Alltaf aftast í röðinni Atli Þór Fanndal skrifar 22. mars 2023 12:31 Íslensk yfirvöld töldu ástæðulaust að birta Samning Sameinuðu þjóðanna gegn spillingu í stjórnartíðindum fyrr en rúmum áratug eftir fullgildingu hans. Þetta kemur fram í grein Bjarna Már Magnússonar, prófessors við lagadeild Bifrastar sem birtist í Morgunblaðinu í dag. Samningurinn var fyrst birtur 26. Ágúst árið 2022. Þessi töf takmarkar að öllum líkindum getu saksóknara til að sækja spillingarmál þótt enn sé hægt að gefa út ákæru í samræmi við íslensk lög. Það sem ekki kemur fram í grein Bjarna er að tæpri viku áður en úttektarnefnd fíkniefna- og afbrotamálaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna (UNODC) var á leið til Reykjavíkur til að meta vinnu við innleiðingu samningsins af hálfu Íslands varð uppi fótur og fit hjá framkvæmdavaldinu. Það yrði óbærilegt að þamba kaffi og borða kleinur með úttektarnefndinni ef samningurinn er ekki einu sinni formlega birtur. Yfirvöld tilkynntu úttektarnefnd UNODC ekki um málið en engar áhyggjur, Íslandsdeild Transparency hefur þegar tekið að sér að spilla gleðinni og tilkynnt UNODC. Fyrst og fremst er um að ræða enn eitt dæmið um hvaða hagsmunir ráða för hér á landi. Þrátt fyrir ábendingar GRECO og OECD áratugum saman er baráttan gegn spillingu aldrei í forgang. Þrátt fyrir bankahrun og gráa lista FATF er baráttan gegn spillingu aldrei ofarlega í huga. Þrátt fyrir einkavæðingu, vantraust og klúður við framkvæmd kosninga má ekki setja neinn kraft í að sauma fyrir spillingaráhættur. Þegar hins vegar kemur að því að halda andlitinu má alveg leggja eitthvað á sig. Það var í lok ársins 2019 sem Andrés Ingi Jónsson, þá þingmaður VG en nú Pírata, lagði fyrirspurn fyrir þingið vegna brotalamar við birtingu alþjóðasamninga. Í svari þáverandi utanríkisráðherra kemur fram að um 300 alþjóðasamningar bíði líklega birtingar en áhersla sé lögð á að birta mikilvæga samninga. „Síðastliðinn áratug hefur dregið úr birtingu þjóðréttarsamninga í C-deild Stjórnartíðinda. Koma þar til nokkrar ástæður, en eftir efnahagshrun var dregið verulega úr fjármunum til þessara verkefna og forgangsröðun birtinga endurskoðuð þannig að lögð var áhersla á að birta samninga þar sem birting væri nauðsynleg forsenda réttaráhrifa,“ segir í svarinu. Helsti milliríkjasamningur alþjóðlegrar baráttu gegn spillingu náði því ekki í gegnum nálarauga forgangsröðunar framkvæmdarvaldsins og beið með öðrum léttvægum málefnum í rúman áratug. Á Íslandi skortir heildstæða opinbera stefnu um baráttu gegn spillingu. Samhæf áætlun og strategía er ekki til. Sérhæfð stofnun sem rannsakar pólitíska spillingu er ekki til. Utanumhald um hagsmunaskráningu er í molum. Vísbendingar um spillingaráhættur eru hunsaðar, ábendingar og jafnvel játningar um útgáfu tilefnislausra reikninga til Alþingis fyrir eru án áfleiðinga og áfram má telja. Ábendingar frá erlendum ríkjum um þátttöku íslenskra aðila í mútum eru settar ofan í skúffu og ekki rannsakaðar. Það er jú engin spilling á Íslandi eða ef hún er til þá er íslensk spilling augljóslega miklu minni og ómerkilegri en útlensk spilling ekki satt? Það er enginn óþekktur kerfisgalli eins og skrifstofa Alþingis orðaði það í nýlegu svari vegna líkkistuinnflutnings dómsmálaráðherra. Markmiðið er að sjá til þess að ekkert virki þegar upp kemst um spillingu. Sú pólitíska ákvörðun að setja samning SÞ gegn spillingu aftast í búnkan er auðvitað í samræmi við annað. Það er nefnilega stefnan að dekra við Spillingu en skella svo sökinni á systur hennar fúsk. Höfundur er framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Transparency International. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Atli Þór Fanndal Mest lesið „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Sjá meira
Íslensk yfirvöld töldu ástæðulaust að birta Samning Sameinuðu þjóðanna gegn spillingu í stjórnartíðindum fyrr en rúmum áratug eftir fullgildingu hans. Þetta kemur fram í grein Bjarna Már Magnússonar, prófessors við lagadeild Bifrastar sem birtist í Morgunblaðinu í dag. Samningurinn var fyrst birtur 26. Ágúst árið 2022. Þessi töf takmarkar að öllum líkindum getu saksóknara til að sækja spillingarmál þótt enn sé hægt að gefa út ákæru í samræmi við íslensk lög. Það sem ekki kemur fram í grein Bjarna er að tæpri viku áður en úttektarnefnd fíkniefna- og afbrotamálaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna (UNODC) var á leið til Reykjavíkur til að meta vinnu við innleiðingu samningsins af hálfu Íslands varð uppi fótur og fit hjá framkvæmdavaldinu. Það yrði óbærilegt að þamba kaffi og borða kleinur með úttektarnefndinni ef samningurinn er ekki einu sinni formlega birtur. Yfirvöld tilkynntu úttektarnefnd UNODC ekki um málið en engar áhyggjur, Íslandsdeild Transparency hefur þegar tekið að sér að spilla gleðinni og tilkynnt UNODC. Fyrst og fremst er um að ræða enn eitt dæmið um hvaða hagsmunir ráða för hér á landi. Þrátt fyrir ábendingar GRECO og OECD áratugum saman er baráttan gegn spillingu aldrei í forgang. Þrátt fyrir bankahrun og gráa lista FATF er baráttan gegn spillingu aldrei ofarlega í huga. Þrátt fyrir einkavæðingu, vantraust og klúður við framkvæmd kosninga má ekki setja neinn kraft í að sauma fyrir spillingaráhættur. Þegar hins vegar kemur að því að halda andlitinu má alveg leggja eitthvað á sig. Það var í lok ársins 2019 sem Andrés Ingi Jónsson, þá þingmaður VG en nú Pírata, lagði fyrirspurn fyrir þingið vegna brotalamar við birtingu alþjóðasamninga. Í svari þáverandi utanríkisráðherra kemur fram að um 300 alþjóðasamningar bíði líklega birtingar en áhersla sé lögð á að birta mikilvæga samninga. „Síðastliðinn áratug hefur dregið úr birtingu þjóðréttarsamninga í C-deild Stjórnartíðinda. Koma þar til nokkrar ástæður, en eftir efnahagshrun var dregið verulega úr fjármunum til þessara verkefna og forgangsröðun birtinga endurskoðuð þannig að lögð var áhersla á að birta samninga þar sem birting væri nauðsynleg forsenda réttaráhrifa,“ segir í svarinu. Helsti milliríkjasamningur alþjóðlegrar baráttu gegn spillingu náði því ekki í gegnum nálarauga forgangsröðunar framkvæmdarvaldsins og beið með öðrum léttvægum málefnum í rúman áratug. Á Íslandi skortir heildstæða opinbera stefnu um baráttu gegn spillingu. Samhæf áætlun og strategía er ekki til. Sérhæfð stofnun sem rannsakar pólitíska spillingu er ekki til. Utanumhald um hagsmunaskráningu er í molum. Vísbendingar um spillingaráhættur eru hunsaðar, ábendingar og jafnvel játningar um útgáfu tilefnislausra reikninga til Alþingis fyrir eru án áfleiðinga og áfram má telja. Ábendingar frá erlendum ríkjum um þátttöku íslenskra aðila í mútum eru settar ofan í skúffu og ekki rannsakaðar. Það er jú engin spilling á Íslandi eða ef hún er til þá er íslensk spilling augljóslega miklu minni og ómerkilegri en útlensk spilling ekki satt? Það er enginn óþekktur kerfisgalli eins og skrifstofa Alþingis orðaði það í nýlegu svari vegna líkkistuinnflutnings dómsmálaráðherra. Markmiðið er að sjá til þess að ekkert virki þegar upp kemst um spillingu. Sú pólitíska ákvörðun að setja samning SÞ gegn spillingu aftast í búnkan er auðvitað í samræmi við annað. Það er nefnilega stefnan að dekra við Spillingu en skella svo sökinni á systur hennar fúsk. Höfundur er framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Transparency International.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun