Sama um hönnunarverðlaun á meðan börnin sitja heima Ólafur Björn Sverrisson skrifar 21. mars 2023 23:36 Langþreyttum foreldrum er sama um hönnunarverðlaun leikskóla borgarinnar á meðan börn þeirra fá ekki pláss inni á þeim. samsett Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, fagnar því að Brákarborg, nýr leikskóli í Laugardalnum, hafi hlotið hönnunarverðlaunin Grænu skófluna. Leikskólinn var tekinn í notkun síðasta haust nokkru áður en hann var tilbúinn. Foreldrar þeirra barna sem enn hafa ekki fengið pláss á leikskóla segjast sama um hönnunarverðlaun á meðan framtíð þeirra sé óviss vegna plássleysisins. Dagur bendir á í Facebookfærslu að borgin hafi aldrei opnað jafn marga leikskóla og í fyrra. Hann furðar sig á því að nýr leikskóli, Brákarborg, sem opnaði formlega síðasta föstudag, hafi lent í neikvæði umræðu eins og hann orðar það. Byggingin hafi verið umhverfisvottuð og fengið hönnunarverðlaunin Grænu skófluna. Síðasta haust fjallaði fréttastofa um að þrátt fyrir umrædd hönnunarverðlaun hafi leikskólinn verið tekinn í notkun nokkru áður en hann var tilbúinn. Starfsemi hófst en viðvarandi framkvæmdir komu í veg fyrir aðlögun nýrra nemenda og ollu óánægju og áhyggjum á meðal kennara. Frétt Stöðvar 2 um málið: Upphaflega átti leikskólinn að vera tilbúinn fyrir síðasta haust. Frumkostnaðaráætlun leikskólans nam 623 milljónum en í annarri áætlun borgarinnar, sem kynnt var í júlí 2021 var gert ráð fyrir að uppbyggingin kosti 989 milljónir. Sama um hönnunarverðlaun Langþreyttir foreldrar og börn þeirra mættu á ný á borgarstjórnarfund í dag þegar leikskólamál voru til umræðu. Dæmi eru um að börn þurfi að bíða í á þriðja ár eftir leikskólaplássi. Fyrrgreindri facebookfærslu Dags var jafnframt mótmælt í athugasemum hennar af foreldrum. Þeim sé sama um hönnunarverðlaun á meðan staðan í leikskólamálum sé svo slæm: „Flottur leikskóli. Verst er að þurfa að vera launalaus í 1-2 ár áður en barnið okkar fær pláss. Vona að þið hafið rætt það á þessum fundi…“ skrifar Birta Björnsdóttir undir færslu Dags. Bjarni Benediktsson verkefnastjóri segir óþolandi að hlusta á viðtöl þar sem Dagur segist aldrei hafa gert meira og um framkvæmd sem hafi fengið hönnunarverðlaun. „Ég held ég tali fyrir flesta foreldra þegar ég segi að öllum sé sama um hönnunarverðlaun og vottanir þegar fólk er að umturna lífi sínu af því þú gast ekki unnið vinnuna þína undanfarin ár og staðið við loforð.“ Leiksskólamálum mótmælt í Ráðhúsinu.vísir/vilhelm Thelma Björk Wilson er ein þeirra sem skipulagði mótmælin í ráðhúsinu í dag. „Ég vona að þau [borgarstjórn] svitni örlítið við að hér séum við að pressa svona á þau. Mér finnst ótrúlegt að aðeins minnihlutinn hefur haft samband við mig og aðra foreldra. Enginn úr meirihlutanum hefur haft samband,“ sagði hún í samtali við fréttastofu í dag. Barnamálaráðherra hefur boðað endurskoðun leikskólalaga og sagt að til greina komi að lengja fæðingarorlof vegna ástandsins. Leikskólar Borgarstjórn Reykjavík Skóla- og menntamál Mistök við byggingu Brákarborgar Tengdar fréttir Hafnar gagnrýni og stendur með verkefninu „þótt það kosti vissulega sitt“ Ástand atvinnuhúsnæðis sem Reykjavíkurborg keypti undir nýjan leikskóla við Kleppsveg reyndist nokkuð verra en upphaflega var talið. Stefnir því í að framkvæmdir verði mun kostnaðarsamari en gert var ráð fyrir. 5. júlí 2021 21:00 Aðstæður í verðlaunabyggingu ekki orðnar mannvænar Þótt hann sé verðlaunabygging, var leikskólinn Brákarborg tekinn í notkun nokkru áður en hann var tilbúinn. Starfsemi er hafin en viðvarandi framkvæmdir koma í veg fyrir aðlögun nýrra nemenda, sem veldur óánægju og áhyggjum á meðal kennara. 2. október 2022 20:01 „Gerum eitthvað af viti áður en allir leikskólakennarar ganga út“ Leikskólakennari í Brákarborg gagnrýnir vinnubrögð borgarinnar við flutning í nýtt húsnæði. Leikskólakennarar hafi flutt í húsnæðið, reynt að taka það helsta upp úr kössum og hafið aðlögun nýrra nemenda á sama tíma. Framkvæmdir séu enn í fullum gangi og efast hún um að skrifstofufólk borgarinnar myndi láta bjóða sér slíkar vinnuaðstæður. 2. október 2022 07:00 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Sjá meira
Dagur bendir á í Facebookfærslu að borgin hafi aldrei opnað jafn marga leikskóla og í fyrra. Hann furðar sig á því að nýr leikskóli, Brákarborg, sem opnaði formlega síðasta föstudag, hafi lent í neikvæði umræðu eins og hann orðar það. Byggingin hafi verið umhverfisvottuð og fengið hönnunarverðlaunin Grænu skófluna. Síðasta haust fjallaði fréttastofa um að þrátt fyrir umrædd hönnunarverðlaun hafi leikskólinn verið tekinn í notkun nokkru áður en hann var tilbúinn. Starfsemi hófst en viðvarandi framkvæmdir komu í veg fyrir aðlögun nýrra nemenda og ollu óánægju og áhyggjum á meðal kennara. Frétt Stöðvar 2 um málið: Upphaflega átti leikskólinn að vera tilbúinn fyrir síðasta haust. Frumkostnaðaráætlun leikskólans nam 623 milljónum en í annarri áætlun borgarinnar, sem kynnt var í júlí 2021 var gert ráð fyrir að uppbyggingin kosti 989 milljónir. Sama um hönnunarverðlaun Langþreyttir foreldrar og börn þeirra mættu á ný á borgarstjórnarfund í dag þegar leikskólamál voru til umræðu. Dæmi eru um að börn þurfi að bíða í á þriðja ár eftir leikskólaplássi. Fyrrgreindri facebookfærslu Dags var jafnframt mótmælt í athugasemum hennar af foreldrum. Þeim sé sama um hönnunarverðlaun á meðan staðan í leikskólamálum sé svo slæm: „Flottur leikskóli. Verst er að þurfa að vera launalaus í 1-2 ár áður en barnið okkar fær pláss. Vona að þið hafið rætt það á þessum fundi…“ skrifar Birta Björnsdóttir undir færslu Dags. Bjarni Benediktsson verkefnastjóri segir óþolandi að hlusta á viðtöl þar sem Dagur segist aldrei hafa gert meira og um framkvæmd sem hafi fengið hönnunarverðlaun. „Ég held ég tali fyrir flesta foreldra þegar ég segi að öllum sé sama um hönnunarverðlaun og vottanir þegar fólk er að umturna lífi sínu af því þú gast ekki unnið vinnuna þína undanfarin ár og staðið við loforð.“ Leiksskólamálum mótmælt í Ráðhúsinu.vísir/vilhelm Thelma Björk Wilson er ein þeirra sem skipulagði mótmælin í ráðhúsinu í dag. „Ég vona að þau [borgarstjórn] svitni örlítið við að hér séum við að pressa svona á þau. Mér finnst ótrúlegt að aðeins minnihlutinn hefur haft samband við mig og aðra foreldra. Enginn úr meirihlutanum hefur haft samband,“ sagði hún í samtali við fréttastofu í dag. Barnamálaráðherra hefur boðað endurskoðun leikskólalaga og sagt að til greina komi að lengja fæðingarorlof vegna ástandsins.
Leikskólar Borgarstjórn Reykjavík Skóla- og menntamál Mistök við byggingu Brákarborgar Tengdar fréttir Hafnar gagnrýni og stendur með verkefninu „þótt það kosti vissulega sitt“ Ástand atvinnuhúsnæðis sem Reykjavíkurborg keypti undir nýjan leikskóla við Kleppsveg reyndist nokkuð verra en upphaflega var talið. Stefnir því í að framkvæmdir verði mun kostnaðarsamari en gert var ráð fyrir. 5. júlí 2021 21:00 Aðstæður í verðlaunabyggingu ekki orðnar mannvænar Þótt hann sé verðlaunabygging, var leikskólinn Brákarborg tekinn í notkun nokkru áður en hann var tilbúinn. Starfsemi er hafin en viðvarandi framkvæmdir koma í veg fyrir aðlögun nýrra nemenda, sem veldur óánægju og áhyggjum á meðal kennara. 2. október 2022 20:01 „Gerum eitthvað af viti áður en allir leikskólakennarar ganga út“ Leikskólakennari í Brákarborg gagnrýnir vinnubrögð borgarinnar við flutning í nýtt húsnæði. Leikskólakennarar hafi flutt í húsnæðið, reynt að taka það helsta upp úr kössum og hafið aðlögun nýrra nemenda á sama tíma. Framkvæmdir séu enn í fullum gangi og efast hún um að skrifstofufólk borgarinnar myndi láta bjóða sér slíkar vinnuaðstæður. 2. október 2022 07:00 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Sjá meira
Hafnar gagnrýni og stendur með verkefninu „þótt það kosti vissulega sitt“ Ástand atvinnuhúsnæðis sem Reykjavíkurborg keypti undir nýjan leikskóla við Kleppsveg reyndist nokkuð verra en upphaflega var talið. Stefnir því í að framkvæmdir verði mun kostnaðarsamari en gert var ráð fyrir. 5. júlí 2021 21:00
Aðstæður í verðlaunabyggingu ekki orðnar mannvænar Þótt hann sé verðlaunabygging, var leikskólinn Brákarborg tekinn í notkun nokkru áður en hann var tilbúinn. Starfsemi er hafin en viðvarandi framkvæmdir koma í veg fyrir aðlögun nýrra nemenda, sem veldur óánægju og áhyggjum á meðal kennara. 2. október 2022 20:01
„Gerum eitthvað af viti áður en allir leikskólakennarar ganga út“ Leikskólakennari í Brákarborg gagnrýnir vinnubrögð borgarinnar við flutning í nýtt húsnæði. Leikskólakennarar hafi flutt í húsnæðið, reynt að taka það helsta upp úr kössum og hafið aðlögun nýrra nemenda á sama tíma. Framkvæmdir séu enn í fullum gangi og efast hún um að skrifstofufólk borgarinnar myndi láta bjóða sér slíkar vinnuaðstæður. 2. október 2022 07:00