Stelpur, hafið þið heyrt um LSD? Þorgerður M Þorbjarnardóttir skrifar 20. mars 2023 12:01 Svo hljóðaði spurning sem gamalgróinn jeppamaður spurði mig og samstarfskonu mína þegar ég vann við landvörslu á norðaustur-hálendi íslands árið 2021. Það kom á okkur fát enda kom spurningin eins og þruma úr heiðskýru lofti og órætt hvert hann var að fara með þetta. Sem betur fer ítrekaði hann spurninguna áður en við náðum að svara og hélt áfram. „Lang Stærsti Draumurinn”, það voru uppi hugmyndir hér að virkja jökulsá á fjöllum og búa til risastórt uppistöðulón á norðaustur hálendinu eins og það leggur sig og búa þannig til kynstrin öll af raforku til að lokka hingað frekari stóriðju. Þessa skilgreiningu LSD hafði ég ekki heyrt um áður en hugmyndin hljómar fáránlega. Svo fáránlega að við fórum að skellihlæja. Svæðið er stórkostlegt í hráleika sínum og þangað streyma ferðamenn allstaðar að úr heiminum. Svæðið hefur svo mikla sérstöðu á heimsvísu að geimfarar NASA heimsækja svæðið á hverju ári til að prufa ýmsan búnað sem þarf að virka í köldum, basískum eyðimörkum í geimnum. Það kemur upp svipuð tilfinning þegar ég hugsa um alla þá vindorkukosti sem eru í deiglunni um þessar mundir. Þar vegur sérstaklega þungt Klausturselsvirkjun í sveitarfélaginu Múlaþing sem fyrirtækið Zephyr sækist eftir að reisa á Fljórsdalsheiði. Áformuð mannvirki eru af þvílíkri stærðargráðu að þau minna á LSD. Fyrirhugað er að reisa 70 - 100 risamöstur. Hvert mastur 250 m hátt, á hæð við 3 Hallgrímskirkjur. Veltið því fyrir ykkur hvað eitt slíkt mastur er þungt. Hvert er burðarþol veganna núna? Það liggur í augum uppi að það þyrfti að byggja aðliggjandi veg að hverju einasta mastri. Ekki bara einhvern veg, heldur veg sem ber þessi þyngsli. Virkjanasvæðið yrði alls 41 ferkílómetri en til viðmiðunar er manngert lón Kárahnjúkavirkjunar 57 ferkílómetrar. Aðrir slæmir fylgifiskar Klausturselsvirkjunar eru hljóð- og ljósmengun, sjónmengun, og plastmengun en landvernd hefur tekið saman þessa áhættuþætti í umsögn sinni. Fljótsdalsheiði er lítt snortið heiðarland með viðkvæmt vatnasvið og vistkerfi sem eru mikilvæg fyrir fuglastofna og eru einnig búsvæði hreindýra. Ætlum við virkilega að svara þeirri orkuþörf sem fylgir orkuskiptunum með því að sækja í þessi bjargráð? Íslendingar framleiða nú þegar meiri orku á mann en nokkur önnur þjóð sem við berum okkur saman við, og þessi orkuöflun hefur þegar krafist mikilla fórna á náttúrverðmætum. Samkvæmt skýrslu Dasgupta sem Breska fjármálaráðuneytið gaf út hefur á heimsvísu, milli áranna 1992 og 2014 framleiðsluverðmæti TVÖFALDAST á MANN. Á meðan mannkynið óx um 13% Á sama tíma töpuðum við 40% náttúrulegra verðmæta á mann. Þessi verðmæti eru hvergi í fjármálaskýrslum eða tekin fram í vergri landsframleiðslu. Ætla Íslendingar að halda eyrinum en kasta krónunni með því að sækja aðföngin áfram í náttúruna með tilheyrandi raski á náttúrulegum ferlum í stað þess að sækja þau í framleiðsluverðmætin sem við eigum nú þegar. Við getum bætt nýtingu, breytt framleiðsluháttum og sett sjálf orkuskiptin í algjöran forgang. Landvernd beitir sér gegn því að náttúran eigi enn einusinni að borga brúsann. Við höfum sett fram orkuskiptahermi og sviðsmyndir sem sýna að Íslendingar hafa val um hvernig við forgangsröðum. Ég hvet ykkur til þess að skrifa undir áskorun Landverndar til Zephyr og Múlaþings um að falla frá áformunum um Kalusturselsvirkjun. Undirskriftarlistann má finna hér. Einnig vil ég benda áfrekari upplýsingar varðandi orkuskipti sem við getum verið stolt af. Höfundur er stjórnarmeðlimur hjá Landvernd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Orkumál Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Sjá meira
Svo hljóðaði spurning sem gamalgróinn jeppamaður spurði mig og samstarfskonu mína þegar ég vann við landvörslu á norðaustur-hálendi íslands árið 2021. Það kom á okkur fát enda kom spurningin eins og þruma úr heiðskýru lofti og órætt hvert hann var að fara með þetta. Sem betur fer ítrekaði hann spurninguna áður en við náðum að svara og hélt áfram. „Lang Stærsti Draumurinn”, það voru uppi hugmyndir hér að virkja jökulsá á fjöllum og búa til risastórt uppistöðulón á norðaustur hálendinu eins og það leggur sig og búa þannig til kynstrin öll af raforku til að lokka hingað frekari stóriðju. Þessa skilgreiningu LSD hafði ég ekki heyrt um áður en hugmyndin hljómar fáránlega. Svo fáránlega að við fórum að skellihlæja. Svæðið er stórkostlegt í hráleika sínum og þangað streyma ferðamenn allstaðar að úr heiminum. Svæðið hefur svo mikla sérstöðu á heimsvísu að geimfarar NASA heimsækja svæðið á hverju ári til að prufa ýmsan búnað sem þarf að virka í köldum, basískum eyðimörkum í geimnum. Það kemur upp svipuð tilfinning þegar ég hugsa um alla þá vindorkukosti sem eru í deiglunni um þessar mundir. Þar vegur sérstaklega þungt Klausturselsvirkjun í sveitarfélaginu Múlaþing sem fyrirtækið Zephyr sækist eftir að reisa á Fljórsdalsheiði. Áformuð mannvirki eru af þvílíkri stærðargráðu að þau minna á LSD. Fyrirhugað er að reisa 70 - 100 risamöstur. Hvert mastur 250 m hátt, á hæð við 3 Hallgrímskirkjur. Veltið því fyrir ykkur hvað eitt slíkt mastur er þungt. Hvert er burðarþol veganna núna? Það liggur í augum uppi að það þyrfti að byggja aðliggjandi veg að hverju einasta mastri. Ekki bara einhvern veg, heldur veg sem ber þessi þyngsli. Virkjanasvæðið yrði alls 41 ferkílómetri en til viðmiðunar er manngert lón Kárahnjúkavirkjunar 57 ferkílómetrar. Aðrir slæmir fylgifiskar Klausturselsvirkjunar eru hljóð- og ljósmengun, sjónmengun, og plastmengun en landvernd hefur tekið saman þessa áhættuþætti í umsögn sinni. Fljótsdalsheiði er lítt snortið heiðarland með viðkvæmt vatnasvið og vistkerfi sem eru mikilvæg fyrir fuglastofna og eru einnig búsvæði hreindýra. Ætlum við virkilega að svara þeirri orkuþörf sem fylgir orkuskiptunum með því að sækja í þessi bjargráð? Íslendingar framleiða nú þegar meiri orku á mann en nokkur önnur þjóð sem við berum okkur saman við, og þessi orkuöflun hefur þegar krafist mikilla fórna á náttúrverðmætum. Samkvæmt skýrslu Dasgupta sem Breska fjármálaráðuneytið gaf út hefur á heimsvísu, milli áranna 1992 og 2014 framleiðsluverðmæti TVÖFALDAST á MANN. Á meðan mannkynið óx um 13% Á sama tíma töpuðum við 40% náttúrulegra verðmæta á mann. Þessi verðmæti eru hvergi í fjármálaskýrslum eða tekin fram í vergri landsframleiðslu. Ætla Íslendingar að halda eyrinum en kasta krónunni með því að sækja aðföngin áfram í náttúruna með tilheyrandi raski á náttúrulegum ferlum í stað þess að sækja þau í framleiðsluverðmætin sem við eigum nú þegar. Við getum bætt nýtingu, breytt framleiðsluháttum og sett sjálf orkuskiptin í algjöran forgang. Landvernd beitir sér gegn því að náttúran eigi enn einusinni að borga brúsann. Við höfum sett fram orkuskiptahermi og sviðsmyndir sem sýna að Íslendingar hafa val um hvernig við forgangsröðum. Ég hvet ykkur til þess að skrifa undir áskorun Landverndar til Zephyr og Múlaþings um að falla frá áformunum um Kalusturselsvirkjun. Undirskriftarlistann má finna hér. Einnig vil ég benda áfrekari upplýsingar varðandi orkuskipti sem við getum verið stolt af. Höfundur er stjórnarmeðlimur hjá Landvernd.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun