Til áréttingar vegna Carbfix Ari Trausti Guðmundsson skrifar 22. mars 2023 06:00 Það er afar mikilvægt að Carbfix-verkefnið njóti sannmælis líkt og önnur helstu verkefni sem ætlað er að binda koldíoxíð frá iðnaði, jarðvarmanýtingu og samgöngum. Nokkur grundvallatratriði varðandi Carbfix eru þessi, umræðunni til gagns: 1. Borholur sem unnar eru til að afla ferskvatns til niðurdælingar eru grunnar líkt og neysluvatnsholur og holur sem boraðar eru vegna vatnsútflutnings eða hitaveitna sem hita ferskvatn með háhita. Algengt dýpi er 50 til 200 metrar. 2. Borholur til niðurdælingar eru fremur eða mjög djúpar, allt að rúmum 2.000 m, og ná þar með langt niður fyrir megin grunnvatnsstrauma í berggrunninum sem færa stóran hluta úrkomu til sjávar og nýtast sem uppsprettur neysluvatns. 3. Víðtæk kolefnisbinding fór fram í ármilljónir í eldri berggrunni landsins, og gerir enn allvíða í honum þar sem til þess eru skilyrði. Slík binding fer nú fram í miklum mæli í yngri, eldvirkum landshlutum, t.d. á Reykjanesskaga. 4. Þessi náttúrulega kolefnisbinding einkennir öll háhitasvæð landsins og nágrenni þeirra. Annað mjög virkt ferli er binding kísils sem kvarstegunda (t.d. jaspís eða bergkristals) og geislasteina (zeólíta). 5. Kolefni í niðurdældum vökva binst hratt, í raun hraðar en fyrstu hugmyndir báru með sér, og hvítleita steindin sem þannig myndast - kalsít (í tærasta formi silfurberg) - endist lengi á sínum stað. Kalsít (kalsíum karbónat) er ekki mengandi efnasamband. 6. Carbfix-aðferðina má nota þar sem aðstæður leyfa koldíoxíði að hvarfast við kalsíum-ríkar bergtegundir eins og basalt (meginhluti íslensks berggrunns). Engin ógn stafar af holufyllngum úr kalsíti enda eru þær hér á stórum svæðum á yfirborði jarðar, einkum á norðvestan-, norðan- og austanverðu landinu þar sem rof og veðrun hafa afhjúpað forn berglög. 7. Fanga má koldíoxíð beint úr andrúmsloftinu eins og gert er á svæði Hellisheiðarvirkjunar, eða úr útblæstri háhitaorkuvers (gert t.d. í virkjuninni) eða úr losun iðnvers (t.d. álvers). 8. Algengir niðurdælingarstaðir eru iðnaðarsvæði, hafnarsvæði og orkuvinnslusvæði þar sem fyrir eru mannvirki og jarðrask. 9. Niðurdæling vatns blandað koldíoxíði (sbr. kolsýrt vatn á flöskum, sódavatn) getur valdið spennulosun og skjálftavirkni innan virkra sprugnukerfa, sbr. Hengilskerfið. Þar hefur tekist að aðlaga niðurdælinguna vel að náttúrulegum ferlum jarðskorpuhreyfinga. Niðurdæling koldíoxíðs í nágrenni Straumsvíkur er álitlegt verkefni, bæði sem könnun á fýsileika þess að flytja koldíoxíð til öruggrar bindingar frá löndum með óhentugan berggrunn og sem hvatning tll miklu fleiri Carbfix-verkefna á veraldarvísu. Holufyllt basalt djúpt undir mjög nýlegum hraunum vestan Hafnarfjarðar veldur seint vandræðum sem slíkt. Svæðið er alllangt frá sprungukerfinu sem kennt er við Trölladyngju/Krýsuvík. Næst Straumsvík er það að finna við Undirhlíðar og Helgafell. Sprungukerfi Eldvarpa-Reykjaness nær langleiðina að Straumsvík en norðausturhlutinn er hulinn nýlegu hrauni og án brotalína á yfirborði. Landið er langt utan jarðhitasvæða. Engin upptök umtalsverðra jarðskjálfta eru þekkt í byggð í Hafnarfirði eða á iðnaðarsvæðum bæjarins. ÍSOR telur þar óverulega hættu á finnanlegri skjálftavirkni vegna niðurdælingar (bls. 11 í skýrslu frá október 2020). ÍSOR leggur engu að síður til, og eðlilega, mælingar, rannsóknir og eftirlit (alls 4 liðir) í samræmi við leiðbeiningar og atferli í þessum verkefnaflokki. Allur er varinn góður á visindagrunni. Engin jarðgrunnsverkefni eru með öllu áhættulaus á virkasta fjórðungi af flatarmáli landsins enda er þar fjöldi mannvirkja, búseta víða og náttúruvá ávallt metin með tilliti til ávinnings þegar ákvarða á framkvæmdir og verkefni. Höfundur er jarðvísindamaður og rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jarðhiti Umhverfismál Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Það er afar mikilvægt að Carbfix-verkefnið njóti sannmælis líkt og önnur helstu verkefni sem ætlað er að binda koldíoxíð frá iðnaði, jarðvarmanýtingu og samgöngum. Nokkur grundvallatratriði varðandi Carbfix eru þessi, umræðunni til gagns: 1. Borholur sem unnar eru til að afla ferskvatns til niðurdælingar eru grunnar líkt og neysluvatnsholur og holur sem boraðar eru vegna vatnsútflutnings eða hitaveitna sem hita ferskvatn með háhita. Algengt dýpi er 50 til 200 metrar. 2. Borholur til niðurdælingar eru fremur eða mjög djúpar, allt að rúmum 2.000 m, og ná þar með langt niður fyrir megin grunnvatnsstrauma í berggrunninum sem færa stóran hluta úrkomu til sjávar og nýtast sem uppsprettur neysluvatns. 3. Víðtæk kolefnisbinding fór fram í ármilljónir í eldri berggrunni landsins, og gerir enn allvíða í honum þar sem til þess eru skilyrði. Slík binding fer nú fram í miklum mæli í yngri, eldvirkum landshlutum, t.d. á Reykjanesskaga. 4. Þessi náttúrulega kolefnisbinding einkennir öll háhitasvæð landsins og nágrenni þeirra. Annað mjög virkt ferli er binding kísils sem kvarstegunda (t.d. jaspís eða bergkristals) og geislasteina (zeólíta). 5. Kolefni í niðurdældum vökva binst hratt, í raun hraðar en fyrstu hugmyndir báru með sér, og hvítleita steindin sem þannig myndast - kalsít (í tærasta formi silfurberg) - endist lengi á sínum stað. Kalsít (kalsíum karbónat) er ekki mengandi efnasamband. 6. Carbfix-aðferðina má nota þar sem aðstæður leyfa koldíoxíði að hvarfast við kalsíum-ríkar bergtegundir eins og basalt (meginhluti íslensks berggrunns). Engin ógn stafar af holufyllngum úr kalsíti enda eru þær hér á stórum svæðum á yfirborði jarðar, einkum á norðvestan-, norðan- og austanverðu landinu þar sem rof og veðrun hafa afhjúpað forn berglög. 7. Fanga má koldíoxíð beint úr andrúmsloftinu eins og gert er á svæði Hellisheiðarvirkjunar, eða úr útblæstri háhitaorkuvers (gert t.d. í virkjuninni) eða úr losun iðnvers (t.d. álvers). 8. Algengir niðurdælingarstaðir eru iðnaðarsvæði, hafnarsvæði og orkuvinnslusvæði þar sem fyrir eru mannvirki og jarðrask. 9. Niðurdæling vatns blandað koldíoxíði (sbr. kolsýrt vatn á flöskum, sódavatn) getur valdið spennulosun og skjálftavirkni innan virkra sprugnukerfa, sbr. Hengilskerfið. Þar hefur tekist að aðlaga niðurdælinguna vel að náttúrulegum ferlum jarðskorpuhreyfinga. Niðurdæling koldíoxíðs í nágrenni Straumsvíkur er álitlegt verkefni, bæði sem könnun á fýsileika þess að flytja koldíoxíð til öruggrar bindingar frá löndum með óhentugan berggrunn og sem hvatning tll miklu fleiri Carbfix-verkefna á veraldarvísu. Holufyllt basalt djúpt undir mjög nýlegum hraunum vestan Hafnarfjarðar veldur seint vandræðum sem slíkt. Svæðið er alllangt frá sprungukerfinu sem kennt er við Trölladyngju/Krýsuvík. Næst Straumsvík er það að finna við Undirhlíðar og Helgafell. Sprungukerfi Eldvarpa-Reykjaness nær langleiðina að Straumsvík en norðausturhlutinn er hulinn nýlegu hrauni og án brotalína á yfirborði. Landið er langt utan jarðhitasvæða. Engin upptök umtalsverðra jarðskjálfta eru þekkt í byggð í Hafnarfirði eða á iðnaðarsvæðum bæjarins. ÍSOR telur þar óverulega hættu á finnanlegri skjálftavirkni vegna niðurdælingar (bls. 11 í skýrslu frá október 2020). ÍSOR leggur engu að síður til, og eðlilega, mælingar, rannsóknir og eftirlit (alls 4 liðir) í samræmi við leiðbeiningar og atferli í þessum verkefnaflokki. Allur er varinn góður á visindagrunni. Engin jarðgrunnsverkefni eru með öllu áhættulaus á virkasta fjórðungi af flatarmáli landsins enda er þar fjöldi mannvirkja, búseta víða og náttúruvá ávallt metin með tilliti til ávinnings þegar ákvarða á framkvæmdir og verkefni. Höfundur er jarðvísindamaður og rithöfundur.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun