Hrósuðu Tómasi Val í hástert og segja framtíð landsliðsins í góðum höndum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 18. mars 2023 11:45 Tómas Valur Þrastarson er einn af betri varnarmönnum deildarinnar að mati sérfræðinga Körfuboltakvölds. Vísir/Diego Tómas Valur Þrastarsonn átti hreint út sagt frábæran leik fyrir Þór Þorlákshöfn er liðið vann þriggja stiga sigur gegn Tindastóli í spennutrylli í Subway-deild karla í gærkvöldi. Körfuboltakvöld fór yfir frammistöðu Tómasar og umræðan leiddi út í framtíð íslenska landsliðsins í körfubolta. „Tómas Valur Þrastarson stal svolítið athyglinni okkar í græna herberginu þegar við horfðum á leikinn því að sá spilaði góða vörn,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, stjórnandi þáttarins um Tómas í gærkvöldi. Hermann Hauksson, sérfræðingur þáttarins, tók þá við og hélt stutta lofræðu um Tómas. „Hávaxinn, fljótur og hann er líka að sýna okkur það að hann er óhræddur að taka stór skot. Hann gerði það í leiknum, tók stór þriggja stiga skot, sérstaklega í seinni hálfleik. Og svo getur hann bara tekið alla þessa stráka, minni og stærri, og dekkað þá. Hann er frábær að dekka snögga bakverði, hann er gríðarlega fljótur á löppunum og með góðar hendur. Ég er bara ofboðslega hrifinn af þessum leikmanni og genin í þessum bræðrum körfuboltalega séð eru rosalega stór og sterk,“ sagði Hermann, en Tómas er eins og margir vita bróðir Styrmis Snæs Þrastarsonar. Teitur Ölygsson greip þá boltann á lofti og hrósaði leikmanninum einnig. „Það kom mér á óvart bara strax í haust hvað hann er orðinn líkamlega sterkur og „athletic“ og það er bara mín skoðun að hann er einn af bestu „on-ball“ varnarmönnum í deildinni, eins og staðan er í dag. Hann er kornungur sem er alveg magnað og bara ágætis skotmaður og þetta er bara strákur sem á þvílíka framtíð fyrir sér.“ Klippa: Körfuboltakvöld: Tómas Valur frábær og framtíðin björt hjá landsliðinu Spennan í kringum framtíðarlandsliðsmenn mikil Umræðan fór þá út í möguleika íslenska karlalandsliðsins á næstu árum, enda hafa mikið af efnilegum leikmönnum verið að stíga fram á sviðið síðustu misseri. „Þetta eru líka frekar ólíkir leikmenn sem eru að koma upp heldur en hafa verið að koma upp í landsliðinu. Þetta eru allt frekar hávaxnir strákar og miklir íþróttamenn,“ sagði Hermann. „Stemningin og spennan í kringum þessa stráka sem eru að koma inn í landsliðið næstu kannski þrjú til fjögur árin er mikil og eftirvæntingin eftir því. Eðlilega.“ Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Fleiri fréttir Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Sjá meira
„Tómas Valur Þrastarson stal svolítið athyglinni okkar í græna herberginu þegar við horfðum á leikinn því að sá spilaði góða vörn,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, stjórnandi þáttarins um Tómas í gærkvöldi. Hermann Hauksson, sérfræðingur þáttarins, tók þá við og hélt stutta lofræðu um Tómas. „Hávaxinn, fljótur og hann er líka að sýna okkur það að hann er óhræddur að taka stór skot. Hann gerði það í leiknum, tók stór þriggja stiga skot, sérstaklega í seinni hálfleik. Og svo getur hann bara tekið alla þessa stráka, minni og stærri, og dekkað þá. Hann er frábær að dekka snögga bakverði, hann er gríðarlega fljótur á löppunum og með góðar hendur. Ég er bara ofboðslega hrifinn af þessum leikmanni og genin í þessum bræðrum körfuboltalega séð eru rosalega stór og sterk,“ sagði Hermann, en Tómas er eins og margir vita bróðir Styrmis Snæs Þrastarsonar. Teitur Ölygsson greip þá boltann á lofti og hrósaði leikmanninum einnig. „Það kom mér á óvart bara strax í haust hvað hann er orðinn líkamlega sterkur og „athletic“ og það er bara mín skoðun að hann er einn af bestu „on-ball“ varnarmönnum í deildinni, eins og staðan er í dag. Hann er kornungur sem er alveg magnað og bara ágætis skotmaður og þetta er bara strákur sem á þvílíka framtíð fyrir sér.“ Klippa: Körfuboltakvöld: Tómas Valur frábær og framtíðin björt hjá landsliðinu Spennan í kringum framtíðarlandsliðsmenn mikil Umræðan fór þá út í möguleika íslenska karlalandsliðsins á næstu árum, enda hafa mikið af efnilegum leikmönnum verið að stíga fram á sviðið síðustu misseri. „Þetta eru líka frekar ólíkir leikmenn sem eru að koma upp heldur en hafa verið að koma upp í landsliðinu. Þetta eru allt frekar hávaxnir strákar og miklir íþróttamenn,“ sagði Hermann. „Stemningin og spennan í kringum þessa stráka sem eru að koma inn í landsliðið næstu kannski þrjú til fjögur árin er mikil og eftirvæntingin eftir því. Eðlilega.“
Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Fleiri fréttir Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Sjá meira