Líkamsleifar pilts grafnar upp vegna Murdaugh-málsins Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. mars 2023 07:47 Murdaugh var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að bana eiginkonu sinni og syni. AP/The Post And Courier/Andrew J. Whitaker Til stendur að grafa upp líkamsleifar Stephen Smith, sem var 19 ára þegar hann fannst látinn á sveitavegi nærri Moselle, heimili lögmannsins Alex Murdaugh. Fyrir tveimur vikum var Murdaugh fundinn sekur um að hafa myrt son sinn og eiginkonu. „Þetta er árið hans Stephens,“ sagði móðir hans Sandy Smith í samtali við NBC News. Þá þakkaði hún þeim sem styrktu hana á GoFundMe, þar sem hún safnaði fyrir því að láta grafa upp líkamsleifar sonar síns. Andlát Smith hefur löngum þótt grunsamlegt en þegar hann fannst látinn fyrir sex árum voru áverkar á líkinu sem virtust benda til þess að hann hefði þurft að verja sig frá árás. Meinafræðingurinn í málinu úrskurðaði hins vegar að Smith hefði látist eftir að hafa fengið hliðarspegil bifreiðar í höfuðið. The body of Stephen Smith, who died on a country road not far from the Murdaugh home, is to be exhumed, his family announced. https://t.co/wf9cixszZn— CBS News (@CBSNews) March 17, 2023 Lögregla ákvað að opna aftur rannsókn málsins eftir að Murdaugh var handtekinn, grunaður um að hafa orðið eiginkonu sinni, hinni 52 ára Maggie, og syni sínum, hinum 22 ára Paul, að bana. Ný sönnunargögn voru sögð hafa komið fram við rannsókn morðanna. Skömmu eftir að Smith fannst látinn bárust lögreglu ábendingar um að annar sonur Murdaugh, Buster, hefði haft eitthvað með málið að gera. Buster og Smith útskrifuðust úr sama skóla árið 2014 og þá var því haldið fram að þeir hefðu átt í ástarsambandi. Önnur grunsamleg dauðsföll tengd Murdaugh fjölskyldunni verða einnig skoðuð nánar. Til að mynda hefur lögregla greint frá því að til standi að grafa upp líkamsleifar ráðskonunnar Gloriu Satterfield, sem var sögð hafa látist af slysförum. Þá hafa spurningar vaknað um dauða Mallory Beach, 19 ára, sem lést þegar Paul Mallory ók bát á brú árið 2019. Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Murdaugh dæmdur í lífstíðarfangelsi Bandaríski lögmaðurinn Alex Murdaugh hefur verið dæmdur í tvöfallt lífstíðarfangelsi fyrir að myrða eiginkonu sína og son. Murdaugh var dæmdur sekur í nótt en dómskvaðning fór fram nú fyrir skömmu í Suður-Karólínu. 3. mars 2023 15:06 Murdaugh fundinn sekur um að hafa myrt eiginkonu sína og son Bandaríski lögmaðurinn Alex Murdaugh var í nótt fundinn sekur um að hafa myrt eiginkonu sína og son í þeim tilgangi að draga athyglina frá margmilljóna dala efnahagsbrotum sínum. 3. mars 2023 06:37 Umtöluð réttarhöld að enda komin: „Ég myndi aldrei skaða þau“ Réttarhöld gegn bandarískum lögmanni sem grunaður er um að hafa myrt eiginkonu sína og son eru að enda komin. Mál Alex Murdaughs og morðin hafa vakið mikla athygli og hefur meðal annars verið fjallað um málið í heimildarþáttum á Netflix. 1. mars 2023 11:10 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Sjá meira
„Þetta er árið hans Stephens,“ sagði móðir hans Sandy Smith í samtali við NBC News. Þá þakkaði hún þeim sem styrktu hana á GoFundMe, þar sem hún safnaði fyrir því að láta grafa upp líkamsleifar sonar síns. Andlát Smith hefur löngum þótt grunsamlegt en þegar hann fannst látinn fyrir sex árum voru áverkar á líkinu sem virtust benda til þess að hann hefði þurft að verja sig frá árás. Meinafræðingurinn í málinu úrskurðaði hins vegar að Smith hefði látist eftir að hafa fengið hliðarspegil bifreiðar í höfuðið. The body of Stephen Smith, who died on a country road not far from the Murdaugh home, is to be exhumed, his family announced. https://t.co/wf9cixszZn— CBS News (@CBSNews) March 17, 2023 Lögregla ákvað að opna aftur rannsókn málsins eftir að Murdaugh var handtekinn, grunaður um að hafa orðið eiginkonu sinni, hinni 52 ára Maggie, og syni sínum, hinum 22 ára Paul, að bana. Ný sönnunargögn voru sögð hafa komið fram við rannsókn morðanna. Skömmu eftir að Smith fannst látinn bárust lögreglu ábendingar um að annar sonur Murdaugh, Buster, hefði haft eitthvað með málið að gera. Buster og Smith útskrifuðust úr sama skóla árið 2014 og þá var því haldið fram að þeir hefðu átt í ástarsambandi. Önnur grunsamleg dauðsföll tengd Murdaugh fjölskyldunni verða einnig skoðuð nánar. Til að mynda hefur lögregla greint frá því að til standi að grafa upp líkamsleifar ráðskonunnar Gloriu Satterfield, sem var sögð hafa látist af slysförum. Þá hafa spurningar vaknað um dauða Mallory Beach, 19 ára, sem lést þegar Paul Mallory ók bát á brú árið 2019.
Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Murdaugh dæmdur í lífstíðarfangelsi Bandaríski lögmaðurinn Alex Murdaugh hefur verið dæmdur í tvöfallt lífstíðarfangelsi fyrir að myrða eiginkonu sína og son. Murdaugh var dæmdur sekur í nótt en dómskvaðning fór fram nú fyrir skömmu í Suður-Karólínu. 3. mars 2023 15:06 Murdaugh fundinn sekur um að hafa myrt eiginkonu sína og son Bandaríski lögmaðurinn Alex Murdaugh var í nótt fundinn sekur um að hafa myrt eiginkonu sína og son í þeim tilgangi að draga athyglina frá margmilljóna dala efnahagsbrotum sínum. 3. mars 2023 06:37 Umtöluð réttarhöld að enda komin: „Ég myndi aldrei skaða þau“ Réttarhöld gegn bandarískum lögmanni sem grunaður er um að hafa myrt eiginkonu sína og son eru að enda komin. Mál Alex Murdaughs og morðin hafa vakið mikla athygli og hefur meðal annars verið fjallað um málið í heimildarþáttum á Netflix. 1. mars 2023 11:10 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Sjá meira
Murdaugh dæmdur í lífstíðarfangelsi Bandaríski lögmaðurinn Alex Murdaugh hefur verið dæmdur í tvöfallt lífstíðarfangelsi fyrir að myrða eiginkonu sína og son. Murdaugh var dæmdur sekur í nótt en dómskvaðning fór fram nú fyrir skömmu í Suður-Karólínu. 3. mars 2023 15:06
Murdaugh fundinn sekur um að hafa myrt eiginkonu sína og son Bandaríski lögmaðurinn Alex Murdaugh var í nótt fundinn sekur um að hafa myrt eiginkonu sína og son í þeim tilgangi að draga athyglina frá margmilljóna dala efnahagsbrotum sínum. 3. mars 2023 06:37
Umtöluð réttarhöld að enda komin: „Ég myndi aldrei skaða þau“ Réttarhöld gegn bandarískum lögmanni sem grunaður er um að hafa myrt eiginkonu sína og son eru að enda komin. Mál Alex Murdaughs og morðin hafa vakið mikla athygli og hefur meðal annars verið fjallað um málið í heimildarþáttum á Netflix. 1. mars 2023 11:10
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent