en tveim dögum síðar var henni hætt. Búið var þá að leita á öllu því svæði sem gera mætti ráð fyrir að björgunarbátur flugvélarinnar fyndist á.
Samgönguslys Fréttir af flugi Lögreglumál Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Cessna vélin var nýseld - Líklega í ferjuflugi Cessna 310 flugvélin sem fórst í dag var að öllum líkindum í svokölluðu ferjuflugi. Hún var samkvæmt heimildum Vísis nýlega seld og því er talið að seljandi vélarinnar, eða einhver á hans vegum, hafi verið að fljúga henni til síns nýja eigenda þegar flugslysið varð í dag. 11. febrúar 2008 20:38 Jafnvel yfir fimm metra ölduhæð á slysstað og farið að skyggja Ölduhæð er jafnvel yfir fimm metrar þar sem talið er að bandaríska flugvélin af gerðinni Cessna 310 hafi farið í sjóinn vestur af landinu síðdegis. Þetta segir skipverji á Baldvini Njálssyni GK en skipið tekur nú þátt í leitinni að flugvélinni. 11. febrúar 2008 18:37 Þyrlur, bátar og flugvél taka þátt í leit að flugmanni Björgunarþyrla og leitarflugvél frá Landhelgisgæslunni leita nú að manninum sem var í tveggja hreyfla Cessnu sem steyptist í hafið um 50 mílur vestur af Keflavíkurflugvelli. Von er á bátum og annarri þyrlu til leitarinnar. 11. febrúar 2008 17:09 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Cessna vélin var nýseld - Líklega í ferjuflugi Cessna 310 flugvélin sem fórst í dag var að öllum líkindum í svokölluðu ferjuflugi. Hún var samkvæmt heimildum Vísis nýlega seld og því er talið að seljandi vélarinnar, eða einhver á hans vegum, hafi verið að fljúga henni til síns nýja eigenda þegar flugslysið varð í dag. 11. febrúar 2008 20:38
Jafnvel yfir fimm metra ölduhæð á slysstað og farið að skyggja Ölduhæð er jafnvel yfir fimm metrar þar sem talið er að bandaríska flugvélin af gerðinni Cessna 310 hafi farið í sjóinn vestur af landinu síðdegis. Þetta segir skipverji á Baldvini Njálssyni GK en skipið tekur nú þátt í leitinni að flugvélinni. 11. febrúar 2008 18:37
Þyrlur, bátar og flugvél taka þátt í leit að flugmanni Björgunarþyrla og leitarflugvél frá Landhelgisgæslunni leita nú að manninum sem var í tveggja hreyfla Cessnu sem steyptist í hafið um 50 mílur vestur af Keflavíkurflugvelli. Von er á bátum og annarri þyrlu til leitarinnar. 11. febrúar 2008 17:09